Sport

Kvennalandsliðin keppa til styrktar hringnum

Elimar Hauksson skrifar
Íslensku kvennalandsliðin munu etja kappi til styrktar Barnaspítalanum á morgun í Vodafone höllinni.
Íslensku kvennalandsliðin munu etja kappi til styrktar Barnaspítalanum á morgun í Vodafone höllinni. Mynd/Valgarð
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun á morgun etja kappi við íslenska kvennalandsliðið í handbolta í góðgerðarleik til styrktar Barnaspítala hringsins.

Keppt verður bæði í handbolta og fótbolta en dómari leiksins verður engin önnur en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. SamSam systur munu ásamt knattspyrnumanninum Guðmundur Þórarinssyni spila nokkur vel valin lög í hálfleik til að skemmta gestum. Þá segir á Facebook síðu viðburðarins að Adolf Ingi verði á svæðinu og að hann muni lýsa leiknum af stakri snilld eins og honum einum er lagið.

Þess má geta að handboltakappinn, Ólafur Stefánsson, mun stýra íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta.



Leikurinn hefst klukkan 17:30 í Vodafone höllinni og kostar aðeins 500 krónur inn en fólki er frjálst að borga meira. Allur ágóði af leiknum rennur síðan til Barnaspítala Hringsins.

Það er hægt að sjá umfjöllun um leikinn úr Íslandi í dag með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×