Innlent

Eyþóri ákaft fagnað eftir flutning sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyþór Ingi Gunnlaugsson flytur framlag sitt í keppninni.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson flytur framlag sitt í keppninni. Mynd/ AFP.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson, fulltrúi Íslands, söng framlag Íslands í Eurovision, „Ég á líf“ óaðfinnanlega. Hann hlaut mikið lof og klapp í tónlistarhöllinni eftir að hann lauk flutningi sínum. Eyþór Ingi var nítjándi flytjandinn í röðinni.

Nú er bara að bíða og sjá hvernig Evrópubúar taka framlagi okkar. Eyþór Ingi sagði þó í samtali við Fréttablaðið að stærsti sigurinn væri þegar unninn. Hann hafi verið að komast áfram með lag á íslensku. „Við erum bara rosalega stoltir af því að hafa farið í gegn með lag á íslensku. Ég held að það sé bara mjög flott."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×