Flöskuháls í vernd fatlaðra gegn nauðung 7. nóvember 2013 06:00 Fatlað fólk er beitt ýmiskonar nauðung, og af ýmsum ástæðum. Í sumum tilvikum er eigum haldið frá einstaklingum, hluti íbúða þeirra lokaður af eða þeir færðir milli staða gegn eigin vilja. Fréttablaðið/Anton Ekkert mál hefur borist nefnd sem ætlað er að úrskurða um hvort beita megi fatlað fólk nauðung á því ári sem liðið er frá því henni var komið á laggirnar. Ástæðan er fjárskortur sérfræðinga sem fjalla um málin. Um 80 mál eru í vinnslu hjá hópi sérfræðinga sem undirbýr mál sem berast til nefndarinnar, skoðar tillögur og kemur með ábendingar um mögulegar leiðir aðrar en valdbeitingu, segir Felix Högnason, formaður hópsins. Sérfræðingarnir sinna verkinu í hlutastarfi, og fá aðeins laun í sex klukkustundir í mánuði til að vinna að málunum. Það er allt of lítill tími til að þoka þessum mikla fjölda mála áfram, segir Felix. Lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk var breytt um mitt síðasta ár með það að markmiði að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk, til dæmis á sambýlum, í dagvistun og skammtímavistun. Undir nauðung fellur til dæmis að loka hluta íbúðar fyrir íbúa hennar, geyma mat eða aðrar eigur í læstum hirslum, skammta peninga, halda manneskju eða flytja hana nauðuga milli staða. Eftir lagabreytinguna er starfsmönnum sambýla, þroskaþjálfum og öðrum sem vinna með fólki með fötlun gert að sækja um undanþágu telji þeir nauðsynlegt að beita manneskju með fötlun einhverskonar nauðung. Þar sem engin undanþága hefur verið veitt frá þeirri meginreglu að ekki skuli beita fólk með fötlun nauðung eru allar líkur á því að starfsmenn sem telja sig þurfa að beita nauðung geri það áfram þrátt fyrir að lögin banni það, segir Felix. „Það er auðvitað óheppilegt og óeðlilegt að það sé niðurstaðan,“ segir Felix. Hann segir þó engan afslátt gefinn af faglegum kröfum sem gerðar eru til sérfræðingahópsins. Betra sé að taka lengri tíma til að afgreiða mál en að slaka á kröfum um faglega meðferð. Á því ári sem liðið er frá því sérfræðihópurinn var skipaður hafa um 80 mál borist, en í greinargerð með lögunum segir að búast megi við um 200 málum fyrsta árið. Felix reiknar með að mun fleiri umsóknir séu væntanlegar og mikilvægt að auka verulega við starfsemi sérfræðihópsins til að losa um flöskuhálsinn.Freyja HaraldsdóttirMikil nauðung í þjónustu við fatlað fólk „Það er almennt mikil nauðung og mikil þvingun í þjónustu við fatlað fólk,“ segir Freyja Haraldsdóttir hjá NPA-miðstöðinni. Hún segir að leggja eigi aukna áherslu á að skoða hvers vegna þurfi að beita nauðung. „Það eru mörg dæmi um fólk sem hefur fengið viðeigandi aðstoð og í kjölfarið hefur dregið úr því að það missi stjórn á hegðun sinni og þar með því að það sé beitt nauðung,“ segir Freyja. Hún segir augljóst að það hafi áhrif á hegðun fólks sem eigi erfitt með að tjá sig hversu litlu það ráði um eigin aðstæður, til dæmis búsetu og starfsfólk sem aðstoði það. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Ekkert mál hefur borist nefnd sem ætlað er að úrskurða um hvort beita megi fatlað fólk nauðung á því ári sem liðið er frá því henni var komið á laggirnar. Ástæðan er fjárskortur sérfræðinga sem fjalla um málin. Um 80 mál eru í vinnslu hjá hópi sérfræðinga sem undirbýr mál sem berast til nefndarinnar, skoðar tillögur og kemur með ábendingar um mögulegar leiðir aðrar en valdbeitingu, segir Felix Högnason, formaður hópsins. Sérfræðingarnir sinna verkinu í hlutastarfi, og fá aðeins laun í sex klukkustundir í mánuði til að vinna að málunum. Það er allt of lítill tími til að þoka þessum mikla fjölda mála áfram, segir Felix. Lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk var breytt um mitt síðasta ár með það að markmiði að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk, til dæmis á sambýlum, í dagvistun og skammtímavistun. Undir nauðung fellur til dæmis að loka hluta íbúðar fyrir íbúa hennar, geyma mat eða aðrar eigur í læstum hirslum, skammta peninga, halda manneskju eða flytja hana nauðuga milli staða. Eftir lagabreytinguna er starfsmönnum sambýla, þroskaþjálfum og öðrum sem vinna með fólki með fötlun gert að sækja um undanþágu telji þeir nauðsynlegt að beita manneskju með fötlun einhverskonar nauðung. Þar sem engin undanþága hefur verið veitt frá þeirri meginreglu að ekki skuli beita fólk með fötlun nauðung eru allar líkur á því að starfsmenn sem telja sig þurfa að beita nauðung geri það áfram þrátt fyrir að lögin banni það, segir Felix. „Það er auðvitað óheppilegt og óeðlilegt að það sé niðurstaðan,“ segir Felix. Hann segir þó engan afslátt gefinn af faglegum kröfum sem gerðar eru til sérfræðingahópsins. Betra sé að taka lengri tíma til að afgreiða mál en að slaka á kröfum um faglega meðferð. Á því ári sem liðið er frá því sérfræðihópurinn var skipaður hafa um 80 mál borist, en í greinargerð með lögunum segir að búast megi við um 200 málum fyrsta árið. Felix reiknar með að mun fleiri umsóknir séu væntanlegar og mikilvægt að auka verulega við starfsemi sérfræðihópsins til að losa um flöskuhálsinn.Freyja HaraldsdóttirMikil nauðung í þjónustu við fatlað fólk „Það er almennt mikil nauðung og mikil þvingun í þjónustu við fatlað fólk,“ segir Freyja Haraldsdóttir hjá NPA-miðstöðinni. Hún segir að leggja eigi aukna áherslu á að skoða hvers vegna þurfi að beita nauðung. „Það eru mörg dæmi um fólk sem hefur fengið viðeigandi aðstoð og í kjölfarið hefur dregið úr því að það missi stjórn á hegðun sinni og þar með því að það sé beitt nauðung,“ segir Freyja. Hún segir augljóst að það hafi áhrif á hegðun fólks sem eigi erfitt með að tjá sig hversu litlu það ráði um eigin aðstæður, til dæmis búsetu og starfsfólk sem aðstoði það.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira