Þrengt að umsjónarkennslu Páll Sveinsson skrifar 23. desember 2013 09:54 Mér er hugleikin staða menntamála á Íslandi og ekki hvað síst staða kennara á Íslandi. Þar sem ég hef starfað í grunnskólanum nú á þrettánda ár tel ég mig hafa fengið talsverða innsýn í starfið og hugmynd um hvar hlutirnir standa vel og hvar betur mætti gera. Starf umsjónarkennarans er mér vel kunnugt enda hef ég starfað sem slíkur frá upphafi og unað því ágætlega. Breyting hefur hins vegar orðið þar á síðustu árum vegna nokkurra þátta og fór ég fram á það við skólastjórnendur við minn skóla að ég þyrfti ekki að starfa sem umsjónakennari þetta árið. Ástæðurnar eru nokkrar. Fyrst vil ég nefna umfang umsjónarkennslunnar. Umfangið hefur sífellt orðið meira af einhverjum ástæðum. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, svo virðist sem heimilin, foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna séu að glíma við ýmsan vanda. Má þar nefna tímaskort sem er sennilega mesta orsök aukins umfangs umsjónarkennslu – tímaskortur foreldra það er að segja. Hvað á ég við með þessu? Íslenskt samfélag er fast í vítahring vinnu og yfirvinnu þar sem tími foreldra með börnum virðist fara minnkandi. Að minnsta kosti virðast heimilin gera ráð fyrir því að það sé hlutverk menntastofnana að ala börn þeirra upp, hvort sem um ræðir í leik – eða grunnskóla. Stór hluti tíma umsjónarkennara fer í að sinna málum tengdum agabrotum, ofbeldisbrotum, einelti eða einhvers konar afleiðingum bágra félagslegra aðstæðna nemenda. Þessi pistill minn er ekki til þessa fallinn að kvarta yfir hlutverki umsjónarkennara, síður en svo. Hins vegar verða þeir sem stýra menntamálum hérlendis að gera sér grein fyrir umfangi umsjónarkennslunnar. Góð umsjón með nemendum getur skipt sköpum í lífi og velferð einstaklinga, því er gríðarlega mikilvægt að kennarastéttin, stjórnendur skóla og aðrir sem að menntamálum koma stuðli að aukinni fagvitund umsjónarkennslu.Sérfræðingastarf Hér þarf að gera umsjónarkennslu að enn frekara sérfræðingastarfi, þar sem stjórnendur geta valið þá sem eru hæfir og hafa áhuga á að starfa við jafn mikilvægt starf og starf umsjónarkennarans er. Nokkrar mikilvægar breytingar þurfa að eiga sér stað á eðli og umgjörð starfs umsjónarkennara.Fyrst vil ég nefna menntunina. Við verðum að mennta umsjónarkennara betur, þeir þurfa að geta brugðið sér í hlutverk hjúkrunarfræðinga, stjórnenda, sálfræðinga, foreldra, félagsfræðinga og vina auk hins hefðbundna starfs kennarans. Við verðum að gefa umsjónarkennurum tíma til að vinna að undirbúningi og úrvinnslu mála. Það er ólíðandi að umsjónarkennarar þurfi að láta mál reka á reiðanum vegna tímaskorts. Við þurfum að búa til enn betra stuðningsnet fyrir umsjónarkennara. Sveitarfélögin verða að leggja meira til námsráðgjafar og stuðnings við félagslega þætti sem stuðla að bættri líðan nemenda. Einnig að samræma löggjöf þannig að félagsmáladeildir sveitarfélaga vinni enn meira með skólum.Laun umsjónarkennara þurfa að hækka verulega. Umsjónarkennarar bera mikla ábyrgð en fá ekki laun í samræmi við það. Umsjónarkennari fær einn launaflokk fyrir sína vinnu, það gerir í útborguðum krónun innan við tíu þúsund krónur á mánuði! Það er gríðarlega mikilvægt að þeir sem með umboð kennara, stjórnenda og sveitarfélaga fara í komandi kjaraviðræðum geri sér grein fyrir mikilvægi þess að starf umsjónarkennarans verði eflt. Ábyrgðin er einmitt þeirra, sem með umboðið fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mér er hugleikin staða menntamála á Íslandi og ekki hvað síst staða kennara á Íslandi. Þar sem ég hef starfað í grunnskólanum nú á þrettánda ár tel ég mig hafa fengið talsverða innsýn í starfið og hugmynd um hvar hlutirnir standa vel og hvar betur mætti gera. Starf umsjónarkennarans er mér vel kunnugt enda hef ég starfað sem slíkur frá upphafi og unað því ágætlega. Breyting hefur hins vegar orðið þar á síðustu árum vegna nokkurra þátta og fór ég fram á það við skólastjórnendur við minn skóla að ég þyrfti ekki að starfa sem umsjónakennari þetta árið. Ástæðurnar eru nokkrar. Fyrst vil ég nefna umfang umsjónarkennslunnar. Umfangið hefur sífellt orðið meira af einhverjum ástæðum. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, svo virðist sem heimilin, foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna séu að glíma við ýmsan vanda. Má þar nefna tímaskort sem er sennilega mesta orsök aukins umfangs umsjónarkennslu – tímaskortur foreldra það er að segja. Hvað á ég við með þessu? Íslenskt samfélag er fast í vítahring vinnu og yfirvinnu þar sem tími foreldra með börnum virðist fara minnkandi. Að minnsta kosti virðast heimilin gera ráð fyrir því að það sé hlutverk menntastofnana að ala börn þeirra upp, hvort sem um ræðir í leik – eða grunnskóla. Stór hluti tíma umsjónarkennara fer í að sinna málum tengdum agabrotum, ofbeldisbrotum, einelti eða einhvers konar afleiðingum bágra félagslegra aðstæðna nemenda. Þessi pistill minn er ekki til þessa fallinn að kvarta yfir hlutverki umsjónarkennara, síður en svo. Hins vegar verða þeir sem stýra menntamálum hérlendis að gera sér grein fyrir umfangi umsjónarkennslunnar. Góð umsjón með nemendum getur skipt sköpum í lífi og velferð einstaklinga, því er gríðarlega mikilvægt að kennarastéttin, stjórnendur skóla og aðrir sem að menntamálum koma stuðli að aukinni fagvitund umsjónarkennslu.Sérfræðingastarf Hér þarf að gera umsjónarkennslu að enn frekara sérfræðingastarfi, þar sem stjórnendur geta valið þá sem eru hæfir og hafa áhuga á að starfa við jafn mikilvægt starf og starf umsjónarkennarans er. Nokkrar mikilvægar breytingar þurfa að eiga sér stað á eðli og umgjörð starfs umsjónarkennara.Fyrst vil ég nefna menntunina. Við verðum að mennta umsjónarkennara betur, þeir þurfa að geta brugðið sér í hlutverk hjúkrunarfræðinga, stjórnenda, sálfræðinga, foreldra, félagsfræðinga og vina auk hins hefðbundna starfs kennarans. Við verðum að gefa umsjónarkennurum tíma til að vinna að undirbúningi og úrvinnslu mála. Það er ólíðandi að umsjónarkennarar þurfi að láta mál reka á reiðanum vegna tímaskorts. Við þurfum að búa til enn betra stuðningsnet fyrir umsjónarkennara. Sveitarfélögin verða að leggja meira til námsráðgjafar og stuðnings við félagslega þætti sem stuðla að bættri líðan nemenda. Einnig að samræma löggjöf þannig að félagsmáladeildir sveitarfélaga vinni enn meira með skólum.Laun umsjónarkennara þurfa að hækka verulega. Umsjónarkennarar bera mikla ábyrgð en fá ekki laun í samræmi við það. Umsjónarkennari fær einn launaflokk fyrir sína vinnu, það gerir í útborguðum krónun innan við tíu þúsund krónur á mánuði! Það er gríðarlega mikilvægt að þeir sem með umboð kennara, stjórnenda og sveitarfélaga fara í komandi kjaraviðræðum geri sér grein fyrir mikilvægi þess að starf umsjónarkennarans verði eflt. Ábyrgðin er einmitt þeirra, sem með umboðið fara.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar