Ferðafrelsi á Íslandi? Fjórði hluti Þorvarður Ingi Þorbjörnsson skrifar 23. desember 2013 09:54 Ísland hefur gríðarlega margt upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Má þar nefna auðnir, óbyggðir, norðurljós, fossa, hveri og einstaklega dyntótt veðurfar. Hingað til höfum við ekki þurft að borga fyrir aðgang að perlum landsins sem með réttu eiga að vera þjóðareign. Íslendingar telja sig gestrisna þjóð en þarna kveður við annan tón. Nú á að rukka fyrir hvað það sem fyrir augu og eyru ber. Í stað þess að geta frjáls um landið ferðast og notið þess sem náttúran hefur upp á að bjóða skal greiða fyrir þetta og greiða fyrir hitt án þess að um nokkra veitta þjónustu sé að ræða. Vera má að einhverjir fái lágmarkslaun fyrir að rukka fyrir aðgangseyri að Kerinu, Geysi eða Gullfossi, en tilgangurinn helgar ekki meðalið. Það vantar fjármagn til að gera endurbætur, bæta öryggi, byggja upp aðstöðu og þjónustu líkt og salerni og snjóhreinsun. Það er skömm að því að rukka inn á salerni fyrir þá nauðþurft að þurfa að ganga örna sinna. Þegar sinna þarf kalli náttúrunnar þolir málið kannski enga bið! Við megum skammast okkur fyrir aðstöðuleysi á helstu ferðamannastöðum – ég tek hattinn ofan fyrir þeim aðilum sem halda klósettum opnum allt árið við Hraunfossa og Seljalandsfoss svo eitthvað sé nefnt.Einn stór þjóðgarður Okkar helstu ferðamannastaðir hafa almennt ekki notið eðlilegrar verndar og umsjár, ekki eru landverðir í Landmannalaugum eða þar um slóðir nema stundum á háannatíma. Við Gullfoss og Geysi sést almennt ekki landvörður, um tíma þurfti viðkomandi að koma akandi úr Landmannalaugum til að „sinna” landvörslu þar. Sigríðarstofa við Gullfoss og klósettaðstaðan þar hefur verið lokuð árum saman, komin er vetrarlokun á salernisaðstöðu víða um land svo sem við Seltún við Krísuvík. Þingvellir, okkar helgasti staður, eru þjóðinni allri til skammar. Það tók tæpt ár að hanna og smíða brú niður Almannagjá þar sem hrundi undan götunni gömlu, í stað þess að aka einfaldlega efni í gjótuna. Enn á eftir að gera hringstíg við útsýnispall Haksins, gestir þurfa að troðast fram og til baka sama gangveginn. Mætti ekki líta á Ísland sem einn stóran þjóðgarð? Hver gestur sem kemur til landsins gæti t.d. greitt 10 evrur til uppbyggingar ferðamannastaða. Þessir fjármunir yrðu eyrnamerktir ferðaþjónustunni. Þegar ferðamennskan nær milljón farþega markinu þá yrðu til ráðstöfunar það árið á núvirði sextán hundruð milljónir króna! Við erum íslensk þjóð með íslenska sérvisku. Við þurfum ekki að apa gjaldtöku eftir öðrum þjóðum. Sýnum að þrátt fyrir efnahagsáföll og daglegt amstur séum við stolt og gestrisin þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ísland hefur gríðarlega margt upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Má þar nefna auðnir, óbyggðir, norðurljós, fossa, hveri og einstaklega dyntótt veðurfar. Hingað til höfum við ekki þurft að borga fyrir aðgang að perlum landsins sem með réttu eiga að vera þjóðareign. Íslendingar telja sig gestrisna þjóð en þarna kveður við annan tón. Nú á að rukka fyrir hvað það sem fyrir augu og eyru ber. Í stað þess að geta frjáls um landið ferðast og notið þess sem náttúran hefur upp á að bjóða skal greiða fyrir þetta og greiða fyrir hitt án þess að um nokkra veitta þjónustu sé að ræða. Vera má að einhverjir fái lágmarkslaun fyrir að rukka fyrir aðgangseyri að Kerinu, Geysi eða Gullfossi, en tilgangurinn helgar ekki meðalið. Það vantar fjármagn til að gera endurbætur, bæta öryggi, byggja upp aðstöðu og þjónustu líkt og salerni og snjóhreinsun. Það er skömm að því að rukka inn á salerni fyrir þá nauðþurft að þurfa að ganga örna sinna. Þegar sinna þarf kalli náttúrunnar þolir málið kannski enga bið! Við megum skammast okkur fyrir aðstöðuleysi á helstu ferðamannastöðum – ég tek hattinn ofan fyrir þeim aðilum sem halda klósettum opnum allt árið við Hraunfossa og Seljalandsfoss svo eitthvað sé nefnt.Einn stór þjóðgarður Okkar helstu ferðamannastaðir hafa almennt ekki notið eðlilegrar verndar og umsjár, ekki eru landverðir í Landmannalaugum eða þar um slóðir nema stundum á háannatíma. Við Gullfoss og Geysi sést almennt ekki landvörður, um tíma þurfti viðkomandi að koma akandi úr Landmannalaugum til að „sinna” landvörslu þar. Sigríðarstofa við Gullfoss og klósettaðstaðan þar hefur verið lokuð árum saman, komin er vetrarlokun á salernisaðstöðu víða um land svo sem við Seltún við Krísuvík. Þingvellir, okkar helgasti staður, eru þjóðinni allri til skammar. Það tók tæpt ár að hanna og smíða brú niður Almannagjá þar sem hrundi undan götunni gömlu, í stað þess að aka einfaldlega efni í gjótuna. Enn á eftir að gera hringstíg við útsýnispall Haksins, gestir þurfa að troðast fram og til baka sama gangveginn. Mætti ekki líta á Ísland sem einn stóran þjóðgarð? Hver gestur sem kemur til landsins gæti t.d. greitt 10 evrur til uppbyggingar ferðamannastaða. Þessir fjármunir yrðu eyrnamerktir ferðaþjónustunni. Þegar ferðamennskan nær milljón farþega markinu þá yrðu til ráðstöfunar það árið á núvirði sextán hundruð milljónir króna! Við erum íslensk þjóð með íslenska sérvisku. Við þurfum ekki að apa gjaldtöku eftir öðrum þjóðum. Sýnum að þrátt fyrir efnahagsáföll og daglegt amstur séum við stolt og gestrisin þjóð.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar