Líklega vont að vera blankur í Rússlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:30 Bjarki Már stefnir ótrauður á að komast út í atvinnumennsku í sumar þó svo að líklega verði ekkert af Rússlandsævintýri hans að þessu sinni.fréttablaðið/daníel Það liggur ekki enn fyrir hvar einn besti hornamaður landsins, Bjarki Már Elísson, leikur næsta sumar. Hann hefur sett stefnuna á atvinnumennsku og því afar ólíklegt að hann verði áfram í herbúðum HK. Bjarki Már hefur verið í viðræðum við rússneska stórliðið Chekhovski Medvedi en með því leika flestir lykilmenn rússneska landsliðsins og þjálfari liðsins, Vladimir Maximov, er einnig landsliðsþjálfari og forseti rússneska handboltasambandsins. „Það lítur ekki vel út með Medvedi lengur en það er samt ekki farið út af borðinu. Félagið er í bullandi fjárhagsvandræðum og óvissa með framhaldið í augnablikinu,“ sagði Bjarki Már en aðalstuðningsaðili félagsins er að draga saman seglin og því bíður vinna forráðamanna félagsins að laða að nýja styrktaraðila. Medvedi er stolt rússneska handboltans og það yrði mikið áfall fyrir handboltann í landinu ef rekstrargrundvöllur liðsins myndi hrynja til grunna. „Ég var kominn með samningsdrög í hendurnar frá félaginu en ég vildi ekki taka því á meðan staðan er svona. Það er líklega vont að vera peningalaus í Rússlandi. Það er nógu slæmt að vera blankur hérna heima.“Hornamaðurinn knái segist ekki vera neitt sérstaklega svekktur með hvernig staðan á Medvedi-málinu sé því hann hafi ekki vitað út í hvað hann var að fara. „Þetta var bara óvissa og ævintýri. Ég hef verið að spyrja strákana sem hafa spilað þarna í Meistaradeildinni hvernig þetta sé þarna. Þeir hafa sagt að þetta sé ekkert sérstaklega huggulegt og spennandi. Það er alltaf þægilegra að hafa Íslendinga nálægt en í þessu liði eru bara Rússar. Þarna er líka Úkraínumaður og Hvít-Rússi og þeir eru orðnir Rússar. Ætli ég hefði ekki verið orðinn Rússi eftir tvö ár,“ sagði Bjarki Már léttur að venju en bætti við á alvarlegri nótum að ef félagið næði að rétta sig við og hann færi þangað væri hann að fá fínan samning. „Maximov sagði við umbann að hann vildi fá mig og ég þyrfti ekki að koma á reynslu. Samningurinn sem ég fékk sendan var mjög góður miðað við fyrsta samning hjá hornamanni.“ Bjarki segir að þýskt félag hafi einnig áhuga á honum en að það mál sé ekki komið nógu langt til þess að hann vilji tjá sig um það. Það mál muni skýrast þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi. „Ég stefni enn á að fara út og ég verð eiginlega að fara út núna til þess að geta tekið næsta skref á mínum ferli og haldið áfram að bæta mig. Ég er metnaðarfullur og vil komast í landsliðið og til að ná þeim markmiðum þarf ég að komast út.“ Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Það liggur ekki enn fyrir hvar einn besti hornamaður landsins, Bjarki Már Elísson, leikur næsta sumar. Hann hefur sett stefnuna á atvinnumennsku og því afar ólíklegt að hann verði áfram í herbúðum HK. Bjarki Már hefur verið í viðræðum við rússneska stórliðið Chekhovski Medvedi en með því leika flestir lykilmenn rússneska landsliðsins og þjálfari liðsins, Vladimir Maximov, er einnig landsliðsþjálfari og forseti rússneska handboltasambandsins. „Það lítur ekki vel út með Medvedi lengur en það er samt ekki farið út af borðinu. Félagið er í bullandi fjárhagsvandræðum og óvissa með framhaldið í augnablikinu,“ sagði Bjarki Már en aðalstuðningsaðili félagsins er að draga saman seglin og því bíður vinna forráðamanna félagsins að laða að nýja styrktaraðila. Medvedi er stolt rússneska handboltans og það yrði mikið áfall fyrir handboltann í landinu ef rekstrargrundvöllur liðsins myndi hrynja til grunna. „Ég var kominn með samningsdrög í hendurnar frá félaginu en ég vildi ekki taka því á meðan staðan er svona. Það er líklega vont að vera peningalaus í Rússlandi. Það er nógu slæmt að vera blankur hérna heima.“Hornamaðurinn knái segist ekki vera neitt sérstaklega svekktur með hvernig staðan á Medvedi-málinu sé því hann hafi ekki vitað út í hvað hann var að fara. „Þetta var bara óvissa og ævintýri. Ég hef verið að spyrja strákana sem hafa spilað þarna í Meistaradeildinni hvernig þetta sé þarna. Þeir hafa sagt að þetta sé ekkert sérstaklega huggulegt og spennandi. Það er alltaf þægilegra að hafa Íslendinga nálægt en í þessu liði eru bara Rússar. Þarna er líka Úkraínumaður og Hvít-Rússi og þeir eru orðnir Rússar. Ætli ég hefði ekki verið orðinn Rússi eftir tvö ár,“ sagði Bjarki Már léttur að venju en bætti við á alvarlegri nótum að ef félagið næði að rétta sig við og hann færi þangað væri hann að fá fínan samning. „Maximov sagði við umbann að hann vildi fá mig og ég þyrfti ekki að koma á reynslu. Samningurinn sem ég fékk sendan var mjög góður miðað við fyrsta samning hjá hornamanni.“ Bjarki segir að þýskt félag hafi einnig áhuga á honum en að það mál sé ekki komið nógu langt til þess að hann vilji tjá sig um það. Það mál muni skýrast þegar tímabilinu lýkur í Þýskalandi. „Ég stefni enn á að fara út og ég verð eiginlega að fara út núna til þess að geta tekið næsta skref á mínum ferli og haldið áfram að bæta mig. Ég er metnaðarfullur og vil komast í landsliðið og til að ná þeim markmiðum þarf ég að komast út.“
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira