Netherinn í Jørstadmoen Elín Hirst skrifar 21. ágúst 2013 09:00 Ég er nýkomin frá Noregi þar sem ég heimsótti herstöð sem sérhæfir sig í netöryggismálum landsins. Heimsóknin vakti mig til mikillar umhugsunar um öryggi okkar Íslendinga. Tölvukerfi stýra öllu. Fjarskiptum, rafmagni og samgöngum þar á meðal flugumferð. Viðkvæmar upplýsingar um heilsufar og lyfjanotkun eru vistaðar í tilteknum tölvukerfum. Fjármál bæði einstaklinga og fyrirtækja eru vistuð í öðrum. Meira að segja gætu tölvuþrjótar ráðist inn í tölvukerfi sem stýrir gangráði hjartasjúklinga í því skyni að gera þeim mein Í höfuðstöðvum netöryggismál í Jørstadmoen í Noregi skammt frá Lillehammer, standa menn vaktina fyrir Noregs hönd allan sólarhringinn, allan ársins hring. Ekki veitir af því fjöldi tilrauna er gerður á hverjum einasta degi til að brjótast inn í mikilvæg tölvukerfi í Noregi í því skyni að stela verðmætum, upplýsingum eða einfaldlega til þess að valda skaða. Því má halda fram með góðum rökum að ef til átaka kæmi í heiminum í nánustu framtíð myndu net- og tölvuvarnir viðkomandi þjóða skipta afar miklu máli. Netöryggi er því brýnt þjóðaröryggismál, eitt það allra mikilvægasta á vorum tímum. Ljóst er að Íslendingar verða að móta sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði nýlega á fundi með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins að Ísland vildi taka þátt í þróun bandalagsins varðandi netöryggismál og að Ísland henti vel fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð á Norðurslóðum. Hvorutveggja er ég sammála. Við okkur blasir ný heimsmynd þegar siglingar hefjast um Norðurpólinn, þar sem lega Íslands verður afar mikilvæg ekki síst á sviði björgunarmála. Hvað netöryggismálin snertir legg ég til að við óskum eftir samstarfi við Norðmenn á þessu sviði innan NATÓ. Noregur og Ísland eru frændþjóðir þar sem hagsmunir fara mjög oft saman. Það hlýtur að vera afar verðmætt fyrir litla þjóð eins og okkar að geta átt hlutdeild í og aðgengi að þessu mikilvæga öryggisneti sem Norðmenn hafa byggt upp í Jørstadmoen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég er nýkomin frá Noregi þar sem ég heimsótti herstöð sem sérhæfir sig í netöryggismálum landsins. Heimsóknin vakti mig til mikillar umhugsunar um öryggi okkar Íslendinga. Tölvukerfi stýra öllu. Fjarskiptum, rafmagni og samgöngum þar á meðal flugumferð. Viðkvæmar upplýsingar um heilsufar og lyfjanotkun eru vistaðar í tilteknum tölvukerfum. Fjármál bæði einstaklinga og fyrirtækja eru vistuð í öðrum. Meira að segja gætu tölvuþrjótar ráðist inn í tölvukerfi sem stýrir gangráði hjartasjúklinga í því skyni að gera þeim mein Í höfuðstöðvum netöryggismál í Jørstadmoen í Noregi skammt frá Lillehammer, standa menn vaktina fyrir Noregs hönd allan sólarhringinn, allan ársins hring. Ekki veitir af því fjöldi tilrauna er gerður á hverjum einasta degi til að brjótast inn í mikilvæg tölvukerfi í Noregi í því skyni að stela verðmætum, upplýsingum eða einfaldlega til þess að valda skaða. Því má halda fram með góðum rökum að ef til átaka kæmi í heiminum í nánustu framtíð myndu net- og tölvuvarnir viðkomandi þjóða skipta afar miklu máli. Netöryggi er því brýnt þjóðaröryggismál, eitt það allra mikilvægasta á vorum tímum. Ljóst er að Íslendingar verða að móta sér skýra stefnu í þessum málaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði nýlega á fundi með framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins að Ísland vildi taka þátt í þróun bandalagsins varðandi netöryggismál og að Ísland henti vel fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð á Norðurslóðum. Hvorutveggja er ég sammála. Við okkur blasir ný heimsmynd þegar siglingar hefjast um Norðurpólinn, þar sem lega Íslands verður afar mikilvæg ekki síst á sviði björgunarmála. Hvað netöryggismálin snertir legg ég til að við óskum eftir samstarfi við Norðmenn á þessu sviði innan NATÓ. Noregur og Ísland eru frændþjóðir þar sem hagsmunir fara mjög oft saman. Það hlýtur að vera afar verðmætt fyrir litla þjóð eins og okkar að geta átt hlutdeild í og aðgengi að þessu mikilvæga öryggisneti sem Norðmenn hafa byggt upp í Jørstadmoen.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun