Lýðræði í ESB G. Pétur Matthíasson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Utanríkisráðherrann okkar upplýsti okkur sauðsvartan almúgann um það á Bloomberg að í Evrópusambandinu ætti sér stað aukin miðstýring og völdin innan þess væru að færast frá aðildarlöndunum til embættismanna. Hann sagði þetta reyndar sína skoðun. En ósannindi verða ekki rétt þótt þau séu kölluð skoðun. Áhrifamenn 28 ESB-ríkja vita betur. Þeir vita að síðustu ár, í síðustu sáttmálum ESB, hafa völd og áhrif hins lýðræðislega kjörna Evrópuþings aukist. Skipulag leiðtogaráðsins og þar með völd þess hafa verið niðurnegld, í Lissabon-sáttmálanum, og þar sitja til borðs leiðtogar aðildarlandanna. Sama á við um ráðherraráðið, þar ráða aðildarlöndin. Völd og mikilvægi aðildarlandanna hafa alls ekki minnkað og lýðræðið hefur aukist til muna. Á næsta ári verður 751 lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Evrópuþinginu auk þess sem almenningi gefst kostur á að koma málum á dagskrá með undirskriftasöfnunum. Í framkvæmdastjórninni situr einn stjóri frá hverju aðildarlandanna, þannig að þrátt fyrir að framkvæmdastjórnin sé í eðli sínu samkunda embættismanna er þar að finna beina aðkomu aðildarlandanna. Evrópuþingið er kosið af almenningi og fulltrúarnir í leiðtogaráðinu og ráðherraráðinu eru kjörnir fulltrúar hver frá sínu landi. Þannig að óbeint eru þeir lýðræðislega kosnir til þessara verka.Enginn lýðræðishalli Sambandið hefur aukið lýðræðið hjá sér á undanförnum árum, ekki dregið úr því. Það má færa fyrir því rök að það sé enginn lýðræðishalli í Evrópusambandinu og vissulega er ekkert fyrirbæri, engin alþjóðleg stofnun til, þar sem meira lýðræði er að finna en innan ESB. Vilji menn ganga lýðræðisbrautina á enda þarf að breyta ESB í sambandsríki en fyrir því er einfaldlega ákaflega hverfandi áhugi, það er engan raunverulegan áhuga á því að finna innan Evrópu. Eigi að síður er nauðsynlegt fyrir ESB að auka lýðræðið enn meira. Til þess þarf að finna nýjar leiðir og nýjar útfærslur. ESB hefur sýnt að það kann að leita nýrra leiða til lausna enda stundum talað um að innan þess sé að finna samningalýðræði frekar en meirihlutalýðræði. Það er ómögulegt að sjá miðstýringu út úr leiðtoga- og ráðherraráði, framkvæmdastjórn og Evrópuþingi. Öðru nær, togstreitan og samvinnan milli þessara stofnana ESB sýnir einmitt valddreifinguna. Það gengur svo ekki að byggja skoðun sína á mýtu, hvað þá eldgamalli mýtu. Hver svo sem skoðun utanríkisráðherra á ESB er þá verður hann að afla sér haldbetri upplýsinga um sambandið en fyrrnefnd ummæli benda til að hann hafi gert. Og já, engar fréttir hafa borist um aukið lýðræði í Kína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherrann okkar upplýsti okkur sauðsvartan almúgann um það á Bloomberg að í Evrópusambandinu ætti sér stað aukin miðstýring og völdin innan þess væru að færast frá aðildarlöndunum til embættismanna. Hann sagði þetta reyndar sína skoðun. En ósannindi verða ekki rétt þótt þau séu kölluð skoðun. Áhrifamenn 28 ESB-ríkja vita betur. Þeir vita að síðustu ár, í síðustu sáttmálum ESB, hafa völd og áhrif hins lýðræðislega kjörna Evrópuþings aukist. Skipulag leiðtogaráðsins og þar með völd þess hafa verið niðurnegld, í Lissabon-sáttmálanum, og þar sitja til borðs leiðtogar aðildarlandanna. Sama á við um ráðherraráðið, þar ráða aðildarlöndin. Völd og mikilvægi aðildarlandanna hafa alls ekki minnkað og lýðræðið hefur aukist til muna. Á næsta ári verður 751 lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Evrópuþinginu auk þess sem almenningi gefst kostur á að koma málum á dagskrá með undirskriftasöfnunum. Í framkvæmdastjórninni situr einn stjóri frá hverju aðildarlandanna, þannig að þrátt fyrir að framkvæmdastjórnin sé í eðli sínu samkunda embættismanna er þar að finna beina aðkomu aðildarlandanna. Evrópuþingið er kosið af almenningi og fulltrúarnir í leiðtogaráðinu og ráðherraráðinu eru kjörnir fulltrúar hver frá sínu landi. Þannig að óbeint eru þeir lýðræðislega kosnir til þessara verka.Enginn lýðræðishalli Sambandið hefur aukið lýðræðið hjá sér á undanförnum árum, ekki dregið úr því. Það má færa fyrir því rök að það sé enginn lýðræðishalli í Evrópusambandinu og vissulega er ekkert fyrirbæri, engin alþjóðleg stofnun til, þar sem meira lýðræði er að finna en innan ESB. Vilji menn ganga lýðræðisbrautina á enda þarf að breyta ESB í sambandsríki en fyrir því er einfaldlega ákaflega hverfandi áhugi, það er engan raunverulegan áhuga á því að finna innan Evrópu. Eigi að síður er nauðsynlegt fyrir ESB að auka lýðræðið enn meira. Til þess þarf að finna nýjar leiðir og nýjar útfærslur. ESB hefur sýnt að það kann að leita nýrra leiða til lausna enda stundum talað um að innan þess sé að finna samningalýðræði frekar en meirihlutalýðræði. Það er ómögulegt að sjá miðstýringu út úr leiðtoga- og ráðherraráði, framkvæmdastjórn og Evrópuþingi. Öðru nær, togstreitan og samvinnan milli þessara stofnana ESB sýnir einmitt valddreifinguna. Það gengur svo ekki að byggja skoðun sína á mýtu, hvað þá eldgamalli mýtu. Hver svo sem skoðun utanríkisráðherra á ESB er þá verður hann að afla sér haldbetri upplýsinga um sambandið en fyrrnefnd ummæli benda til að hann hafi gert. Og já, engar fréttir hafa borist um aukið lýðræði í Kína.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun