Traustur efnahagur og spennandi störf Einar Bergmundur skrifar 25. apríl 2013 06:00 Lyft hefur verið grettistaki við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á þessu kjörtímabili við fordæmalaust erfiðar aðstæður. Rekstur ríkissjóðs er nú kominn í jafnvægi, en ljóst er að þar þarf að gæta aðhalds næstu ár til að ríkið geti greitt niður skuldir. Þá tekur að draga úr vaxtagreiðslum og meiru verður hægt að verja í velferð og uppbyggingu. Samhliða þarf að örva hagkerfið, líkt og lagt hefur verið upp með í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar, og ýta þannig undir hagvöxt sem byggir á fjölbreyttum atvinnurekstri. Fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun mun skapa fjölbreytt störf og nýjan auð. Sama má segja um fjárfestingu í skapandi greinum.Verkefni á sviði kynjaðrar hagstjórnar hafa veitt mikilvægar upplýsingar um samfélagsleg áhrif fjárlaga og er brýnt að halda áfram innleiðingu hennar. Verkefnin framundan í efnahagsmálum eru ærin. Meðal annars þarf að losa um aflandskrónur samkvæmt þeirri áætlun sem samþykkt hefur verið og gerir ráð fyrir útgönguskatti á þá fjármuni. Lykilorðin verða aðhaldssemi og örvun án þess að gengið sé á ósjálfbæran hátt á auðlindir landsins. Að loknum erfiðum niðurskurði og breytingum á skattkerfinu, jafnt til tekjuöflunar og aukins jafnaðar í senn, hefur stöðugleiki náðst. Velferðarstjórnin kom á þrepaskiptu skattkerfi þannig að hinir tekjuhæstu beri hlutfallslega meiri byrðar en þeir sem minnst hafa á milli handanna eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Vinstri græn munu verja þrepaskipta skattkerfið með kjafti og klóm, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill auka lýðræði innan fyrirtækja og stofnana þannig að starfsfólk kjósi fulltrúa í stjórnir og umboð stjórnenda verði endurnýjað reglulega. Gera þarf breytingar á lögum um samvinnufélög til að tryggja rekstrarform fyrirtækja sem byggð eru upp á lýðræðislegan hátt. Við Vinstri græn viljum sjá fjölbreytt atvinnulíf með öflugu og ánægðu starfsfólki. Á Íslandi eru góðar aðstæður – og full ástæða – til að halda áfram að efla hér og þróa farsælt og gott velferðarsamfélag, samfélag fjölbreytni, menningar og fyllstu mannréttinda. Framtíðin er björt, bæði fyrir okkur og arftaka okkar. Við Vinsti græn stefnum á sjálfbært Ísland! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Lyft hefur verið grettistaki við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á þessu kjörtímabili við fordæmalaust erfiðar aðstæður. Rekstur ríkissjóðs er nú kominn í jafnvægi, en ljóst er að þar þarf að gæta aðhalds næstu ár til að ríkið geti greitt niður skuldir. Þá tekur að draga úr vaxtagreiðslum og meiru verður hægt að verja í velferð og uppbyggingu. Samhliða þarf að örva hagkerfið, líkt og lagt hefur verið upp með í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar, og ýta þannig undir hagvöxt sem byggir á fjölbreyttum atvinnurekstri. Fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun mun skapa fjölbreytt störf og nýjan auð. Sama má segja um fjárfestingu í skapandi greinum.Verkefni á sviði kynjaðrar hagstjórnar hafa veitt mikilvægar upplýsingar um samfélagsleg áhrif fjárlaga og er brýnt að halda áfram innleiðingu hennar. Verkefnin framundan í efnahagsmálum eru ærin. Meðal annars þarf að losa um aflandskrónur samkvæmt þeirri áætlun sem samþykkt hefur verið og gerir ráð fyrir útgönguskatti á þá fjármuni. Lykilorðin verða aðhaldssemi og örvun án þess að gengið sé á ósjálfbæran hátt á auðlindir landsins. Að loknum erfiðum niðurskurði og breytingum á skattkerfinu, jafnt til tekjuöflunar og aukins jafnaðar í senn, hefur stöðugleiki náðst. Velferðarstjórnin kom á þrepaskiptu skattkerfi þannig að hinir tekjuhæstu beri hlutfallslega meiri byrðar en þeir sem minnst hafa á milli handanna eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Vinstri græn munu verja þrepaskipta skattkerfið með kjafti og klóm, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill auka lýðræði innan fyrirtækja og stofnana þannig að starfsfólk kjósi fulltrúa í stjórnir og umboð stjórnenda verði endurnýjað reglulega. Gera þarf breytingar á lögum um samvinnufélög til að tryggja rekstrarform fyrirtækja sem byggð eru upp á lýðræðislegan hátt. Við Vinstri græn viljum sjá fjölbreytt atvinnulíf með öflugu og ánægðu starfsfólki. Á Íslandi eru góðar aðstæður – og full ástæða – til að halda áfram að efla hér og þróa farsælt og gott velferðarsamfélag, samfélag fjölbreytni, menningar og fyllstu mannréttinda. Framtíðin er björt, bæði fyrir okkur og arftaka okkar. Við Vinsti græn stefnum á sjálfbært Ísland!
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar