Mazda2 með rafmótor og Rotary vél Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2013 14:15 Mazda2 með rafmótor og Rotary vél. Er Rotary vélin ekki dauð eftir allt? Svo virðist reyndar vera því Mazda, sem hélt henni lengst allra bílaframleiðenda í framleiðslu, hefur sett slíka vél í Mazda2 bílinn auk rafmótora. Þessi Rotary vél er sannarlega ekki stór, eða með 0,33 lítra sprengirými og hún kemur til kastanna þegar rafhlöður bílsins tæmast. Þá fer Rotary vélin í gang og hleður rafgeyma bílsins og með því kemst hann 400 kílómetra. Bensíntankurinn fyrir Rotary vélina er ekki nema 10 lítrar, en hann lengir drægni bílsins samt um helming. Rafmótoraranir skila 100 hestöflum, svo þessi smái bíll er nokkuð röskur. Það telst mikill kostur við notkun Rotary vélar til stuðnings rafmótorum að hún er mjög létt og henta þær því líklega best við einmitt svona samsetningu vélbúnaðar. Hvort af fjöldaframleiðslu verður á Mazda2 með þessum búnaði er óvíst, en aðeins er um tilraunir á þessari samsetningu að ræða nú í fyrstu. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Er Rotary vélin ekki dauð eftir allt? Svo virðist reyndar vera því Mazda, sem hélt henni lengst allra bílaframleiðenda í framleiðslu, hefur sett slíka vél í Mazda2 bílinn auk rafmótora. Þessi Rotary vél er sannarlega ekki stór, eða með 0,33 lítra sprengirými og hún kemur til kastanna þegar rafhlöður bílsins tæmast. Þá fer Rotary vélin í gang og hleður rafgeyma bílsins og með því kemst hann 400 kílómetra. Bensíntankurinn fyrir Rotary vélina er ekki nema 10 lítrar, en hann lengir drægni bílsins samt um helming. Rafmótoraranir skila 100 hestöflum, svo þessi smái bíll er nokkuð röskur. Það telst mikill kostur við notkun Rotary vélar til stuðnings rafmótorum að hún er mjög létt og henta þær því líklega best við einmitt svona samsetningu vélbúnaðar. Hvort af fjöldaframleiðslu verður á Mazda2 með þessum búnaði er óvíst, en aðeins er um tilraunir á þessari samsetningu að ræða nú í fyrstu.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent