Innlent

Boða til íbúafundar útaf heitavatnsskorti

Fullur þrýstingur komst aftur á heitavatnskerfið á Akranesi í gærdag, eftir bilun í aðveituleiðslunni frá Deildartunguhver í Borgarfirði í fyrrinótt, þriðju bilunina á nokkrum dögum.

Bæjarstjórn Akranes hefur ákveðið að að efna til opins íbúafundar á fimmtudagskvöldið til að fara yfir stöðu og horfur í hitaveitumálum byggðarinnar. Orkuveita Reykjavíkur, sem á veituna, hefur ekki tekið ákvörðun um endurnýjun aðveituæðarinnar, sem annar ekki lengur eftirspurn í kuldatíð, en ákveðið er að fýta byggingu nýs miðlunargeymis á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×