68 sekúndur Eva Brá Önnudóttir og María Rut Kristinsdóttir skrifar 12. júní 2013 08:52 Í nýafstaðinni kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna til Alþingis var einn umræðuþáttur á RÚV tileinkaður velferðar- og menntamálum. Af rúmlega 87 mínútna löngum þætti töluðu fulltrúar allra flokka samanlagt í 13 mínútur og 40 sekúndur um menntamál, það gera 68 sekúndur á hvert framboð. Á 68 sekúndum getur maður svo sem sagt ýmislegt. Þulið upp uppskrift að súkkulaðiköku, farið með þrjár ferskeytlur og jafnvel náð að lesa kreditlistann í Borgen. Getur einhver komið með lausn á brottfalli í íslensku menntakerfi á 68 sekúndum? Hvergi í löndunum í kringum okkur þekkist jafn hátt brottfall og það sem er hér á landi, en hér er ástandið alvarlegt og viðvarandi. Yfir helmingur framhaldsskólanema á Íslandi lýkur ekki námi á tilsettum tíma. Þessi staðreynd er ekki einungis kostnaðarsöm fyrir samfélagið heldur einnig skýr vísbending um þörfina á að endurskoða menntakerfið í heild sinni.Er einhver tilbúinn að viðurkenna alvarleika fjársveltis menntakerfisins og þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér á 68 sekúndum? Niðurskurður á framhalds- og háskólastigi er löngu kominn yfir þolmörk og hefur bitnað alvarlega á gæðum náms, aðgengi nemenda að námi og jafnframt leitt af sér aukið álag á starfsfólk skólanna. Hér má minnast á eitt atriði, en það er óásættanlegt að skólar þurfi að reiða sig á fjáraukalög við gerð rekstraráætlana framhaldsskóla og lifa þannig við óstöðugt rekstrarumhverfi. Við verðum að tryggja öruggan rekstrargrundvöll skólanna og afmá þannig þá óvissu sem skólastjórnendur hafa þurft að sæta ár hvert. Óvissa í rekstri skóla þýðir einfaldlega óvissa um aðgengi nemenda að skólakerfinu. Það er löngu orðið tímabært að endurskoða reiknilíkön bæði framhalds- og háskólastigsins. Núverandi líkön eru stórgölluð og tryggja ekki að greitt sé með öllum nemendum og leiða til fjársveltis skólanna. Er hægt að halda því fram að 68 sekúndur dugi til að benda á og berjast fyrir því að kjör kennara verði bætt, náms- og starfsráðgjöf efld, tekið verði á bágri stöðu stráka innan menntakerfisins og iðn-, list- og tæknigreinum verði gert jafn hátt undir höfði og bóknámi? Þessar 68 sekúndur myndu hvergi nærri duga okkur til að klára lista yfir þau alvarlegu vandamál sem eru til staðar í menntakerfinu og ætti að vera löngu búið að bregðast við. Hífum upp orðræðuna um menntamál Nám, sama hvernig á það er litið, er fjárfesting. Hvort sem hún er fengin til baka í beinhörðum peningum sem skapast við atvinnu að námi loknu eða í persónulegum verðmætum. Öflugt og skilvirkt menntakerfi er grunnforsenda framþróunar í samfélaginu. Vísindi og rannsóknir stuðla að nýsköpun og auknum hagvexti. Þessa verðmætasköpun má ekki vanmeta. Það er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar átti sig á þessum staðreyndum og framkvæmi í samræmi við þær. Menntamál verða að fá mikilvægan sess í samfélagsumræðunni en til að það geti gerst þarf umræðuhefðin að breytast. Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi öflugs menntakerfis. Hífum málaflokkinn upp og tryggjum að menntamál standi jafnfætis öðrum málaflokkum. Menntamál eiga ekki að vera afgangsumræðuefni og því hvetjum við nýja ríkisstjórn að setja málaflokkinn í forgang og veita menntamálum verðskuldaðan tíma á komandi kjörtímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Í nýafstaðinni kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna til Alþingis var einn umræðuþáttur á RÚV tileinkaður velferðar- og menntamálum. Af rúmlega 87 mínútna löngum þætti töluðu fulltrúar allra flokka samanlagt í 13 mínútur og 40 sekúndur um menntamál, það gera 68 sekúndur á hvert framboð. Á 68 sekúndum getur maður svo sem sagt ýmislegt. Þulið upp uppskrift að súkkulaðiköku, farið með þrjár ferskeytlur og jafnvel náð að lesa kreditlistann í Borgen. Getur einhver komið með lausn á brottfalli í íslensku menntakerfi á 68 sekúndum? Hvergi í löndunum í kringum okkur þekkist jafn hátt brottfall og það sem er hér á landi, en hér er ástandið alvarlegt og viðvarandi. Yfir helmingur framhaldsskólanema á Íslandi lýkur ekki námi á tilsettum tíma. Þessi staðreynd er ekki einungis kostnaðarsöm fyrir samfélagið heldur einnig skýr vísbending um þörfina á að endurskoða menntakerfið í heild sinni.Er einhver tilbúinn að viðurkenna alvarleika fjársveltis menntakerfisins og þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér á 68 sekúndum? Niðurskurður á framhalds- og háskólastigi er löngu kominn yfir þolmörk og hefur bitnað alvarlega á gæðum náms, aðgengi nemenda að námi og jafnframt leitt af sér aukið álag á starfsfólk skólanna. Hér má minnast á eitt atriði, en það er óásættanlegt að skólar þurfi að reiða sig á fjáraukalög við gerð rekstraráætlana framhaldsskóla og lifa þannig við óstöðugt rekstrarumhverfi. Við verðum að tryggja öruggan rekstrargrundvöll skólanna og afmá þannig þá óvissu sem skólastjórnendur hafa þurft að sæta ár hvert. Óvissa í rekstri skóla þýðir einfaldlega óvissa um aðgengi nemenda að skólakerfinu. Það er löngu orðið tímabært að endurskoða reiknilíkön bæði framhalds- og háskólastigsins. Núverandi líkön eru stórgölluð og tryggja ekki að greitt sé með öllum nemendum og leiða til fjársveltis skólanna. Er hægt að halda því fram að 68 sekúndur dugi til að benda á og berjast fyrir því að kjör kennara verði bætt, náms- og starfsráðgjöf efld, tekið verði á bágri stöðu stráka innan menntakerfisins og iðn-, list- og tæknigreinum verði gert jafn hátt undir höfði og bóknámi? Þessar 68 sekúndur myndu hvergi nærri duga okkur til að klára lista yfir þau alvarlegu vandamál sem eru til staðar í menntakerfinu og ætti að vera löngu búið að bregðast við. Hífum upp orðræðuna um menntamál Nám, sama hvernig á það er litið, er fjárfesting. Hvort sem hún er fengin til baka í beinhörðum peningum sem skapast við atvinnu að námi loknu eða í persónulegum verðmætum. Öflugt og skilvirkt menntakerfi er grunnforsenda framþróunar í samfélaginu. Vísindi og rannsóknir stuðla að nýsköpun og auknum hagvexti. Þessa verðmætasköpun má ekki vanmeta. Það er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar átti sig á þessum staðreyndum og framkvæmi í samræmi við þær. Menntamál verða að fá mikilvægan sess í samfélagsumræðunni en til að það geti gerst þarf umræðuhefðin að breytast. Við hljótum öll að vera sammála um mikilvægi öflugs menntakerfis. Hífum málaflokkinn upp og tryggjum að menntamál standi jafnfætis öðrum málaflokkum. Menntamál eiga ekki að vera afgangsumræðuefni og því hvetjum við nýja ríkisstjórn að setja málaflokkinn í forgang og veita menntamálum verðskuldaðan tíma á komandi kjörtímabili.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun