(R)appari snýr aftur Freyr Bjarnason skrifar 3. júlí 2013 23:00 Rappkóngurinn Jay-Z hefur gefið út sína tólftu hljóðversplötu. nordicphotos/getty Magna Carta Holy Grail, tólfta hljóðversplata rappkóngsins Jay-Z, verður fáanleg í gegnum Samsung-app frá og með deginum í dag en aðrir geta tryggt sér eintak á sunnudaginn. Platan hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Fyrst vegna hinnar óvenjulegu Samsung-útgáfu og hvort platan verði gjaldgeng á Billboard-vinsældalistann. Einnig vegna þess að hún hefur að geyma textabrot úr tveimur frægum lögum með Nirvana og R.E.M., Smells Like Teen Spirit og Losing My Relegion. Körfuboltaaðdáandinn Jay-Z notaði auglýsingahlé í fimmta úrslitaleik Miami og San Antonio í NBA-deildinni til að greina frá nafni plötunnar og útgáfudegi. Síðar í mánuðinum birti hann svo alla textana á Samsung-appinu. Fjögur ár eru liðin frá því Jay-Z gaf út The Blueprint 3, sem hlaut bæði góða dóma og slæma hjá gagnrýnendum. Síðan þá hefur rapparinn haft ýmislegt fyrir stafni. Hann gaf út hina vel heppnuðu Watch the Throne með vini sínum Kanye West árið 2011 og ári síðar eignaðist hann sitt fyrsta barn með söngkonunni Beyoncé og samdi um það lagið Glory. Sömuleiðis hafði hann umsjón með tónlistinni í The Great Gatsby og var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, sem kom á hvíta tjaldið núna í vor. Magna Carta Holy Grail kemur út á vegum fyrirtækja Jay-Z, Roc-A Fella Records og Roc Nation. Frank Ocean, Rick Ross og Beyoncé eru gestasöngvarar í þremur lögum á plötunni og Kanye West, Pharrell Williams og Timbaland eru á meðal upptökustjóra. Að auki kemur sannkallað stjörnuregn saman í laginu BBC, eða Timbaland, Pharrell, Justin Timberlake, Nas, Beyonée og Swizz Beatz. Miðað við allt púðrið sem hefur farið í að auglýsa Magna Carta Holy Grail og alla þá aðstoðarmenn sem koma að henni má eiga von á flottri rappplötu frá Jay-Z. Hann á vafalítið einhver tromp uppi í erminni, enda reynslumikill með eindæmum eftir sautján ár í fremstu röð. Game of Thrones Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Magna Carta Holy Grail, tólfta hljóðversplata rappkóngsins Jay-Z, verður fáanleg í gegnum Samsung-app frá og með deginum í dag en aðrir geta tryggt sér eintak á sunnudaginn. Platan hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Fyrst vegna hinnar óvenjulegu Samsung-útgáfu og hvort platan verði gjaldgeng á Billboard-vinsældalistann. Einnig vegna þess að hún hefur að geyma textabrot úr tveimur frægum lögum með Nirvana og R.E.M., Smells Like Teen Spirit og Losing My Relegion. Körfuboltaaðdáandinn Jay-Z notaði auglýsingahlé í fimmta úrslitaleik Miami og San Antonio í NBA-deildinni til að greina frá nafni plötunnar og útgáfudegi. Síðar í mánuðinum birti hann svo alla textana á Samsung-appinu. Fjögur ár eru liðin frá því Jay-Z gaf út The Blueprint 3, sem hlaut bæði góða dóma og slæma hjá gagnrýnendum. Síðan þá hefur rapparinn haft ýmislegt fyrir stafni. Hann gaf út hina vel heppnuðu Watch the Throne með vini sínum Kanye West árið 2011 og ári síðar eignaðist hann sitt fyrsta barn með söngkonunni Beyoncé og samdi um það lagið Glory. Sömuleiðis hafði hann umsjón með tónlistinni í The Great Gatsby og var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar, sem kom á hvíta tjaldið núna í vor. Magna Carta Holy Grail kemur út á vegum fyrirtækja Jay-Z, Roc-A Fella Records og Roc Nation. Frank Ocean, Rick Ross og Beyoncé eru gestasöngvarar í þremur lögum á plötunni og Kanye West, Pharrell Williams og Timbaland eru á meðal upptökustjóra. Að auki kemur sannkallað stjörnuregn saman í laginu BBC, eða Timbaland, Pharrell, Justin Timberlake, Nas, Beyonée og Swizz Beatz. Miðað við allt púðrið sem hefur farið í að auglýsa Magna Carta Holy Grail og alla þá aðstoðarmenn sem koma að henni má eiga von á flottri rappplötu frá Jay-Z. Hann á vafalítið einhver tromp uppi í erminni, enda reynslumikill með eindæmum eftir sautján ár í fremstu röð.
Game of Thrones Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira