Af hverju stofnum við ekki Ofbeldisvarnaráð? Stefán Ingi Stefánsson og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi skrifa 7. mars 2013 06:00 Ofbeldi í sínum fjölmörgu birtingarmyndum er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi: Kynferðislegt ofbeldi, einelti, vanræksla og heimilisofbeldi. Í áranna rás hafa stjórnvöld álitið ýmsar ógnir nógu alvarlegar til að berjast markvisst gegn þeim. Lagður hefur verið tími, orka og fé í að koma í veg fyrir að börn og fullorðnir verði þeim að bráð, enda sé það samfélagslega mikilvægt og skili sér margfalt til baka. Þannig er sem dæmi starfræktur Lýðheilsusjóður sem vinnur markvisst að forvörnum. Inn í hann runnu meðal annars Tóbaksvarnaráð og Áfengis- og vímuvarnaráð. Dæmin sýna að með forvörnum er sannarlega hægt að hafa áhrif á hegðun fólks. Við vitum að vel er hægt að breyta viðteknum viðmiðum í samfélaginu og á sama tíma vitum við að ofbeldi er gríðarleg ógn. Er þá svo fjarlægt að hugsa sér að koma á fót Ofbeldisvarnaráði í einhverri mynd?Ofbeldi og áhrif þess Stofnun Ofbeldisvarnaráðs er ein af sextán tillögum í viðamikilli skýrslu UNICEF á Íslandi sem út kom í morgun. Skýrslan ber heitið Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, og hana má nálgast á heimasíðunni www.unicef.is. Í skýrslunni er að finna sláandi tölfræði um ofbeldi gegn börnum hér á landi. UNICEF fékk gögn greind sem þegar lágu fyrir hjá Rannsóknum og greiningu, Stígamótum, Skólapúlsinum og Barnahúsi. Of yfirgripsmikið er að rekja niðurstöðurnar í heild en meðal þess sem í ljós kemur er að nær helmingi stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi finnst framtíðin oft eða nær alltaf vera vonlaus, og tæplega 70% stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu fullorðinna eru oft eða nær alltaf einmana. Eins má nefna að skv. tölum frá Rannsóknum og greiningu frá í fyrra sögðust 5,1% stúlkna og 2,1% drengja í 9. og 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu jafnaldra. Í skýrslunni er sömuleiðis að finna kortlagningu á tengslum ofbeldismanns við brotaþola og hvar kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á sér helst stað. Þetta er breytilegt miðað við aldur. Ætla má að heimilisofbeldi sé algengara hér á landi en almennt er gert ráð fyrir. Tengsl heimilisofbeldis við vanlíðan og áhættuhegðun barna eru sláandi og má sem dæmi nefna að 6,6 sinnum líklegra er að stúlkur sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi hafi neytt kannabisefna en stúlkur sem ekki hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Vanræksla er ólík öðrum tegundum ofbeldis að því leyti að um er að ræða athafnaleysi sem leiðir til skaða eða er líklegt til að skaða barnið. Þrátt fyrir að á hverju ári berist talsvert fleiri tilkynningar til barnaverndarnefnda hér á landi um vanrækslu en annað ofbeldi hefur minna verið fjallað um vanrækslu í almennri umræðu. Loks má nefna enn aðra tegund andlegs og líkamlegs ofbeldis: einelti. Þegar gögn sem Skólapúlsinn hefur safnað saman voru greind fyrir UNICEF kom meðal annars í ljós að rúm 40% þeirra barna sem verða fyrir miklu einelti sýna sterk einkenni vanlíðanar og kvíða. Þegar allt er samantekið sýna gögnin í skýrslu UNICEF að skýr tengsl eru á milli andlegrar vanlíðanar barna og þess að hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er grafalvarlegt mál og kallar á skýr viðbrögð samfélagsins.Reglulegar mælingar Á meðal tillaga í skýrslunni er að reglulega verði framkvæmdar mælingar á umfangi og eðli ofbeldis gegn börnum. Enn fremur að þeim gögnum sem þegar eru til verði safnað saman og þau greind með skipulögðum hætti. Þetta er nauðsynlegt til að bæta stefnumótun í málaflokknum og skilja betur eðli vandans. Áður en vinnan við skýrsluna hófst höfðu gögnin frá Barnahúsi sem dæmi aldrei verið greind með þeim hætti sem nú er gert – sökum fjárskorts. Tillögurnar í skýrslunni eru afurð samstarfs við fjölmarga fagaðila og sérstakan sérfræðihóp barna. Við erum öllu þessu fólki hjartanlega þakklát fyrir ómetanlegt framlag sitt.Næstu skref UNICEF á Íslandi fagnar þeim jákvæðu skrefum sem stjórnvöld hér á landi hafa þegar tekið, m.a. með vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og skipan verkefnastjórnar í eineltismálum. Um leið hvetjum við stjórnvöld til að taka næstu skref: líta á ofbeldi í víðu samhengi, festa forvarnir í sessi og færa þær frá því að vera átaksverkefni yfir í að vera hluti af öflugri baráttu til frambúðar. Tillögur UNICEF á Íslandi rötuðu nýlega inn í ályktanir stjórnmálaflokka á landsfundum. Þannig ályktaði Samfylkingin að koma skyldi á fót Ofbeldisvarnaráði og Vinstri græn fögnuðu tillögum um aðgerðir gegn ofbeldi, þ.á m. um stofnun umrædds ráðs. Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um mikilvægi þess að „sporna gegn hvers kyns ofbeldi“ og að forvarnir og rannsóknir skiptu þar miklu máli. Getan til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum er sannarlega til staðar hér á landi. Helsta hindrunin í málaflokknum hingað til hefur verið skortur á pólitískum vilja og fjármagni. Við hjá UNICEF á Íslandi fögnum auknum pólitískum áhuga og vonum innilega að honum fylgi nauðsynleg framkvæmd. Samkvæmt umferðaröryggisáætlun stefna stjórnvöld að 46% fækkun banaslysa og annarra alvarlegra slysa í umferðinni fram til ársins 2022. Þetta á m.a. að nást með miðlun upplýsinga, fræðslu og þátttöku vegfarenda um varnir gegn þessari vá – sem sé forvörnum. Undirmarkmið áætlunarinnar er að útrýma endanlega banaslysum og alvarlegum slysum á börnum. Þetta er frábært. Væri ekki lag að gera það sama varðandi ofbeldi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi í sínum fjölmörgu birtingarmyndum er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi: Kynferðislegt ofbeldi, einelti, vanræksla og heimilisofbeldi. Í áranna rás hafa stjórnvöld álitið ýmsar ógnir nógu alvarlegar til að berjast markvisst gegn þeim. Lagður hefur verið tími, orka og fé í að koma í veg fyrir að börn og fullorðnir verði þeim að bráð, enda sé það samfélagslega mikilvægt og skili sér margfalt til baka. Þannig er sem dæmi starfræktur Lýðheilsusjóður sem vinnur markvisst að forvörnum. Inn í hann runnu meðal annars Tóbaksvarnaráð og Áfengis- og vímuvarnaráð. Dæmin sýna að með forvörnum er sannarlega hægt að hafa áhrif á hegðun fólks. Við vitum að vel er hægt að breyta viðteknum viðmiðum í samfélaginu og á sama tíma vitum við að ofbeldi er gríðarleg ógn. Er þá svo fjarlægt að hugsa sér að koma á fót Ofbeldisvarnaráði í einhverri mynd?Ofbeldi og áhrif þess Stofnun Ofbeldisvarnaráðs er ein af sextán tillögum í viðamikilli skýrslu UNICEF á Íslandi sem út kom í morgun. Skýrslan ber heitið Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, og hana má nálgast á heimasíðunni www.unicef.is. Í skýrslunni er að finna sláandi tölfræði um ofbeldi gegn börnum hér á landi. UNICEF fékk gögn greind sem þegar lágu fyrir hjá Rannsóknum og greiningu, Stígamótum, Skólapúlsinum og Barnahúsi. Of yfirgripsmikið er að rekja niðurstöðurnar í heild en meðal þess sem í ljós kemur er að nær helmingi stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi finnst framtíðin oft eða nær alltaf vera vonlaus, og tæplega 70% stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu fullorðinna eru oft eða nær alltaf einmana. Eins má nefna að skv. tölum frá Rannsóknum og greiningu frá í fyrra sögðust 5,1% stúlkna og 2,1% drengja í 9. og 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu jafnaldra. Í skýrslunni er sömuleiðis að finna kortlagningu á tengslum ofbeldismanns við brotaþola og hvar kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á sér helst stað. Þetta er breytilegt miðað við aldur. Ætla má að heimilisofbeldi sé algengara hér á landi en almennt er gert ráð fyrir. Tengsl heimilisofbeldis við vanlíðan og áhættuhegðun barna eru sláandi og má sem dæmi nefna að 6,6 sinnum líklegra er að stúlkur sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi hafi neytt kannabisefna en stúlkur sem ekki hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Vanræksla er ólík öðrum tegundum ofbeldis að því leyti að um er að ræða athafnaleysi sem leiðir til skaða eða er líklegt til að skaða barnið. Þrátt fyrir að á hverju ári berist talsvert fleiri tilkynningar til barnaverndarnefnda hér á landi um vanrækslu en annað ofbeldi hefur minna verið fjallað um vanrækslu í almennri umræðu. Loks má nefna enn aðra tegund andlegs og líkamlegs ofbeldis: einelti. Þegar gögn sem Skólapúlsinn hefur safnað saman voru greind fyrir UNICEF kom meðal annars í ljós að rúm 40% þeirra barna sem verða fyrir miklu einelti sýna sterk einkenni vanlíðanar og kvíða. Þegar allt er samantekið sýna gögnin í skýrslu UNICEF að skýr tengsl eru á milli andlegrar vanlíðanar barna og þess að hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er grafalvarlegt mál og kallar á skýr viðbrögð samfélagsins.Reglulegar mælingar Á meðal tillaga í skýrslunni er að reglulega verði framkvæmdar mælingar á umfangi og eðli ofbeldis gegn börnum. Enn fremur að þeim gögnum sem þegar eru til verði safnað saman og þau greind með skipulögðum hætti. Þetta er nauðsynlegt til að bæta stefnumótun í málaflokknum og skilja betur eðli vandans. Áður en vinnan við skýrsluna hófst höfðu gögnin frá Barnahúsi sem dæmi aldrei verið greind með þeim hætti sem nú er gert – sökum fjárskorts. Tillögurnar í skýrslunni eru afurð samstarfs við fjölmarga fagaðila og sérstakan sérfræðihóp barna. Við erum öllu þessu fólki hjartanlega þakklát fyrir ómetanlegt framlag sitt.Næstu skref UNICEF á Íslandi fagnar þeim jákvæðu skrefum sem stjórnvöld hér á landi hafa þegar tekið, m.a. með vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og skipan verkefnastjórnar í eineltismálum. Um leið hvetjum við stjórnvöld til að taka næstu skref: líta á ofbeldi í víðu samhengi, festa forvarnir í sessi og færa þær frá því að vera átaksverkefni yfir í að vera hluti af öflugri baráttu til frambúðar. Tillögur UNICEF á Íslandi rötuðu nýlega inn í ályktanir stjórnmálaflokka á landsfundum. Þannig ályktaði Samfylkingin að koma skyldi á fót Ofbeldisvarnaráði og Vinstri græn fögnuðu tillögum um aðgerðir gegn ofbeldi, þ.á m. um stofnun umrædds ráðs. Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um mikilvægi þess að „sporna gegn hvers kyns ofbeldi“ og að forvarnir og rannsóknir skiptu þar miklu máli. Getan til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum er sannarlega til staðar hér á landi. Helsta hindrunin í málaflokknum hingað til hefur verið skortur á pólitískum vilja og fjármagni. Við hjá UNICEF á Íslandi fögnum auknum pólitískum áhuga og vonum innilega að honum fylgi nauðsynleg framkvæmd. Samkvæmt umferðaröryggisáætlun stefna stjórnvöld að 46% fækkun banaslysa og annarra alvarlegra slysa í umferðinni fram til ársins 2022. Þetta á m.a. að nást með miðlun upplýsinga, fræðslu og þátttöku vegfarenda um varnir gegn þessari vá – sem sé forvörnum. Undirmarkmið áætlunarinnar er að útrýma endanlega banaslysum og alvarlegum slysum á börnum. Þetta er frábært. Væri ekki lag að gera það sama varðandi ofbeldi?
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun