Þrengt að umsjónarkennslu Páll Sveinsson skrifar 23. desember 2013 09:54 Mér er hugleikin staða menntamála á Íslandi og ekki hvað síst staða kennara á Íslandi. Þar sem ég hef starfað í grunnskólanum nú á þrettánda ár tel ég mig hafa fengið talsverða innsýn í starfið og hugmynd um hvar hlutirnir standa vel og hvar betur mætti gera. Starf umsjónarkennarans er mér vel kunnugt enda hef ég starfað sem slíkur frá upphafi og unað því ágætlega. Breyting hefur hins vegar orðið þar á síðustu árum vegna nokkurra þátta og fór ég fram á það við skólastjórnendur við minn skóla að ég þyrfti ekki að starfa sem umsjónakennari þetta árið. Ástæðurnar eru nokkrar. Fyrst vil ég nefna umfang umsjónarkennslunnar. Umfangið hefur sífellt orðið meira af einhverjum ástæðum. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, svo virðist sem heimilin, foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna séu að glíma við ýmsan vanda. Má þar nefna tímaskort sem er sennilega mesta orsök aukins umfangs umsjónarkennslu – tímaskortur foreldra það er að segja. Hvað á ég við með þessu? Íslenskt samfélag er fast í vítahring vinnu og yfirvinnu þar sem tími foreldra með börnum virðist fara minnkandi. Að minnsta kosti virðast heimilin gera ráð fyrir því að það sé hlutverk menntastofnana að ala börn þeirra upp, hvort sem um ræðir í leik – eða grunnskóla. Stór hluti tíma umsjónarkennara fer í að sinna málum tengdum agabrotum, ofbeldisbrotum, einelti eða einhvers konar afleiðingum bágra félagslegra aðstæðna nemenda. Þessi pistill minn er ekki til þessa fallinn að kvarta yfir hlutverki umsjónarkennara, síður en svo. Hins vegar verða þeir sem stýra menntamálum hérlendis að gera sér grein fyrir umfangi umsjónarkennslunnar. Góð umsjón með nemendum getur skipt sköpum í lífi og velferð einstaklinga, því er gríðarlega mikilvægt að kennarastéttin, stjórnendur skóla og aðrir sem að menntamálum koma stuðli að aukinni fagvitund umsjónarkennslu.Sérfræðingastarf Hér þarf að gera umsjónarkennslu að enn frekara sérfræðingastarfi, þar sem stjórnendur geta valið þá sem eru hæfir og hafa áhuga á að starfa við jafn mikilvægt starf og starf umsjónarkennarans er. Nokkrar mikilvægar breytingar þurfa að eiga sér stað á eðli og umgjörð starfs umsjónarkennara.Fyrst vil ég nefna menntunina. Við verðum að mennta umsjónarkennara betur, þeir þurfa að geta brugðið sér í hlutverk hjúkrunarfræðinga, stjórnenda, sálfræðinga, foreldra, félagsfræðinga og vina auk hins hefðbundna starfs kennarans. Við verðum að gefa umsjónarkennurum tíma til að vinna að undirbúningi og úrvinnslu mála. Það er ólíðandi að umsjónarkennarar þurfi að láta mál reka á reiðanum vegna tímaskorts. Við þurfum að búa til enn betra stuðningsnet fyrir umsjónarkennara. Sveitarfélögin verða að leggja meira til námsráðgjafar og stuðnings við félagslega þætti sem stuðla að bættri líðan nemenda. Einnig að samræma löggjöf þannig að félagsmáladeildir sveitarfélaga vinni enn meira með skólum.Laun umsjónarkennara þurfa að hækka verulega. Umsjónarkennarar bera mikla ábyrgð en fá ekki laun í samræmi við það. Umsjónarkennari fær einn launaflokk fyrir sína vinnu, það gerir í útborguðum krónun innan við tíu þúsund krónur á mánuði! Það er gríðarlega mikilvægt að þeir sem með umboð kennara, stjórnenda og sveitarfélaga fara í komandi kjaraviðræðum geri sér grein fyrir mikilvægi þess að starf umsjónarkennarans verði eflt. Ábyrgðin er einmitt þeirra, sem með umboðið fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Mér er hugleikin staða menntamála á Íslandi og ekki hvað síst staða kennara á Íslandi. Þar sem ég hef starfað í grunnskólanum nú á þrettánda ár tel ég mig hafa fengið talsverða innsýn í starfið og hugmynd um hvar hlutirnir standa vel og hvar betur mætti gera. Starf umsjónarkennarans er mér vel kunnugt enda hef ég starfað sem slíkur frá upphafi og unað því ágætlega. Breyting hefur hins vegar orðið þar á síðustu árum vegna nokkurra þátta og fór ég fram á það við skólastjórnendur við minn skóla að ég þyrfti ekki að starfa sem umsjónakennari þetta árið. Ástæðurnar eru nokkrar. Fyrst vil ég nefna umfang umsjónarkennslunnar. Umfangið hefur sífellt orðið meira af einhverjum ástæðum. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, svo virðist sem heimilin, foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna séu að glíma við ýmsan vanda. Má þar nefna tímaskort sem er sennilega mesta orsök aukins umfangs umsjónarkennslu – tímaskortur foreldra það er að segja. Hvað á ég við með þessu? Íslenskt samfélag er fast í vítahring vinnu og yfirvinnu þar sem tími foreldra með börnum virðist fara minnkandi. Að minnsta kosti virðast heimilin gera ráð fyrir því að það sé hlutverk menntastofnana að ala börn þeirra upp, hvort sem um ræðir í leik – eða grunnskóla. Stór hluti tíma umsjónarkennara fer í að sinna málum tengdum agabrotum, ofbeldisbrotum, einelti eða einhvers konar afleiðingum bágra félagslegra aðstæðna nemenda. Þessi pistill minn er ekki til þessa fallinn að kvarta yfir hlutverki umsjónarkennara, síður en svo. Hins vegar verða þeir sem stýra menntamálum hérlendis að gera sér grein fyrir umfangi umsjónarkennslunnar. Góð umsjón með nemendum getur skipt sköpum í lífi og velferð einstaklinga, því er gríðarlega mikilvægt að kennarastéttin, stjórnendur skóla og aðrir sem að menntamálum koma stuðli að aukinni fagvitund umsjónarkennslu.Sérfræðingastarf Hér þarf að gera umsjónarkennslu að enn frekara sérfræðingastarfi, þar sem stjórnendur geta valið þá sem eru hæfir og hafa áhuga á að starfa við jafn mikilvægt starf og starf umsjónarkennarans er. Nokkrar mikilvægar breytingar þurfa að eiga sér stað á eðli og umgjörð starfs umsjónarkennara.Fyrst vil ég nefna menntunina. Við verðum að mennta umsjónarkennara betur, þeir þurfa að geta brugðið sér í hlutverk hjúkrunarfræðinga, stjórnenda, sálfræðinga, foreldra, félagsfræðinga og vina auk hins hefðbundna starfs kennarans. Við verðum að gefa umsjónarkennurum tíma til að vinna að undirbúningi og úrvinnslu mála. Það er ólíðandi að umsjónarkennarar þurfi að láta mál reka á reiðanum vegna tímaskorts. Við þurfum að búa til enn betra stuðningsnet fyrir umsjónarkennara. Sveitarfélögin verða að leggja meira til námsráðgjafar og stuðnings við félagslega þætti sem stuðla að bættri líðan nemenda. Einnig að samræma löggjöf þannig að félagsmáladeildir sveitarfélaga vinni enn meira með skólum.Laun umsjónarkennara þurfa að hækka verulega. Umsjónarkennarar bera mikla ábyrgð en fá ekki laun í samræmi við það. Umsjónarkennari fær einn launaflokk fyrir sína vinnu, það gerir í útborguðum krónun innan við tíu þúsund krónur á mánuði! Það er gríðarlega mikilvægt að þeir sem með umboð kennara, stjórnenda og sveitarfélaga fara í komandi kjaraviðræðum geri sér grein fyrir mikilvægi þess að starf umsjónarkennarans verði eflt. Ábyrgðin er einmitt þeirra, sem með umboðið fara.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar