Strandveiðar – kapphlaup og sóun Gísli Gunnar Marteinsson skrifar 15. október 2013 06:00 Það ber fyrst og fremst að þakka Vinstri grænum að í nokkur ár hefur verið við lýði svokallað strandveiðikerfi. Það má gera ráð fyrir því að lesendur þekki í grófum dráttum hvað hér er til umræðu. Þetta eru handfæraveiðar sem stundaðar eru í kapphlaupi við tímann og aðra sem róa í þessu sama fyrirkomulagi. Einnig koma til fleiri fáránlegar reglur um hvað má og hvað má ekki en niðurstaðan er samt alltaf sú sama. Pólitískt ákveðnu magni af fiski er landað, í ár u.þ.b. 8600 tonnum. Veiðikerfi þetta er afskaplega skemmtileg viðbót við það fyrirkomulag sem stundað hefur verið við stjórnun fiskveiða við Ísland. Hafnir sjávarplássanna hafa lifnað við og nú heyrast vélarhljóð á lygnum fjörðum þar sem kyrrðin áður ríkti ein. Þetta virtist vera aðaltilgangurinn með þessu veiðikerfi þegar því var komið á laggirnar. Þegar hins vegar auðlindir eru takmarkaðar þá verður það oft pólitískt deilumál hvernig nýtingunni skuli háttað. Það er hins vegar staðreynd að hvernig sem litið er á málið þá hljóta allir að sjá ókosti við sóun verðmæta. Það er líka ljóst að ef einhver auðlind, sem samfélag byggir afkomu sína á, er illa nýtt, þá ber að gera betur. Tilgangurinn með grein þessari og tveggja annarra er að benda á hvernig gera má betur þannig að engum af „kostum“ þessa kerfis sé fórnað en að það skili öllum auknum arði og betra mannlífi.Hvernig hefur þetta verið? Svona veiðiskapur hefur stundum verið nefndur „ólympískar“ veiðar. Í grunninn er einn stór pottur sem veitt er úr og svo blásið af þegar potturinn er búinn. Hver bátur má veiða um 770 kg af þorski á dag. Það þarf að gerast á 14 tímum, úr höfn í höfn. Það má ekki nota til þess fleiri en fjögur færi. Sá sem þetta ætlar að gera þarf að vera hluthafi í útgerð bátsins. Ef útgerðin ætlar að gera út fleiri báta þá þarf fleiri kennitölur. Þetta er sætt lítið veiðikerfi. En hvernig virkar það í raun? Þegar leikurinn er flautaður á þá ryðjast u.þ.b. 600 bátar á sjó, allir til að veiða 770 kg af þorski. Sum svæðanna ná að klára skammtinn á fjórum til átta dögum. Þessa daga er fiskverð í lágmarki. Því er spurt: Er sniðugt að senda 600 báta á sjó samtímis til að veiða sömu fisktegund og reyna að ljúka því af á sem skemmstum tíma og lágmarka þannig aflaverðmæti? Augljós staðreynd: Það er ekki alltaf logn á sumrin við Ísland og bátar eru misjafnlega stórir. Viðkomandi veiðimaður sér sig því knúinn til að róa þegar aðrir róa þótt báturinn hjá honum sé miklu minni og veðrið jafnvel verra á hans heimamiðum. Staðreynd við handfæraveiðar er sú að þær er erfitt að stunda í brælu sem þýðir að þá er reynt að hanga þessa 14 tíma einhvers staðar í skjóli við landið. Víða hagar þó þannig til, a.m.k. á vestursvæðinu, að á þessum „skjólstöðum“ er eingöngu smáfisk að hafa ef eitthvað fæst, sums staðar jafnvel afar dapurt hráefni fullt af ormi og kannski svo smátt að ekkert af því nær „máli“. Fiskverðið er svo í fullu samræmi við hráefnið. Þetta þekkja allir veiðimenn þótt sumir láti sem þeir hafi aldrei dregið annað en stórfisk. Sl. sumar má fullyrða að þessi staða hafi komið ítrekað upp á vestursvæðinu vegna leiðinda tíðarfars. Í stuttu máli þýðir þetta að fyrirkomulagið, eins og það er, býður upp á óhóflegt smáfiskadráp. Veiðimaðurinn er nauðbeygður til að róa ef hann ætlar ekki að horfa á pottinn klárast meðan hann situr heima í stofu. Því er spurt: Hefði verið betra að þessi veiðimaður hefði mátt bíða betra veðurs og fara þá og ná í þessi kg. kannski þar sem hann taldi sig geta fengið ætan fisk og hugsanlega eitthvað fyrir fiskinn? Vinstri grænir hafa aukið aðdráttarafl vegna nafnbótarinnar „grænir“. Það er eitthvað sætt og jafnvel rómantískt við þessa nafnbót. Það var sjálfsagt einhver slík hugsun sem varð kveikjan að strandveiðihugmyndinni. En auðvitað var þetta þróað í hasti fyrir kosningar og því er um augljósa vankanta að ræða sem alls ekki eru ,„grænir“. Í þessu veiðikerfi er fullt af öflugum bátum og er það vel. Það hefði hins vegar verið í stílnum að takmarka vélastærð og þá um leið ganghraða. Jafnvel hefði það gert kerfið „áferðarfallegra“. Það fylgir stórum vélum talsverð olíueyðsla. „Sóun á jarðefnaeldsneyti“ var örugglega ekki það sem þeir „grænu“ gerðu ráð fyrir. Það er nefnilega innbyggt í þetta veiðikerfi að flestum finnst skammturinn lítill og því verður að „ná skammtinum“ sama hvað það kostar. Stundum þarf að leggjast hressilega á olíugjöfina þegar ekki hefur gengið vel. Ef enn eru tekin dæmi af vestursvæðinu þá eru mörg dæmi um milljón í olíukostnað eftir síðasta sumar. Kannski er afraksturinn nálægt 15 tonnum. Það er sjálfsagt ekki óalgengt að í flokki öflugri bátanna sé um fjórðungur af aflaverðmætinu að renna beint til olíufélaganna. Þetta er ekki „grænn“ veiðiskapur. Því er spurt: Er þessi eldsneytissóun verjandi þegar hægt er að gera miklu betur? Er ekki hægt að ná þessum 15 tonnum í helmingi færri ferðum? Er ekkert skrýtið að Íslendingar skuli bjóða upp á veiðikerfi sem hvetur til sóunar af þessu tagi? Setjum nú saman tvenns konar aðstæður sem nefndar hafa verið hér að framan, veiðimaðurinn sem hékk í skjólinu kannski í smáum ormafiski og mjög smáum ufsa og hirðir hvern einasta fisk, þótt sumir ættu lífsvon með því að fara strax í hafið aftur. Kannski er þessi veiðimaður með dóttur sína með, því hver vill ekki sýna afkomendunum á hverju „þjóðin lifir“. Kannski eru feðginin á hraðskreiðum bát og geta því bætt hressilega við ganghraðann þegar vind lægir og enn eru eftir nokkrir klukkutímar af þessum 14 sem var úthlutað. Hver getur ekki séð fyrir sér hinn mikla veiðimann sem segir við dóttur sína: „Núna skaltu sjá hvernig þetta er gert“. Stúlkan heldur sér fast, á 22 mílna hraða, bíður spennt uns stoppað er klukkutíma síðar. Með það sama eru stórir fiskar á öllum færum. Jafnvel svo stórir að stúlkan á erfitt með að ná þeim inn. Ef stúlkan væri orðin vön strandveiðum þá gæti hún sagt innan tíðar: „Pabbi, erum við ekki komin með skammtinn“ og í framhaldi gæti veiðimaðurinn sagt, um leið og hann rikkir inn þremur um það vil sex kílóa fiskum: „Jú, ætli fari ekki að styttast í það.“ Þegar þau hætta leggur stúlkan sig og veiðimaðurinn setur allt í botn, það var farið að styttast í tímunum 14 og spotti í höfn. Stúlkan hjálpaði svo til á bryggjunni þegar verið var að landa. Allt í einu var kranastrákurinn hættur að hífa upp og fór að setja tóm körin aftur niður. „Skrýtið“ þótti stúlkunni og kallar því til veiðimannsins: „Pabbi, pabbi hvar eru körin með ufsanum og þorskinum sem við fengum í morgun?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það ber fyrst og fremst að þakka Vinstri grænum að í nokkur ár hefur verið við lýði svokallað strandveiðikerfi. Það má gera ráð fyrir því að lesendur þekki í grófum dráttum hvað hér er til umræðu. Þetta eru handfæraveiðar sem stundaðar eru í kapphlaupi við tímann og aðra sem róa í þessu sama fyrirkomulagi. Einnig koma til fleiri fáránlegar reglur um hvað má og hvað má ekki en niðurstaðan er samt alltaf sú sama. Pólitískt ákveðnu magni af fiski er landað, í ár u.þ.b. 8600 tonnum. Veiðikerfi þetta er afskaplega skemmtileg viðbót við það fyrirkomulag sem stundað hefur verið við stjórnun fiskveiða við Ísland. Hafnir sjávarplássanna hafa lifnað við og nú heyrast vélarhljóð á lygnum fjörðum þar sem kyrrðin áður ríkti ein. Þetta virtist vera aðaltilgangurinn með þessu veiðikerfi þegar því var komið á laggirnar. Þegar hins vegar auðlindir eru takmarkaðar þá verður það oft pólitískt deilumál hvernig nýtingunni skuli háttað. Það er hins vegar staðreynd að hvernig sem litið er á málið þá hljóta allir að sjá ókosti við sóun verðmæta. Það er líka ljóst að ef einhver auðlind, sem samfélag byggir afkomu sína á, er illa nýtt, þá ber að gera betur. Tilgangurinn með grein þessari og tveggja annarra er að benda á hvernig gera má betur þannig að engum af „kostum“ þessa kerfis sé fórnað en að það skili öllum auknum arði og betra mannlífi.Hvernig hefur þetta verið? Svona veiðiskapur hefur stundum verið nefndur „ólympískar“ veiðar. Í grunninn er einn stór pottur sem veitt er úr og svo blásið af þegar potturinn er búinn. Hver bátur má veiða um 770 kg af þorski á dag. Það þarf að gerast á 14 tímum, úr höfn í höfn. Það má ekki nota til þess fleiri en fjögur færi. Sá sem þetta ætlar að gera þarf að vera hluthafi í útgerð bátsins. Ef útgerðin ætlar að gera út fleiri báta þá þarf fleiri kennitölur. Þetta er sætt lítið veiðikerfi. En hvernig virkar það í raun? Þegar leikurinn er flautaður á þá ryðjast u.þ.b. 600 bátar á sjó, allir til að veiða 770 kg af þorski. Sum svæðanna ná að klára skammtinn á fjórum til átta dögum. Þessa daga er fiskverð í lágmarki. Því er spurt: Er sniðugt að senda 600 báta á sjó samtímis til að veiða sömu fisktegund og reyna að ljúka því af á sem skemmstum tíma og lágmarka þannig aflaverðmæti? Augljós staðreynd: Það er ekki alltaf logn á sumrin við Ísland og bátar eru misjafnlega stórir. Viðkomandi veiðimaður sér sig því knúinn til að róa þegar aðrir róa þótt báturinn hjá honum sé miklu minni og veðrið jafnvel verra á hans heimamiðum. Staðreynd við handfæraveiðar er sú að þær er erfitt að stunda í brælu sem þýðir að þá er reynt að hanga þessa 14 tíma einhvers staðar í skjóli við landið. Víða hagar þó þannig til, a.m.k. á vestursvæðinu, að á þessum „skjólstöðum“ er eingöngu smáfisk að hafa ef eitthvað fæst, sums staðar jafnvel afar dapurt hráefni fullt af ormi og kannski svo smátt að ekkert af því nær „máli“. Fiskverðið er svo í fullu samræmi við hráefnið. Þetta þekkja allir veiðimenn þótt sumir láti sem þeir hafi aldrei dregið annað en stórfisk. Sl. sumar má fullyrða að þessi staða hafi komið ítrekað upp á vestursvæðinu vegna leiðinda tíðarfars. Í stuttu máli þýðir þetta að fyrirkomulagið, eins og það er, býður upp á óhóflegt smáfiskadráp. Veiðimaðurinn er nauðbeygður til að róa ef hann ætlar ekki að horfa á pottinn klárast meðan hann situr heima í stofu. Því er spurt: Hefði verið betra að þessi veiðimaður hefði mátt bíða betra veðurs og fara þá og ná í þessi kg. kannski þar sem hann taldi sig geta fengið ætan fisk og hugsanlega eitthvað fyrir fiskinn? Vinstri grænir hafa aukið aðdráttarafl vegna nafnbótarinnar „grænir“. Það er eitthvað sætt og jafnvel rómantískt við þessa nafnbót. Það var sjálfsagt einhver slík hugsun sem varð kveikjan að strandveiðihugmyndinni. En auðvitað var þetta þróað í hasti fyrir kosningar og því er um augljósa vankanta að ræða sem alls ekki eru ,„grænir“. Í þessu veiðikerfi er fullt af öflugum bátum og er það vel. Það hefði hins vegar verið í stílnum að takmarka vélastærð og þá um leið ganghraða. Jafnvel hefði það gert kerfið „áferðarfallegra“. Það fylgir stórum vélum talsverð olíueyðsla. „Sóun á jarðefnaeldsneyti“ var örugglega ekki það sem þeir „grænu“ gerðu ráð fyrir. Það er nefnilega innbyggt í þetta veiðikerfi að flestum finnst skammturinn lítill og því verður að „ná skammtinum“ sama hvað það kostar. Stundum þarf að leggjast hressilega á olíugjöfina þegar ekki hefur gengið vel. Ef enn eru tekin dæmi af vestursvæðinu þá eru mörg dæmi um milljón í olíukostnað eftir síðasta sumar. Kannski er afraksturinn nálægt 15 tonnum. Það er sjálfsagt ekki óalgengt að í flokki öflugri bátanna sé um fjórðungur af aflaverðmætinu að renna beint til olíufélaganna. Þetta er ekki „grænn“ veiðiskapur. Því er spurt: Er þessi eldsneytissóun verjandi þegar hægt er að gera miklu betur? Er ekki hægt að ná þessum 15 tonnum í helmingi færri ferðum? Er ekkert skrýtið að Íslendingar skuli bjóða upp á veiðikerfi sem hvetur til sóunar af þessu tagi? Setjum nú saman tvenns konar aðstæður sem nefndar hafa verið hér að framan, veiðimaðurinn sem hékk í skjólinu kannski í smáum ormafiski og mjög smáum ufsa og hirðir hvern einasta fisk, þótt sumir ættu lífsvon með því að fara strax í hafið aftur. Kannski er þessi veiðimaður með dóttur sína með, því hver vill ekki sýna afkomendunum á hverju „þjóðin lifir“. Kannski eru feðginin á hraðskreiðum bát og geta því bætt hressilega við ganghraðann þegar vind lægir og enn eru eftir nokkrir klukkutímar af þessum 14 sem var úthlutað. Hver getur ekki séð fyrir sér hinn mikla veiðimann sem segir við dóttur sína: „Núna skaltu sjá hvernig þetta er gert“. Stúlkan heldur sér fast, á 22 mílna hraða, bíður spennt uns stoppað er klukkutíma síðar. Með það sama eru stórir fiskar á öllum færum. Jafnvel svo stórir að stúlkan á erfitt með að ná þeim inn. Ef stúlkan væri orðin vön strandveiðum þá gæti hún sagt innan tíðar: „Pabbi, erum við ekki komin með skammtinn“ og í framhaldi gæti veiðimaðurinn sagt, um leið og hann rikkir inn þremur um það vil sex kílóa fiskum: „Jú, ætli fari ekki að styttast í það.“ Þegar þau hætta leggur stúlkan sig og veiðimaðurinn setur allt í botn, það var farið að styttast í tímunum 14 og spotti í höfn. Stúlkan hjálpaði svo til á bryggjunni þegar verið var að landa. Allt í einu var kranastrákurinn hættur að hífa upp og fór að setja tóm körin aftur niður. „Skrýtið“ þótti stúlkunni og kallar því til veiðimannsins: „Pabbi, pabbi hvar eru körin með ufsanum og þorskinum sem við fengum í morgun?“
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar