Jólabarn: Óttaðist að fæða í bílnum Hrund Þórsdóttir skrifar 25. desember 2013 19:15 Átta jólabörn komu í heiminn á Landspítalanum í ár, fimm í Hreiðrinu og þrjú á fæðingardeildinni. Legið var í hverju rúmi í morgun en um hádegi var farið að róast enda allir spnenntir að komast heim sem fyrst. „Það var mjög góð stemmning hérna í gærkvöldi, ég var að vinna hérna þá frá hálf fjögur til hálf átta,“ segir Ósk Geirsdóttir, ljósmóðir í Hreiðrinu. „Þá var fólk auðvitað að drífa sig heim, þeir sem gátu, en aðrir voru hérna hjá okkur og fengu góðan mat, gos og kökur og nammi. Það er reynt að gera þetta hátíðlegt eins og ef maður væri heima hjá sér.“ Stella Vattnes Þorbergsdóttir fékk hríðir um klukkan fjögur í gær. „Og þar sem ég á einn þriggja ára og einn fimm ára son gat ég ekki hugsað mér að fara upp á spítala strax, þannig að ég ákvað að klára jólin með þeim áður en ég færi upp eftir. Þetta var dálítið erfitt á köflum, að borða jólamatinn og allt sem því fylgir, en það var klárað. Hamborgarhryggurinn var borðaður og pakkarnir opnaðir,“ segir hún brosandi. Þriðji sonurinn kom í heiminn klukkan hálfníu og Herdís Vattnes, systir Stellu, var viðstödd. „Síðan bara missti hún vatnið rétt eftir að við höfðum opnað síðasta pakkann. Þá var bara brunað af stað, maðurinn minn keyrði okkur og við héldum jafnvel að hún myndi eiga í bílnum og ætluðum ekki að koma henni út úr honum. En svo komumst við á fæðingardeildina og hann kom bara í heiminn fimmtán mínútum seinna. Rosa sætur og hress,“ segir Herdís. Svo þessi jól munu standa upp úr í minningunni? „Já, þetta eru flottustu jólin og flottasti jólapakkinn finnst mér.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Átta jólabörn komu í heiminn á Landspítalanum í ár, fimm í Hreiðrinu og þrjú á fæðingardeildinni. Legið var í hverju rúmi í morgun en um hádegi var farið að róast enda allir spnenntir að komast heim sem fyrst. „Það var mjög góð stemmning hérna í gærkvöldi, ég var að vinna hérna þá frá hálf fjögur til hálf átta,“ segir Ósk Geirsdóttir, ljósmóðir í Hreiðrinu. „Þá var fólk auðvitað að drífa sig heim, þeir sem gátu, en aðrir voru hérna hjá okkur og fengu góðan mat, gos og kökur og nammi. Það er reynt að gera þetta hátíðlegt eins og ef maður væri heima hjá sér.“ Stella Vattnes Þorbergsdóttir fékk hríðir um klukkan fjögur í gær. „Og þar sem ég á einn þriggja ára og einn fimm ára son gat ég ekki hugsað mér að fara upp á spítala strax, þannig að ég ákvað að klára jólin með þeim áður en ég færi upp eftir. Þetta var dálítið erfitt á köflum, að borða jólamatinn og allt sem því fylgir, en það var klárað. Hamborgarhryggurinn var borðaður og pakkarnir opnaðir,“ segir hún brosandi. Þriðji sonurinn kom í heiminn klukkan hálfníu og Herdís Vattnes, systir Stellu, var viðstödd. „Síðan bara missti hún vatnið rétt eftir að við höfðum opnað síðasta pakkann. Þá var bara brunað af stað, maðurinn minn keyrði okkur og við héldum jafnvel að hún myndi eiga í bílnum og ætluðum ekki að koma henni út úr honum. En svo komumst við á fæðingardeildina og hann kom bara í heiminn fimmtán mínútum seinna. Rosa sætur og hress,“ segir Herdís. Svo þessi jól munu standa upp úr í minningunni? „Já, þetta eru flottustu jólin og flottasti jólapakkinn finnst mér.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira