Af hverju stofnum við ekki Ofbeldisvarnaráð? Stefán Ingi Stefánsson og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi skrifa 7. mars 2013 06:00 Ofbeldi í sínum fjölmörgu birtingarmyndum er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi: Kynferðislegt ofbeldi, einelti, vanræksla og heimilisofbeldi. Í áranna rás hafa stjórnvöld álitið ýmsar ógnir nógu alvarlegar til að berjast markvisst gegn þeim. Lagður hefur verið tími, orka og fé í að koma í veg fyrir að börn og fullorðnir verði þeim að bráð, enda sé það samfélagslega mikilvægt og skili sér margfalt til baka. Þannig er sem dæmi starfræktur Lýðheilsusjóður sem vinnur markvisst að forvörnum. Inn í hann runnu meðal annars Tóbaksvarnaráð og Áfengis- og vímuvarnaráð. Dæmin sýna að með forvörnum er sannarlega hægt að hafa áhrif á hegðun fólks. Við vitum að vel er hægt að breyta viðteknum viðmiðum í samfélaginu og á sama tíma vitum við að ofbeldi er gríðarleg ógn. Er þá svo fjarlægt að hugsa sér að koma á fót Ofbeldisvarnaráði í einhverri mynd?Ofbeldi og áhrif þess Stofnun Ofbeldisvarnaráðs er ein af sextán tillögum í viðamikilli skýrslu UNICEF á Íslandi sem út kom í morgun. Skýrslan ber heitið Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, og hana má nálgast á heimasíðunni www.unicef.is. Í skýrslunni er að finna sláandi tölfræði um ofbeldi gegn börnum hér á landi. UNICEF fékk gögn greind sem þegar lágu fyrir hjá Rannsóknum og greiningu, Stígamótum, Skólapúlsinum og Barnahúsi. Of yfirgripsmikið er að rekja niðurstöðurnar í heild en meðal þess sem í ljós kemur er að nær helmingi stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi finnst framtíðin oft eða nær alltaf vera vonlaus, og tæplega 70% stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu fullorðinna eru oft eða nær alltaf einmana. Eins má nefna að skv. tölum frá Rannsóknum og greiningu frá í fyrra sögðust 5,1% stúlkna og 2,1% drengja í 9. og 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu jafnaldra. Í skýrslunni er sömuleiðis að finna kortlagningu á tengslum ofbeldismanns við brotaþola og hvar kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á sér helst stað. Þetta er breytilegt miðað við aldur. Ætla má að heimilisofbeldi sé algengara hér á landi en almennt er gert ráð fyrir. Tengsl heimilisofbeldis við vanlíðan og áhættuhegðun barna eru sláandi og má sem dæmi nefna að 6,6 sinnum líklegra er að stúlkur sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi hafi neytt kannabisefna en stúlkur sem ekki hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Vanræksla er ólík öðrum tegundum ofbeldis að því leyti að um er að ræða athafnaleysi sem leiðir til skaða eða er líklegt til að skaða barnið. Þrátt fyrir að á hverju ári berist talsvert fleiri tilkynningar til barnaverndarnefnda hér á landi um vanrækslu en annað ofbeldi hefur minna verið fjallað um vanrækslu í almennri umræðu. Loks má nefna enn aðra tegund andlegs og líkamlegs ofbeldis: einelti. Þegar gögn sem Skólapúlsinn hefur safnað saman voru greind fyrir UNICEF kom meðal annars í ljós að rúm 40% þeirra barna sem verða fyrir miklu einelti sýna sterk einkenni vanlíðanar og kvíða. Þegar allt er samantekið sýna gögnin í skýrslu UNICEF að skýr tengsl eru á milli andlegrar vanlíðanar barna og þess að hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er grafalvarlegt mál og kallar á skýr viðbrögð samfélagsins.Reglulegar mælingar Á meðal tillaga í skýrslunni er að reglulega verði framkvæmdar mælingar á umfangi og eðli ofbeldis gegn börnum. Enn fremur að þeim gögnum sem þegar eru til verði safnað saman og þau greind með skipulögðum hætti. Þetta er nauðsynlegt til að bæta stefnumótun í málaflokknum og skilja betur eðli vandans. Áður en vinnan við skýrsluna hófst höfðu gögnin frá Barnahúsi sem dæmi aldrei verið greind með þeim hætti sem nú er gert – sökum fjárskorts. Tillögurnar í skýrslunni eru afurð samstarfs við fjölmarga fagaðila og sérstakan sérfræðihóp barna. Við erum öllu þessu fólki hjartanlega þakklát fyrir ómetanlegt framlag sitt.Næstu skref UNICEF á Íslandi fagnar þeim jákvæðu skrefum sem stjórnvöld hér á landi hafa þegar tekið, m.a. með vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og skipan verkefnastjórnar í eineltismálum. Um leið hvetjum við stjórnvöld til að taka næstu skref: líta á ofbeldi í víðu samhengi, festa forvarnir í sessi og færa þær frá því að vera átaksverkefni yfir í að vera hluti af öflugri baráttu til frambúðar. Tillögur UNICEF á Íslandi rötuðu nýlega inn í ályktanir stjórnmálaflokka á landsfundum. Þannig ályktaði Samfylkingin að koma skyldi á fót Ofbeldisvarnaráði og Vinstri græn fögnuðu tillögum um aðgerðir gegn ofbeldi, þ.á m. um stofnun umrædds ráðs. Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um mikilvægi þess að „sporna gegn hvers kyns ofbeldi“ og að forvarnir og rannsóknir skiptu þar miklu máli. Getan til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum er sannarlega til staðar hér á landi. Helsta hindrunin í málaflokknum hingað til hefur verið skortur á pólitískum vilja og fjármagni. Við hjá UNICEF á Íslandi fögnum auknum pólitískum áhuga og vonum innilega að honum fylgi nauðsynleg framkvæmd. Samkvæmt umferðaröryggisáætlun stefna stjórnvöld að 46% fækkun banaslysa og annarra alvarlegra slysa í umferðinni fram til ársins 2022. Þetta á m.a. að nást með miðlun upplýsinga, fræðslu og þátttöku vegfarenda um varnir gegn þessari vá – sem sé forvörnum. Undirmarkmið áætlunarinnar er að útrýma endanlega banaslysum og alvarlegum slysum á börnum. Þetta er frábært. Væri ekki lag að gera það sama varðandi ofbeldi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi í sínum fjölmörgu birtingarmyndum er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi: Kynferðislegt ofbeldi, einelti, vanræksla og heimilisofbeldi. Í áranna rás hafa stjórnvöld álitið ýmsar ógnir nógu alvarlegar til að berjast markvisst gegn þeim. Lagður hefur verið tími, orka og fé í að koma í veg fyrir að börn og fullorðnir verði þeim að bráð, enda sé það samfélagslega mikilvægt og skili sér margfalt til baka. Þannig er sem dæmi starfræktur Lýðheilsusjóður sem vinnur markvisst að forvörnum. Inn í hann runnu meðal annars Tóbaksvarnaráð og Áfengis- og vímuvarnaráð. Dæmin sýna að með forvörnum er sannarlega hægt að hafa áhrif á hegðun fólks. Við vitum að vel er hægt að breyta viðteknum viðmiðum í samfélaginu og á sama tíma vitum við að ofbeldi er gríðarleg ógn. Er þá svo fjarlægt að hugsa sér að koma á fót Ofbeldisvarnaráði í einhverri mynd?Ofbeldi og áhrif þess Stofnun Ofbeldisvarnaráðs er ein af sextán tillögum í viðamikilli skýrslu UNICEF á Íslandi sem út kom í morgun. Skýrslan ber heitið Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, og hana má nálgast á heimasíðunni www.unicef.is. Í skýrslunni er að finna sláandi tölfræði um ofbeldi gegn börnum hér á landi. UNICEF fékk gögn greind sem þegar lágu fyrir hjá Rannsóknum og greiningu, Stígamótum, Skólapúlsinum og Barnahúsi. Of yfirgripsmikið er að rekja niðurstöðurnar í heild en meðal þess sem í ljós kemur er að nær helmingi stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi finnst framtíðin oft eða nær alltaf vera vonlaus, og tæplega 70% stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu fullorðinna eru oft eða nær alltaf einmana. Eins má nefna að skv. tölum frá Rannsóknum og greiningu frá í fyrra sögðust 5,1% stúlkna og 2,1% drengja í 9. og 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu jafnaldra. Í skýrslunni er sömuleiðis að finna kortlagningu á tengslum ofbeldismanns við brotaþola og hvar kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á sér helst stað. Þetta er breytilegt miðað við aldur. Ætla má að heimilisofbeldi sé algengara hér á landi en almennt er gert ráð fyrir. Tengsl heimilisofbeldis við vanlíðan og áhættuhegðun barna eru sláandi og má sem dæmi nefna að 6,6 sinnum líklegra er að stúlkur sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi hafi neytt kannabisefna en stúlkur sem ekki hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Vanræksla er ólík öðrum tegundum ofbeldis að því leyti að um er að ræða athafnaleysi sem leiðir til skaða eða er líklegt til að skaða barnið. Þrátt fyrir að á hverju ári berist talsvert fleiri tilkynningar til barnaverndarnefnda hér á landi um vanrækslu en annað ofbeldi hefur minna verið fjallað um vanrækslu í almennri umræðu. Loks má nefna enn aðra tegund andlegs og líkamlegs ofbeldis: einelti. Þegar gögn sem Skólapúlsinn hefur safnað saman voru greind fyrir UNICEF kom meðal annars í ljós að rúm 40% þeirra barna sem verða fyrir miklu einelti sýna sterk einkenni vanlíðanar og kvíða. Þegar allt er samantekið sýna gögnin í skýrslu UNICEF að skýr tengsl eru á milli andlegrar vanlíðanar barna og þess að hafa orðið fyrir ofbeldi. Þetta er grafalvarlegt mál og kallar á skýr viðbrögð samfélagsins.Reglulegar mælingar Á meðal tillaga í skýrslunni er að reglulega verði framkvæmdar mælingar á umfangi og eðli ofbeldis gegn börnum. Enn fremur að þeim gögnum sem þegar eru til verði safnað saman og þau greind með skipulögðum hætti. Þetta er nauðsynlegt til að bæta stefnumótun í málaflokknum og skilja betur eðli vandans. Áður en vinnan við skýrsluna hófst höfðu gögnin frá Barnahúsi sem dæmi aldrei verið greind með þeim hætti sem nú er gert – sökum fjárskorts. Tillögurnar í skýrslunni eru afurð samstarfs við fjölmarga fagaðila og sérstakan sérfræðihóp barna. Við erum öllu þessu fólki hjartanlega þakklát fyrir ómetanlegt framlag sitt.Næstu skref UNICEF á Íslandi fagnar þeim jákvæðu skrefum sem stjórnvöld hér á landi hafa þegar tekið, m.a. með vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og skipan verkefnastjórnar í eineltismálum. Um leið hvetjum við stjórnvöld til að taka næstu skref: líta á ofbeldi í víðu samhengi, festa forvarnir í sessi og færa þær frá því að vera átaksverkefni yfir í að vera hluti af öflugri baráttu til frambúðar. Tillögur UNICEF á Íslandi rötuðu nýlega inn í ályktanir stjórnmálaflokka á landsfundum. Þannig ályktaði Samfylkingin að koma skyldi á fót Ofbeldisvarnaráði og Vinstri græn fögnuðu tillögum um aðgerðir gegn ofbeldi, þ.á m. um stofnun umrædds ráðs. Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um mikilvægi þess að „sporna gegn hvers kyns ofbeldi“ og að forvarnir og rannsóknir skiptu þar miklu máli. Getan til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum er sannarlega til staðar hér á landi. Helsta hindrunin í málaflokknum hingað til hefur verið skortur á pólitískum vilja og fjármagni. Við hjá UNICEF á Íslandi fögnum auknum pólitískum áhuga og vonum innilega að honum fylgi nauðsynleg framkvæmd. Samkvæmt umferðaröryggisáætlun stefna stjórnvöld að 46% fækkun banaslysa og annarra alvarlegra slysa í umferðinni fram til ársins 2022. Þetta á m.a. að nást með miðlun upplýsinga, fræðslu og þátttöku vegfarenda um varnir gegn þessari vá – sem sé forvörnum. Undirmarkmið áætlunarinnar er að útrýma endanlega banaslysum og alvarlegum slysum á börnum. Þetta er frábært. Væri ekki lag að gera það sama varðandi ofbeldi?
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun