Viðskipti innlent

Sigurvegarinn með 874% ávöxtun í Ávöxtunarleiknum

Jóhannes Stefánsson skrifar
Ávöxtunarleikurinn var hringdur út í Kauphöllinni.
Ávöxtunarleikurinn var hringdur út í Kauphöllinni. Mynd/ Anton Brink

Úrslit Ávöxtunarleiks Vísis og Keldunnar hafa verið kunngjörð en sigurvegari leiksins er Stefán Jónsson, viðskiptafræðingur í fjárstýringu Eimskipa. Honum tókst að ávaxta fé sitt um 874% sem er tæplega tvöfalt meira en næsti maður fyrir neðan.

Stefán hlýtur í verðlaun ferð til New York þar sem honum gefst kostur á að heimsækja NASDAQ MarketSite, sem og 200 þúsund krónur úr sjóðum VÍB. Í liðakeppni vann liðið 1. Veldið, sem samanstendur af Jónínu Olsen og Óla Þór Ásgeirssyni, en þau eru mæðgin. Sigurvegari fyrir aprílmánuð var Aðalheiður Ingadóttir og fyrir marsmánuð Ólafur Haukur Magnússon.

Helgi Þór Logason, framkvæmdastjóri Keldunnar, segist ánægður með keppnina: „Við óskum Stefáni og liðinu 1. Veldinu innilega til hamingju með sigurinn, sem og einnig öðrum hástökkvurum í Ávöxtunarleiknum. Við settum okkur það markmið að vekja áhuga landsmanna á heimi fjármála með fræðandi og jákvæðum hætti.  Við erum mjög ánægð með árangurinn af þessu verkefni, en tæplega 7000 manns tóku þátt í leiknum og 60 lið. Tæplega 234.000 viðskipti voru framkvæmd að heildarupphæð rúmlega 381.570 milljarða króna. Við þökkum öllum spilurum kærlega fyrir þátttökuna.”

Í tilkynningu Keldunnar kemur fram að af þeim fjárfestingarkostum sem stóðu til boða voru mest viðskipti með hlutabréf og þar helst með hlutabréf Icelandair Group, Haga og Marel. Af skulduabréfum voru mest viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs (HFF150914) og evrur og dollarar voru þeir gjaldmiðlar sem mest viðskipti voru með.

Mæðginin Jónína Olsen og Óli Þór Ásgeirsson, sigurvegarar liðakeppni, Stefán Jónsson sigurvegari Ávöxtunarleiksins og Ólafur Haukur Magnússon, sem var efstur í mars.

Tengdar fréttir

Sá besti hefur ávaxtað eignir sínar um 8,78 prósent

Sá sem bestum árangri hefur náð í Ávöxtunarleiknum, frá að hann hófst 1. október sl., hefur náð að ávaxta spilapeninga sína um 8,86 prósent. Það verður að teljast góð ávöxtun á einungis rúmlega þremur vikum, ekki síst þar sem reglur leiksins segja til um að dreifing eigna verði að góð, þ.e. í hlutabréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og sjóðum.

Alls 27.723 viðskipti í Ávöxtunarleiknum

Alls eru 3.156 skráðir til leiks í Ávöxtunarleik Keldunnar. Þeir hafa átt 27.723 viðskipti. Hlutabréfin virðast heilla spilara en mest hefur verið skipt með bréf í Össuri (OSSRu).

Mynd af sigurvegaranum á turninum í New York

Bjarni Kolbeinsson, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands, fékk á föstudaginn afhent verðlaun fyrir að ná bestri ávöxtun í Ávöxtunarleiknum í október, en hann fékk nýjan i pad að launum frá epli.is. Af því tilefni var mynd af honum varpað upp á turninn svokallað í New York, þar sem helstu tíðindi af markaði Nasdaq birtast.

Fjármálaólæsi þjóðar

Kallað er eftir því að skólar leggi meiri áherslu á kennslu í fjármálalæsi. Sú krafa er eðlileg enda var Íslendingum gefin einkunnin 4,3 í fjármálalæsi í rannsókn Háskólans í Reykjavík 2009.

Sá besti með tæplega 60 prósent ávöxtun

Sá sem bestum árangri hefur náð í Ávöxtunarleiknum hefur náð að ávaxta spilapeninga sína um 59,6 prósent, en sá sem er í öðru sæti hefur náð að ávaxta spilapeninga sína um 41,86 prósent.

Yfir þúsund búnir að skrá sig í Ávöxtunarleikinn

Þrátt fyrir Ávöxtunarleikurinn hafi formlega verið settur af stað klukkan 10:00 í morgun, þ.e. fyrir ríflega fimm klukkutímum, þá hafa meira en þúsund spilarar skráð sig til leiks og framkvæmt 5.762 viðskipti, eða á um fjögurra sekúndna fresti á meðan leikurinn hefur verið í loftinu.

2.600 spilarar í Ávöxtunarleiknum - Össur vinsælasta fjárfestingin

Samtals hafa 2.633 skráð sig til leiks í Ávöxtunarleiknum á fyrstu þremur dögum leiksins, en hann var formlega settur af stað, með bjölluhringingu í Nasdaq Kauphöll Íslands, á mánudaginn. Þeir sem hafa náð bestum árangri í leiknum hafa náð að ávaxta Keldukrónur sínar um 1,5 til 2,5 prósent, eða á bilinu 150 til 250 þúsund krónur.

Yfir 700 viðskipti með Eimskip í Ávöxtunarleiknum

Samtals áttu þátttakendur í Ávöxtunarleiknum, sem nú eru orðnir ríflega 5.500 talsins, 724 viðskipti með bréf Eimskipafélagsins á fyrsta degi á markaði sl. föstudag, en á hinum raunverulega markaði voru viðskiptin 82.

Guðjón náði bestri ávöxtun - Birtist á turninum í New York

Guðjón Guðjónsson náði bestri ávöxtun allra í Ávöxtunarleiknum í desember í fyrra, og tók við verðlaunum vegna þess í Kauphöll Íslands í dag. Hann fékk að launum i pad Mini frá Epli.is, umboðsaðila Apple á Íslandi.

Náði bestum árangri í janúar í Ávöxtunarleiknum

Stefán Jónsson ávaxtaði eignasafn sitt í Ávöxtunarleiknum best allra í janúar og fékk að launum i pad frá epli.is. Stefán ávaxtaði eignasafn sitt í spilapeningum um ríflega 75 prósent, en miklar hækkanir á hlutabréfum einkenndu íslenska markaðinn í mánuðinum.

Hástökkvari mánaðarins fær i pad mini

Hástökkvari mánaðarins í október í Ávöxtunarleiknum fær nýjan i pad (i pad mini) að launum frá epli.is. Verðlaunin verða afhent 2. nóvember, þ.e. n.k. föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×