Ástand Schumachers hefur batnað | Enn í lífshættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2013 10:27 Nordic Photos / Getty Images Læknar Michael Schumachers á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi segja að ástand hans hafi skánað örlítið frá því í gær. Honum er þó enn haldið sofandi og ástand hans alvarlegt. Blaðamannafundur var haldinn á sjúkrahúsinu í morgun en Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum á sunnudagsmorgun. Hann féll og rak höfuðið í með þeim afleiðingum að hann fékk alvarlega áverka á heila. Læknar ákváðu í samráði við fjölskyldu hans að framkvæma aðra aðgerð á Þjóðverjanum í gær til að losa um blóðsöfnun, svokallaðan margúl, sem myndaði þrýsting á heila hans. Schumacher var i lífshættu í gær en í gærkvöldi leiddi ný heilaskönnun í ljós að ástand hans hafi skánað örlítið. Það gaf læknunum tækifæri til að framkvæma aðra aðgerð sem heppnaðist vel. Hún stóð yfir í alls tvær klukkustundir. „Við getum þó ekki sagt að honum sé nú borgið en með þessu fáum við meiri tíma. Næstu klukkustundir hafa mikið að segja um framhaldið,“ sagði læknir Schumachers á fundinum í morgun. Schumacher mátti þola talsverðar heilablæðingar og læknarnir segja að þær séu enn til staðar. Með aðgerðinni í gær hafi hins vegar tekist að draga úr hluta þeirra. „Hann er enn í lífshættu.“ Michael Schumacher er 44 ára og sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum. Hann er sigursælasti ökuþór keppninnar frá upphafi. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Læknar Michael Schumachers á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi segja að ástand hans hafi skánað örlítið frá því í gær. Honum er þó enn haldið sofandi og ástand hans alvarlegt. Blaðamannafundur var haldinn á sjúkrahúsinu í morgun en Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum á sunnudagsmorgun. Hann féll og rak höfuðið í með þeim afleiðingum að hann fékk alvarlega áverka á heila. Læknar ákváðu í samráði við fjölskyldu hans að framkvæma aðra aðgerð á Þjóðverjanum í gær til að losa um blóðsöfnun, svokallaðan margúl, sem myndaði þrýsting á heila hans. Schumacher var i lífshættu í gær en í gærkvöldi leiddi ný heilaskönnun í ljós að ástand hans hafi skánað örlítið. Það gaf læknunum tækifæri til að framkvæma aðra aðgerð sem heppnaðist vel. Hún stóð yfir í alls tvær klukkustundir. „Við getum þó ekki sagt að honum sé nú borgið en með þessu fáum við meiri tíma. Næstu klukkustundir hafa mikið að segja um framhaldið,“ sagði læknir Schumachers á fundinum í morgun. Schumacher mátti þola talsverðar heilablæðingar og læknarnir segja að þær séu enn til staðar. Með aðgerðinni í gær hafi hins vegar tekist að draga úr hluta þeirra. „Hann er enn í lífshættu.“ Michael Schumacher er 44 ára og sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum. Hann er sigursælasti ökuþór keppninnar frá upphafi.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira