Svo öllu sé til haga haldið Árni Þór Sigurðsson skrifar 12. júní 2013 08:52 Nú þegar nýkjörið þing kemur saman að loknum þingkosningum hefur nokkur umræða orðið um samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu og fyrirheit í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um að gera betur í þeim efnum en áður. Einkum er horft til ábyrgðar- og verkaskiptingar á Alþingi. Í umfjöllun fjölmiðla og einstakra stjórnmálamanna er því sérstaklega fagnað að núverandi ríkisstjórnarflokkar „hafi boðið“ stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum og varaformennsku í þremur nefndum. Hér gætir mikils misskilnings. Þingsköpum Alþingis var breytt vorið 2011. Þá var nefndum fækkað úr tólf í átta og sett inn ákvæði í þingsköp um að fjöldi nefndarsæta í fastanefndum þingsins, auk alþjóðanefnda, skyldi ráðast af hlutfallslegum þingstyrk hvers flokks og hið sama ætti við um formanns- og varaformannsembætti. Þannig er það einfaldlega réttur hvers flokks að fá hlutdeild í störfum þingsins í samræmi við þingstyrk hverju sinni. Um þessar breytingar varð einhugur milli stjórnmálaflokkanna. Í kjölfar þessara breytinga var kosið í nefndir á nýjan leik. Reiknað var út hver hlutdeild hvers flokks ætti að vera. Þannig var sætafjöldi hvers flokks ákveðinn í bæði fastanefndum og alþjóðanefndum. Þá var einnig ákveðin hlutdeild hvers flokks í formennskum og varaformennskum, bæði í fastanefndum og alþjóðanefndum. Hlutdeildin minni Enginn ágreiningur varð um þessa útreikninga. Samkvæmt þeim átti Sjálfstæðisflokkurinn rétt á formennsku í tveimur fastanefndum og tveimur alþjóðanefndum og Framsóknarflokkurinn átti rétt á formennsku í einni fastanefnd og einni alþjóðanefnd. Þáverandi stjórnarflokkar, Samfylking og Vinstri græn, voru samþykkir þessari niðurstöðu. Þegar á hólminn var komið ákváðu núverandi ríkisstjórnarflokkar að nýta ekki þennan rétt sinn og því kom það í hlut þáverandi stjórnarflokka að axla þessa ábyrgð á störfum þingsins sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hlupust undan, að segja má í gamaldags átakastjórnmálastíl. Núverandi stjórnarandstöðuflokkar voru einhuga um að nýta rétt sinn skv. þingsköpum nú við upphaf nýs þings. Niðurstaðan er þó sú að hlutdeild þeirra verður minni en réttur þeirra segir til um og helgast það af því að núverandi stjórnarflokkar voru ekki reiðubúnir að fara að fullu eftir þingsköpum. Miðað við sömu aðferðafræði og notast var við 2011, ættu núverandi stjórnarflokkar að fá formennsku í fimm nefndum (fá sex) og sömuleiðis í fimm alþjóðanefndum (fá allar átta). Það er miður að þingræðið fái ekki að njóta sín eins og breytingunum á þingsköpum 2011 var ætlað. Svo öllu sé til haga haldið þá er það svo að samstarfs- og samvinnuviljinn á síðasta kjörtímabili hvað þetta varðar var meiri hjá þáverandi stjórnarflokkum en reyndin er nú með nýrri ríkisstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar nýkjörið þing kemur saman að loknum þingkosningum hefur nokkur umræða orðið um samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu og fyrirheit í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um að gera betur í þeim efnum en áður. Einkum er horft til ábyrgðar- og verkaskiptingar á Alþingi. Í umfjöllun fjölmiðla og einstakra stjórnmálamanna er því sérstaklega fagnað að núverandi ríkisstjórnarflokkar „hafi boðið“ stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum og varaformennsku í þremur nefndum. Hér gætir mikils misskilnings. Þingsköpum Alþingis var breytt vorið 2011. Þá var nefndum fækkað úr tólf í átta og sett inn ákvæði í þingsköp um að fjöldi nefndarsæta í fastanefndum þingsins, auk alþjóðanefnda, skyldi ráðast af hlutfallslegum þingstyrk hvers flokks og hið sama ætti við um formanns- og varaformannsembætti. Þannig er það einfaldlega réttur hvers flokks að fá hlutdeild í störfum þingsins í samræmi við þingstyrk hverju sinni. Um þessar breytingar varð einhugur milli stjórnmálaflokkanna. Í kjölfar þessara breytinga var kosið í nefndir á nýjan leik. Reiknað var út hver hlutdeild hvers flokks ætti að vera. Þannig var sætafjöldi hvers flokks ákveðinn í bæði fastanefndum og alþjóðanefndum. Þá var einnig ákveðin hlutdeild hvers flokks í formennskum og varaformennskum, bæði í fastanefndum og alþjóðanefndum. Hlutdeildin minni Enginn ágreiningur varð um þessa útreikninga. Samkvæmt þeim átti Sjálfstæðisflokkurinn rétt á formennsku í tveimur fastanefndum og tveimur alþjóðanefndum og Framsóknarflokkurinn átti rétt á formennsku í einni fastanefnd og einni alþjóðanefnd. Þáverandi stjórnarflokkar, Samfylking og Vinstri græn, voru samþykkir þessari niðurstöðu. Þegar á hólminn var komið ákváðu núverandi ríkisstjórnarflokkar að nýta ekki þennan rétt sinn og því kom það í hlut þáverandi stjórnarflokka að axla þessa ábyrgð á störfum þingsins sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hlupust undan, að segja má í gamaldags átakastjórnmálastíl. Núverandi stjórnarandstöðuflokkar voru einhuga um að nýta rétt sinn skv. þingsköpum nú við upphaf nýs þings. Niðurstaðan er þó sú að hlutdeild þeirra verður minni en réttur þeirra segir til um og helgast það af því að núverandi stjórnarflokkar voru ekki reiðubúnir að fara að fullu eftir þingsköpum. Miðað við sömu aðferðafræði og notast var við 2011, ættu núverandi stjórnarflokkar að fá formennsku í fimm nefndum (fá sex) og sömuleiðis í fimm alþjóðanefndum (fá allar átta). Það er miður að þingræðið fái ekki að njóta sín eins og breytingunum á þingsköpum 2011 var ætlað. Svo öllu sé til haga haldið þá er það svo að samstarfs- og samvinnuviljinn á síðasta kjörtímabili hvað þetta varðar var meiri hjá þáverandi stjórnarflokkum en reyndin er nú með nýrri ríkisstjórn.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun