Ferðafrelsi á Íslandi? Fjórði hluti Þorvarður Ingi Þorbjörnsson skrifar 23. desember 2013 09:54 Ísland hefur gríðarlega margt upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Má þar nefna auðnir, óbyggðir, norðurljós, fossa, hveri og einstaklega dyntótt veðurfar. Hingað til höfum við ekki þurft að borga fyrir aðgang að perlum landsins sem með réttu eiga að vera þjóðareign. Íslendingar telja sig gestrisna þjóð en þarna kveður við annan tón. Nú á að rukka fyrir hvað það sem fyrir augu og eyru ber. Í stað þess að geta frjáls um landið ferðast og notið þess sem náttúran hefur upp á að bjóða skal greiða fyrir þetta og greiða fyrir hitt án þess að um nokkra veitta þjónustu sé að ræða. Vera má að einhverjir fái lágmarkslaun fyrir að rukka fyrir aðgangseyri að Kerinu, Geysi eða Gullfossi, en tilgangurinn helgar ekki meðalið. Það vantar fjármagn til að gera endurbætur, bæta öryggi, byggja upp aðstöðu og þjónustu líkt og salerni og snjóhreinsun. Það er skömm að því að rukka inn á salerni fyrir þá nauðþurft að þurfa að ganga örna sinna. Þegar sinna þarf kalli náttúrunnar þolir málið kannski enga bið! Við megum skammast okkur fyrir aðstöðuleysi á helstu ferðamannastöðum – ég tek hattinn ofan fyrir þeim aðilum sem halda klósettum opnum allt árið við Hraunfossa og Seljalandsfoss svo eitthvað sé nefnt.Einn stór þjóðgarður Okkar helstu ferðamannastaðir hafa almennt ekki notið eðlilegrar verndar og umsjár, ekki eru landverðir í Landmannalaugum eða þar um slóðir nema stundum á háannatíma. Við Gullfoss og Geysi sést almennt ekki landvörður, um tíma þurfti viðkomandi að koma akandi úr Landmannalaugum til að „sinna” landvörslu þar. Sigríðarstofa við Gullfoss og klósettaðstaðan þar hefur verið lokuð árum saman, komin er vetrarlokun á salernisaðstöðu víða um land svo sem við Seltún við Krísuvík. Þingvellir, okkar helgasti staður, eru þjóðinni allri til skammar. Það tók tæpt ár að hanna og smíða brú niður Almannagjá þar sem hrundi undan götunni gömlu, í stað þess að aka einfaldlega efni í gjótuna. Enn á eftir að gera hringstíg við útsýnispall Haksins, gestir þurfa að troðast fram og til baka sama gangveginn. Mætti ekki líta á Ísland sem einn stóran þjóðgarð? Hver gestur sem kemur til landsins gæti t.d. greitt 10 evrur til uppbyggingar ferðamannastaða. Þessir fjármunir yrðu eyrnamerktir ferðaþjónustunni. Þegar ferðamennskan nær milljón farþega markinu þá yrðu til ráðstöfunar það árið á núvirði sextán hundruð milljónir króna! Við erum íslensk þjóð með íslenska sérvisku. Við þurfum ekki að apa gjaldtöku eftir öðrum þjóðum. Sýnum að þrátt fyrir efnahagsáföll og daglegt amstur séum við stolt og gestrisin þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur gríðarlega margt upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Má þar nefna auðnir, óbyggðir, norðurljós, fossa, hveri og einstaklega dyntótt veðurfar. Hingað til höfum við ekki þurft að borga fyrir aðgang að perlum landsins sem með réttu eiga að vera þjóðareign. Íslendingar telja sig gestrisna þjóð en þarna kveður við annan tón. Nú á að rukka fyrir hvað það sem fyrir augu og eyru ber. Í stað þess að geta frjáls um landið ferðast og notið þess sem náttúran hefur upp á að bjóða skal greiða fyrir þetta og greiða fyrir hitt án þess að um nokkra veitta þjónustu sé að ræða. Vera má að einhverjir fái lágmarkslaun fyrir að rukka fyrir aðgangseyri að Kerinu, Geysi eða Gullfossi, en tilgangurinn helgar ekki meðalið. Það vantar fjármagn til að gera endurbætur, bæta öryggi, byggja upp aðstöðu og þjónustu líkt og salerni og snjóhreinsun. Það er skömm að því að rukka inn á salerni fyrir þá nauðþurft að þurfa að ganga örna sinna. Þegar sinna þarf kalli náttúrunnar þolir málið kannski enga bið! Við megum skammast okkur fyrir aðstöðuleysi á helstu ferðamannastöðum – ég tek hattinn ofan fyrir þeim aðilum sem halda klósettum opnum allt árið við Hraunfossa og Seljalandsfoss svo eitthvað sé nefnt.Einn stór þjóðgarður Okkar helstu ferðamannastaðir hafa almennt ekki notið eðlilegrar verndar og umsjár, ekki eru landverðir í Landmannalaugum eða þar um slóðir nema stundum á háannatíma. Við Gullfoss og Geysi sést almennt ekki landvörður, um tíma þurfti viðkomandi að koma akandi úr Landmannalaugum til að „sinna” landvörslu þar. Sigríðarstofa við Gullfoss og klósettaðstaðan þar hefur verið lokuð árum saman, komin er vetrarlokun á salernisaðstöðu víða um land svo sem við Seltún við Krísuvík. Þingvellir, okkar helgasti staður, eru þjóðinni allri til skammar. Það tók tæpt ár að hanna og smíða brú niður Almannagjá þar sem hrundi undan götunni gömlu, í stað þess að aka einfaldlega efni í gjótuna. Enn á eftir að gera hringstíg við útsýnispall Haksins, gestir þurfa að troðast fram og til baka sama gangveginn. Mætti ekki líta á Ísland sem einn stóran þjóðgarð? Hver gestur sem kemur til landsins gæti t.d. greitt 10 evrur til uppbyggingar ferðamannastaða. Þessir fjármunir yrðu eyrnamerktir ferðaþjónustunni. Þegar ferðamennskan nær milljón farþega markinu þá yrðu til ráðstöfunar það árið á núvirði sextán hundruð milljónir króna! Við erum íslensk þjóð með íslenska sérvisku. Við þurfum ekki að apa gjaldtöku eftir öðrum þjóðum. Sýnum að þrátt fyrir efnahagsáföll og daglegt amstur séum við stolt og gestrisin þjóð.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun