Draugar og djöflar draga til sín bíógesti Freyr Bjarnason skrifar 8. mars 2013 06:00 Mama Náði efsta sætinu Yfirnáttúrulegar hrollvekjur þar sem andsetið fólk, draugar og djöflar hræða líftóruna úr bíógestum njóta síaukinna vinsælda í Hollywood. Margar slíkar myndir eru væntanlegar í bíó vestanhafs á næstu mánuðum og má þar nefna The Last Exorcism Part II, The Conjuring og endurgerðin Evil Dead. Fyrr á árinu komu út Dark Skies og Mama en sú síðarnefnda náði óvænt efsta sætinu yfir aðsóknarmestu myndirnar. Hún fjallar um konu sem neyðist ásamt manni sínum til að taka að sér tvær munaðarlausar frænkur sínar sem hafa búið einar og yfirgefnar í kofa úti í skógi. Góðar hrollvekjur ala á ótta áhorfenda við myrkrið og hið ókunna. Þær byggja upp spennu, láta þeim bregða og reyna almennt séð að draga þá út úr þægindahringnum. Ekki skemmir fyrir ef hryllingurinn er byggður á sannsögulegum atburðum. Hægt er að notast við gamaldags aðferðafræði til að ná réttu áhrifunum fram, þó svo að tæknibrellur fái oftast vænan sess í nútímahrollvekjum. Yfirleitt eru þetta ódýrar myndir á mælikvarða Hollywood og þar krossleggja menn fingur í þeirri von að úr verði ábatasöm hryllingsmyndasería sem getur lifað áfram um ókomin ár. Til að mynda eru miklar vonir bundnar við Mama og nú þegar er framhald hennar í undirbúningi. Dæmi um vel heppnaða seríu eru Paranormal Activity-myndirnar. Sú fyrsta kom út 2007 og fjallaði um fjölskyldu sem flytur í hús í úthverfi þar sem yfirskilvitlegir atburðir eiga sér stað. Hún kostaði aðeins fimmtán þúsund dollara en sló rækilega í gegn um heim allan. Tekjurnar í miðasölunni námu hátt í 200 milljónum dollara og að sjálfsögðu var strax ráðist í gerð framhaldsmynda. Sú fimmta í röðinni er einmitt væntanleg í bíó í haust. Hver framhaldsmyndanna um sig hefur kostað fimm milljónir dollara en tekjurnar hafa allar verið á bilinu 140 til 200 milljónir dollara á heimsvísu. Sannarlega mikil mjólkurkú, sem verður án efa mjólkuð áfram svo lengi sem áhorfendur láta sjá sig í bíó. Önnur vinsæl hrollvekjusería er The Grudge en þrjár slíkar myndir hafa verið framleiddar. Samanlagður kostnaður hingað til er 35 milljónir dollara en miðasölutekjurnar nema um 260 milljónum dollara. Þetta er meira en sjöfaldur hagnaður. Hvort Mama, The Conjuring, Evil Dead, The Last Exorcism, eða jafnvel Paranormal Activity halda áfram að hrella bíógesti um ókomin ár í hverri framhaldsmyndinni á fætur annarri á eftir að koma í ljós. Allt snýst þetta auðvitað um gæði myndanna og vilja áhorfenda til að láta „sömu“ myndirnar kalla fram gæsahúðina. Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Yfirnáttúrulegar hrollvekjur þar sem andsetið fólk, draugar og djöflar hræða líftóruna úr bíógestum njóta síaukinna vinsælda í Hollywood. Margar slíkar myndir eru væntanlegar í bíó vestanhafs á næstu mánuðum og má þar nefna The Last Exorcism Part II, The Conjuring og endurgerðin Evil Dead. Fyrr á árinu komu út Dark Skies og Mama en sú síðarnefnda náði óvænt efsta sætinu yfir aðsóknarmestu myndirnar. Hún fjallar um konu sem neyðist ásamt manni sínum til að taka að sér tvær munaðarlausar frænkur sínar sem hafa búið einar og yfirgefnar í kofa úti í skógi. Góðar hrollvekjur ala á ótta áhorfenda við myrkrið og hið ókunna. Þær byggja upp spennu, láta þeim bregða og reyna almennt séð að draga þá út úr þægindahringnum. Ekki skemmir fyrir ef hryllingurinn er byggður á sannsögulegum atburðum. Hægt er að notast við gamaldags aðferðafræði til að ná réttu áhrifunum fram, þó svo að tæknibrellur fái oftast vænan sess í nútímahrollvekjum. Yfirleitt eru þetta ódýrar myndir á mælikvarða Hollywood og þar krossleggja menn fingur í þeirri von að úr verði ábatasöm hryllingsmyndasería sem getur lifað áfram um ókomin ár. Til að mynda eru miklar vonir bundnar við Mama og nú þegar er framhald hennar í undirbúningi. Dæmi um vel heppnaða seríu eru Paranormal Activity-myndirnar. Sú fyrsta kom út 2007 og fjallaði um fjölskyldu sem flytur í hús í úthverfi þar sem yfirskilvitlegir atburðir eiga sér stað. Hún kostaði aðeins fimmtán þúsund dollara en sló rækilega í gegn um heim allan. Tekjurnar í miðasölunni námu hátt í 200 milljónum dollara og að sjálfsögðu var strax ráðist í gerð framhaldsmynda. Sú fimmta í röðinni er einmitt væntanleg í bíó í haust. Hver framhaldsmyndanna um sig hefur kostað fimm milljónir dollara en tekjurnar hafa allar verið á bilinu 140 til 200 milljónir dollara á heimsvísu. Sannarlega mikil mjólkurkú, sem verður án efa mjólkuð áfram svo lengi sem áhorfendur láta sjá sig í bíó. Önnur vinsæl hrollvekjusería er The Grudge en þrjár slíkar myndir hafa verið framleiddar. Samanlagður kostnaður hingað til er 35 milljónir dollara en miðasölutekjurnar nema um 260 milljónum dollara. Þetta er meira en sjöfaldur hagnaður. Hvort Mama, The Conjuring, Evil Dead, The Last Exorcism, eða jafnvel Paranormal Activity halda áfram að hrella bíógesti um ókomin ár í hverri framhaldsmyndinni á fætur annarri á eftir að koma í ljós. Allt snýst þetta auðvitað um gæði myndanna og vilja áhorfenda til að láta „sömu“ myndirnar kalla fram gæsahúðina.
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira