Draugar og djöflar draga til sín bíógesti Freyr Bjarnason skrifar 8. mars 2013 06:00 Mama Náði efsta sætinu Yfirnáttúrulegar hrollvekjur þar sem andsetið fólk, draugar og djöflar hræða líftóruna úr bíógestum njóta síaukinna vinsælda í Hollywood. Margar slíkar myndir eru væntanlegar í bíó vestanhafs á næstu mánuðum og má þar nefna The Last Exorcism Part II, The Conjuring og endurgerðin Evil Dead. Fyrr á árinu komu út Dark Skies og Mama en sú síðarnefnda náði óvænt efsta sætinu yfir aðsóknarmestu myndirnar. Hún fjallar um konu sem neyðist ásamt manni sínum til að taka að sér tvær munaðarlausar frænkur sínar sem hafa búið einar og yfirgefnar í kofa úti í skógi. Góðar hrollvekjur ala á ótta áhorfenda við myrkrið og hið ókunna. Þær byggja upp spennu, láta þeim bregða og reyna almennt séð að draga þá út úr þægindahringnum. Ekki skemmir fyrir ef hryllingurinn er byggður á sannsögulegum atburðum. Hægt er að notast við gamaldags aðferðafræði til að ná réttu áhrifunum fram, þó svo að tæknibrellur fái oftast vænan sess í nútímahrollvekjum. Yfirleitt eru þetta ódýrar myndir á mælikvarða Hollywood og þar krossleggja menn fingur í þeirri von að úr verði ábatasöm hryllingsmyndasería sem getur lifað áfram um ókomin ár. Til að mynda eru miklar vonir bundnar við Mama og nú þegar er framhald hennar í undirbúningi. Dæmi um vel heppnaða seríu eru Paranormal Activity-myndirnar. Sú fyrsta kom út 2007 og fjallaði um fjölskyldu sem flytur í hús í úthverfi þar sem yfirskilvitlegir atburðir eiga sér stað. Hún kostaði aðeins fimmtán þúsund dollara en sló rækilega í gegn um heim allan. Tekjurnar í miðasölunni námu hátt í 200 milljónum dollara og að sjálfsögðu var strax ráðist í gerð framhaldsmynda. Sú fimmta í röðinni er einmitt væntanleg í bíó í haust. Hver framhaldsmyndanna um sig hefur kostað fimm milljónir dollara en tekjurnar hafa allar verið á bilinu 140 til 200 milljónir dollara á heimsvísu. Sannarlega mikil mjólkurkú, sem verður án efa mjólkuð áfram svo lengi sem áhorfendur láta sjá sig í bíó. Önnur vinsæl hrollvekjusería er The Grudge en þrjár slíkar myndir hafa verið framleiddar. Samanlagður kostnaður hingað til er 35 milljónir dollara en miðasölutekjurnar nema um 260 milljónum dollara. Þetta er meira en sjöfaldur hagnaður. Hvort Mama, The Conjuring, Evil Dead, The Last Exorcism, eða jafnvel Paranormal Activity halda áfram að hrella bíógesti um ókomin ár í hverri framhaldsmyndinni á fætur annarri á eftir að koma í ljós. Allt snýst þetta auðvitað um gæði myndanna og vilja áhorfenda til að láta „sömu“ myndirnar kalla fram gæsahúðina. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Yfirnáttúrulegar hrollvekjur þar sem andsetið fólk, draugar og djöflar hræða líftóruna úr bíógestum njóta síaukinna vinsælda í Hollywood. Margar slíkar myndir eru væntanlegar í bíó vestanhafs á næstu mánuðum og má þar nefna The Last Exorcism Part II, The Conjuring og endurgerðin Evil Dead. Fyrr á árinu komu út Dark Skies og Mama en sú síðarnefnda náði óvænt efsta sætinu yfir aðsóknarmestu myndirnar. Hún fjallar um konu sem neyðist ásamt manni sínum til að taka að sér tvær munaðarlausar frænkur sínar sem hafa búið einar og yfirgefnar í kofa úti í skógi. Góðar hrollvekjur ala á ótta áhorfenda við myrkrið og hið ókunna. Þær byggja upp spennu, láta þeim bregða og reyna almennt séð að draga þá út úr þægindahringnum. Ekki skemmir fyrir ef hryllingurinn er byggður á sannsögulegum atburðum. Hægt er að notast við gamaldags aðferðafræði til að ná réttu áhrifunum fram, þó svo að tæknibrellur fái oftast vænan sess í nútímahrollvekjum. Yfirleitt eru þetta ódýrar myndir á mælikvarða Hollywood og þar krossleggja menn fingur í þeirri von að úr verði ábatasöm hryllingsmyndasería sem getur lifað áfram um ókomin ár. Til að mynda eru miklar vonir bundnar við Mama og nú þegar er framhald hennar í undirbúningi. Dæmi um vel heppnaða seríu eru Paranormal Activity-myndirnar. Sú fyrsta kom út 2007 og fjallaði um fjölskyldu sem flytur í hús í úthverfi þar sem yfirskilvitlegir atburðir eiga sér stað. Hún kostaði aðeins fimmtán þúsund dollara en sló rækilega í gegn um heim allan. Tekjurnar í miðasölunni námu hátt í 200 milljónum dollara og að sjálfsögðu var strax ráðist í gerð framhaldsmynda. Sú fimmta í röðinni er einmitt væntanleg í bíó í haust. Hver framhaldsmyndanna um sig hefur kostað fimm milljónir dollara en tekjurnar hafa allar verið á bilinu 140 til 200 milljónir dollara á heimsvísu. Sannarlega mikil mjólkurkú, sem verður án efa mjólkuð áfram svo lengi sem áhorfendur láta sjá sig í bíó. Önnur vinsæl hrollvekjusería er The Grudge en þrjár slíkar myndir hafa verið framleiddar. Samanlagður kostnaður hingað til er 35 milljónir dollara en miðasölutekjurnar nema um 260 milljónum dollara. Þetta er meira en sjöfaldur hagnaður. Hvort Mama, The Conjuring, Evil Dead, The Last Exorcism, eða jafnvel Paranormal Activity halda áfram að hrella bíógesti um ókomin ár í hverri framhaldsmyndinni á fætur annarri á eftir að koma í ljós. Allt snýst þetta auðvitað um gæði myndanna og vilja áhorfenda til að láta „sömu“ myndirnar kalla fram gæsahúðina.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira