Höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu Örlygur Hnefill Örlygsson skrifar 12. júní 2013 08:52 Árið 1995 var byrjað að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir frá Húsavík. Það sumar komu um tvö þúsund ferðamenn til landsins til að fara í hvalaskoðun frá Húsavík. Hraður vöxtur varð á næstu árum og er fjöldi ferðamanna sem koma til Húsavíkur í hvalaskoðun nú hátt í 70 þúsund á ári hverju. Hartnær 20 árum eftir að farið var af stað með einn bát starfa hér á Húsavík þrjú öflug hvalaskoðunarfyrirtæki sem gera út 14 hvalaskoðunarbáta. Hvalaskoðun kom okkar litla bæ vel á kortið. Húsavík er ekki lengur stutt stopp á leiðinni að Ásbyrgi, heldur alvöru áfangastaður fyrir ferðafólk og einn af þeim vinsælli á Íslandi í dag. Stærstan þátt í þeirri breytingu eigum við að þakka uppbyggingu í hvalaskoðun og opnun Hvalasafnsins á Húsavík.Einstakt safn á Íslandi Hvalasafnið á Húsavík er hið eina sinnar tegundar hér á landi og eitt af fáum slíkum söfnum í heiminum. Safnið er alhliða fræðslu- og upplýsingamiðstöð um hvali og hvalamenningu. Í safninu er að finna beinagrindur af átta tegundum hvala auk fróðleiks um sögu og líffræði hvala, bæði við strendur Íslands og einnig víðar um heim. Safnið hefur frá því það var stofnað árið 1997 hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir starf sitt. Þá starfar safnið náið með Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Húsavík sem staðsett er við hlið safnsins. Þar stunda innlendir og erlendir fræðimenn og nemar rannsóknir á hvölum og öðrum sjávarspendýrum. Ég hef sem formaður stjórnar Húsavíkurstofu fengið að kynnast vel því öfluga starfi sem unnið er í Hvalasafninu í samvinnu við Háskóla Íslands. Í sumar skapar hvalamenning hér á Húsavík alls 143 störf í bænum. Eru þá aðeins taldir þeir sem vinna hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum, hvalasafninu og við rannsóknarsetrið. Þar að auki verða til afleidd störf sem skipta mörgum tugum vegna gistingar, verslana og veitingastaða sem þjónusta það fólk sem hingað kemur í hvalaskoðun.Hvalahagkerfið á Húsavík Ég þori að fullyrða að ekkert samfélag í heiminum byggir afkomu sína að jafn stórum hluta á hvalamenningu og raunin er hér á Húsavík. Undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að því að efla þetta starf yfir vetrartímann, enda hefur vetrarferðamönnum hér fjölgað jafnt og þétt síðastliðin tíu ár. Ég vona að hvalasafnið fái tækifæri til að vaxa og dafna um ókomin ár, sem höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Árið 1995 var byrjað að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir frá Húsavík. Það sumar komu um tvö þúsund ferðamenn til landsins til að fara í hvalaskoðun frá Húsavík. Hraður vöxtur varð á næstu árum og er fjöldi ferðamanna sem koma til Húsavíkur í hvalaskoðun nú hátt í 70 þúsund á ári hverju. Hartnær 20 árum eftir að farið var af stað með einn bát starfa hér á Húsavík þrjú öflug hvalaskoðunarfyrirtæki sem gera út 14 hvalaskoðunarbáta. Hvalaskoðun kom okkar litla bæ vel á kortið. Húsavík er ekki lengur stutt stopp á leiðinni að Ásbyrgi, heldur alvöru áfangastaður fyrir ferðafólk og einn af þeim vinsælli á Íslandi í dag. Stærstan þátt í þeirri breytingu eigum við að þakka uppbyggingu í hvalaskoðun og opnun Hvalasafnsins á Húsavík.Einstakt safn á Íslandi Hvalasafnið á Húsavík er hið eina sinnar tegundar hér á landi og eitt af fáum slíkum söfnum í heiminum. Safnið er alhliða fræðslu- og upplýsingamiðstöð um hvali og hvalamenningu. Í safninu er að finna beinagrindur af átta tegundum hvala auk fróðleiks um sögu og líffræði hvala, bæði við strendur Íslands og einnig víðar um heim. Safnið hefur frá því það var stofnað árið 1997 hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir starf sitt. Þá starfar safnið náið með Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Húsavík sem staðsett er við hlið safnsins. Þar stunda innlendir og erlendir fræðimenn og nemar rannsóknir á hvölum og öðrum sjávarspendýrum. Ég hef sem formaður stjórnar Húsavíkurstofu fengið að kynnast vel því öfluga starfi sem unnið er í Hvalasafninu í samvinnu við Háskóla Íslands. Í sumar skapar hvalamenning hér á Húsavík alls 143 störf í bænum. Eru þá aðeins taldir þeir sem vinna hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum, hvalasafninu og við rannsóknarsetrið. Þar að auki verða til afleidd störf sem skipta mörgum tugum vegna gistingar, verslana og veitingastaða sem þjónusta það fólk sem hingað kemur í hvalaskoðun.Hvalahagkerfið á Húsavík Ég þori að fullyrða að ekkert samfélag í heiminum byggir afkomu sína að jafn stórum hluta á hvalamenningu og raunin er hér á Húsavík. Undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að því að efla þetta starf yfir vetrartímann, enda hefur vetrarferðamönnum hér fjölgað jafnt og þétt síðastliðin tíu ár. Ég vona að hvalasafnið fái tækifæri til að vaxa og dafna um ókomin ár, sem höfuðsafn hvalamenningar í Evrópu.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar