Citroën fjölgar lúxusbílunum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2013 10:43 Citroën hefur verið þekktara fyrir framleiðslu minni og ódýrari bíla. Frá því að fyrirtækið kynnti DS-línu sína árið 2010 með komu DS3 bílsins kveður talsvert við annan tón hjá Citroën og stefnan hefur greinilega verið tekin í átt að lúxusbílum. Citroën er nú að smíða millistærðar lúxusbíl sem fær nafnið DS 5LS. Hann verður í fyrstu markaðssettur í Kína, en þar er mikil eftirspurn eftir slíkum bílum. Ekki er ljóst hvenær sala hans hefst í Evrópu. Þessi nýi bíll er á stærð við Mercedes Benz C-Class, en þó er lengra milli öxla á DS 5LS. Bíllinn er hlaðinn lúxus, harðviðið og leðri, framsætin er með nuddi og aftursætin stillanleg. Vélarnar sem í boði verða í DS 5LS eru 1,6 og 2,0 lítra forþjöppuvélar og þær tengjast 6 gíra sjálfskiptingu. Citroën hyggst einnig bjóða nýjan jeppling í Kína á næsta ári og greinilegt er að Citroën horfir mjög til stærsta bílamarkaðar heims í Kína þessa dagana, en á meðan er sala Citroën bíla dræm í Evrópu.Snotur að innan. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent
Citroën hefur verið þekktara fyrir framleiðslu minni og ódýrari bíla. Frá því að fyrirtækið kynnti DS-línu sína árið 2010 með komu DS3 bílsins kveður talsvert við annan tón hjá Citroën og stefnan hefur greinilega verið tekin í átt að lúxusbílum. Citroën er nú að smíða millistærðar lúxusbíl sem fær nafnið DS 5LS. Hann verður í fyrstu markaðssettur í Kína, en þar er mikil eftirspurn eftir slíkum bílum. Ekki er ljóst hvenær sala hans hefst í Evrópu. Þessi nýi bíll er á stærð við Mercedes Benz C-Class, en þó er lengra milli öxla á DS 5LS. Bíllinn er hlaðinn lúxus, harðviðið og leðri, framsætin er með nuddi og aftursætin stillanleg. Vélarnar sem í boði verða í DS 5LS eru 1,6 og 2,0 lítra forþjöppuvélar og þær tengjast 6 gíra sjálfskiptingu. Citroën hyggst einnig bjóða nýjan jeppling í Kína á næsta ári og greinilegt er að Citroën horfir mjög til stærsta bílamarkaðar heims í Kína þessa dagana, en á meðan er sala Citroën bíla dræm í Evrópu.Snotur að innan.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent