Skoðun

Svar við opnu bréfi til ritstjórnar

Í tilefni þess að Ólafur Haukur Árnason birti opið bréf til ritstjórnar er rétt að eftirfarandi komi fram:

Fréttin er höfð eftir fjölmörgum erlendum ritstýrðum fjölmiðlum. Í fréttinni sjálfri er vitnað til fréttaveitunnar Examiner, en sömu frétt má sjá efnislega sambærilega þeirri sem birtist á vef Vísis á vef The Washington Times, The Independent og aftur hér, The Huffington Post, Salon, Christian Post, The New Zealand Herald, The Inquisitr og að lokum á ritstýrðu fréttabloggi CNN, The Economist og National Post. Fréttin birtist að auki á fjölmörgum smærri fjölmiðlum. Í öllum tilvikum er Thomas Rosica sagður talsmaður Vatíkansins (e. Vatican spokesman) og í öllum tilfellum stendur fréttin óbreytt þegar þetta er skrifað.

Þá sést ef vel er að gáð á heimasíðu Vatíkansins að Thomas Rosica hefur starfað fyrir Vatíkanið í mörg ár sem fjölmiðlafulltrúi (presseattaché). Það er því ekki rétt að annarlegur tilgangur sé að baki fréttinni, heldur er einungis um endursögn á erlendu fréttaefni að ræða.




Skoðun

Sjá meira


×