Draugar og djöflar draga til sín bíógesti Freyr Bjarnason skrifar 8. mars 2013 06:00 Mama Náði efsta sætinu Yfirnáttúrulegar hrollvekjur þar sem andsetið fólk, draugar og djöflar hræða líftóruna úr bíógestum njóta síaukinna vinsælda í Hollywood. Margar slíkar myndir eru væntanlegar í bíó vestanhafs á næstu mánuðum og má þar nefna The Last Exorcism Part II, The Conjuring og endurgerðin Evil Dead. Fyrr á árinu komu út Dark Skies og Mama en sú síðarnefnda náði óvænt efsta sætinu yfir aðsóknarmestu myndirnar. Hún fjallar um konu sem neyðist ásamt manni sínum til að taka að sér tvær munaðarlausar frænkur sínar sem hafa búið einar og yfirgefnar í kofa úti í skógi. Góðar hrollvekjur ala á ótta áhorfenda við myrkrið og hið ókunna. Þær byggja upp spennu, láta þeim bregða og reyna almennt séð að draga þá út úr þægindahringnum. Ekki skemmir fyrir ef hryllingurinn er byggður á sannsögulegum atburðum. Hægt er að notast við gamaldags aðferðafræði til að ná réttu áhrifunum fram, þó svo að tæknibrellur fái oftast vænan sess í nútímahrollvekjum. Yfirleitt eru þetta ódýrar myndir á mælikvarða Hollywood og þar krossleggja menn fingur í þeirri von að úr verði ábatasöm hryllingsmyndasería sem getur lifað áfram um ókomin ár. Til að mynda eru miklar vonir bundnar við Mama og nú þegar er framhald hennar í undirbúningi. Dæmi um vel heppnaða seríu eru Paranormal Activity-myndirnar. Sú fyrsta kom út 2007 og fjallaði um fjölskyldu sem flytur í hús í úthverfi þar sem yfirskilvitlegir atburðir eiga sér stað. Hún kostaði aðeins fimmtán þúsund dollara en sló rækilega í gegn um heim allan. Tekjurnar í miðasölunni námu hátt í 200 milljónum dollara og að sjálfsögðu var strax ráðist í gerð framhaldsmynda. Sú fimmta í röðinni er einmitt væntanleg í bíó í haust. Hver framhaldsmyndanna um sig hefur kostað fimm milljónir dollara en tekjurnar hafa allar verið á bilinu 140 til 200 milljónir dollara á heimsvísu. Sannarlega mikil mjólkurkú, sem verður án efa mjólkuð áfram svo lengi sem áhorfendur láta sjá sig í bíó. Önnur vinsæl hrollvekjusería er The Grudge en þrjár slíkar myndir hafa verið framleiddar. Samanlagður kostnaður hingað til er 35 milljónir dollara en miðasölutekjurnar nema um 260 milljónum dollara. Þetta er meira en sjöfaldur hagnaður. Hvort Mama, The Conjuring, Evil Dead, The Last Exorcism, eða jafnvel Paranormal Activity halda áfram að hrella bíógesti um ókomin ár í hverri framhaldsmyndinni á fætur annarri á eftir að koma í ljós. Allt snýst þetta auðvitað um gæði myndanna og vilja áhorfenda til að láta „sömu“ myndirnar kalla fram gæsahúðina. Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Yfirnáttúrulegar hrollvekjur þar sem andsetið fólk, draugar og djöflar hræða líftóruna úr bíógestum njóta síaukinna vinsælda í Hollywood. Margar slíkar myndir eru væntanlegar í bíó vestanhafs á næstu mánuðum og má þar nefna The Last Exorcism Part II, The Conjuring og endurgerðin Evil Dead. Fyrr á árinu komu út Dark Skies og Mama en sú síðarnefnda náði óvænt efsta sætinu yfir aðsóknarmestu myndirnar. Hún fjallar um konu sem neyðist ásamt manni sínum til að taka að sér tvær munaðarlausar frænkur sínar sem hafa búið einar og yfirgefnar í kofa úti í skógi. Góðar hrollvekjur ala á ótta áhorfenda við myrkrið og hið ókunna. Þær byggja upp spennu, láta þeim bregða og reyna almennt séð að draga þá út úr þægindahringnum. Ekki skemmir fyrir ef hryllingurinn er byggður á sannsögulegum atburðum. Hægt er að notast við gamaldags aðferðafræði til að ná réttu áhrifunum fram, þó svo að tæknibrellur fái oftast vænan sess í nútímahrollvekjum. Yfirleitt eru þetta ódýrar myndir á mælikvarða Hollywood og þar krossleggja menn fingur í þeirri von að úr verði ábatasöm hryllingsmyndasería sem getur lifað áfram um ókomin ár. Til að mynda eru miklar vonir bundnar við Mama og nú þegar er framhald hennar í undirbúningi. Dæmi um vel heppnaða seríu eru Paranormal Activity-myndirnar. Sú fyrsta kom út 2007 og fjallaði um fjölskyldu sem flytur í hús í úthverfi þar sem yfirskilvitlegir atburðir eiga sér stað. Hún kostaði aðeins fimmtán þúsund dollara en sló rækilega í gegn um heim allan. Tekjurnar í miðasölunni námu hátt í 200 milljónum dollara og að sjálfsögðu var strax ráðist í gerð framhaldsmynda. Sú fimmta í röðinni er einmitt væntanleg í bíó í haust. Hver framhaldsmyndanna um sig hefur kostað fimm milljónir dollara en tekjurnar hafa allar verið á bilinu 140 til 200 milljónir dollara á heimsvísu. Sannarlega mikil mjólkurkú, sem verður án efa mjólkuð áfram svo lengi sem áhorfendur láta sjá sig í bíó. Önnur vinsæl hrollvekjusería er The Grudge en þrjár slíkar myndir hafa verið framleiddar. Samanlagður kostnaður hingað til er 35 milljónir dollara en miðasölutekjurnar nema um 260 milljónum dollara. Þetta er meira en sjöfaldur hagnaður. Hvort Mama, The Conjuring, Evil Dead, The Last Exorcism, eða jafnvel Paranormal Activity halda áfram að hrella bíógesti um ókomin ár í hverri framhaldsmyndinni á fætur annarri á eftir að koma í ljós. Allt snýst þetta auðvitað um gæði myndanna og vilja áhorfenda til að láta „sömu“ myndirnar kalla fram gæsahúðina.
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist