Lífið

Búin að ákveða kjól og dagsetningu

Turtildúfurnar Jennifer Aniston og Justin Theroux eru búin að ákveða dagsetningu á brúðkaupi sínu. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær þau ganga í það heilaga en kunnugir segja það muni gerast á allra næstu dögum.

Tökum á nýjustu mynd Jennifer lýkur í Connecticut þann 8. mars og mun brúðkaupið fara fram stuttu eftir þann dag. Skötuhjúin eru í óðaönn að skipuleggja þennan merkisviðburð og er Jennifer meira að segja búin að ákveða kjólinn.

Stórglæsilegt par.
Brúðkaupið verður lítið og aðeins nánustu vinum og fjölskyldu boðið. Líklegt er að vinkonur Jennifer, þær Courteney Cox, Chelsea Handler og Mandy Ingber, mæti en þær mættu í 44ra ára afmæli stjörnunnar í febrúar síðastliðnum.

Á ferð og flugi.
Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.