Innlent

Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur víða í dag

Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur víða í dag. Í Spönginni í Reykjavík hefjast hátíðarhöldin klukkan hálf tólf með skrúðgöngu sem skólahljómsveit Grafarvogs og Skátafélagið Hamar leiða.

Rétt fyrir tólf hefst svo fjölbreytt dagskrá í Rimaskóla. Í Bústaðahverfi verður grillað við Grímsbæ klukkan tólf og síðan fer skrúðganga til Bústaðakirkju undir taktfastri tónlist Skólahljómsveitar Austurbæjar.

Klukkan eitt verður útilistaverk tileinkað börnum afhjúpað á Klambratúni, við Kjarvalsstaði, í tengslum við Barnamenningarhátíð sem stendur nú yfir.

Á Akureyri mun fjölskyldustemning ríkja við Minjasafnið frá klukkan tvö til fjögur. Þar mun blásarasveit Tónlistaskólans á Akureyri bása sumarið inn með lúðraþyt. Nonnahús verður opið í tilefni dagsins og þar verða leikarar Leikfélags Akureyrar með upplestur.

Opið er í Bláfjöllum í dag frá tíu til fimm, á sumardaginn fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×