100 ára afmæli fyrstu bensínstöðvarinnar Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2013 10:30 Nýtískuleg bensínstöð í Bandaríkjunum. Þann 1. desember árið 1913 opnaði Gulf fyrirtækið fyrstu bensínstöð heims í Pittsburg í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum. Þá kostaði Gallonið af bensíni 27 bandarísk sent, sem uppreiknað til dagsins í dag samsvarar 6,37 dollurum. Það er talsvert dýrara en í dag en nú kostar gallon af bensíni undir 4 dollurum, eða um 125 krónur. Því hefur bensínverðið fyrir hundrað árum samsvarað um 200 krónum á hvern lítra. Gulf fyrirtækið minnist þessa merka dags með áminningu til bíleigenda um kosti þess að nota etanól, en verð þess er einum dollara ódýrara á hvert gallon. Gallon samsvarar 3,8 lítrum. Auk þess er etanól umhverfisvænt eldsneyti. Um 15,5 milljón bílar í Bandaríkjunum geta brennt etanóli og 3.200 eldsneytisstöðvar selja það. Alls eru um 120.000 bensínstöðvar í Bandaríkjunum í dag. Margar þeirra selja einnig eldsneytisblöndu sem samanstendur af 85% hluta bensíns og 15% hluta etanóls. Sumir benda þó á að notkun etanólblandaðs bensíns geti skaðað bílvélar, sérstaklega ef að hlutfall etanóls fer yfir 10%. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent
Þann 1. desember árið 1913 opnaði Gulf fyrirtækið fyrstu bensínstöð heims í Pittsburg í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum. Þá kostaði Gallonið af bensíni 27 bandarísk sent, sem uppreiknað til dagsins í dag samsvarar 6,37 dollurum. Það er talsvert dýrara en í dag en nú kostar gallon af bensíni undir 4 dollurum, eða um 125 krónur. Því hefur bensínverðið fyrir hundrað árum samsvarað um 200 krónum á hvern lítra. Gulf fyrirtækið minnist þessa merka dags með áminningu til bíleigenda um kosti þess að nota etanól, en verð þess er einum dollara ódýrara á hvert gallon. Gallon samsvarar 3,8 lítrum. Auk þess er etanól umhverfisvænt eldsneyti. Um 15,5 milljón bílar í Bandaríkjunum geta brennt etanóli og 3.200 eldsneytisstöðvar selja það. Alls eru um 120.000 bensínstöðvar í Bandaríkjunum í dag. Margar þeirra selja einnig eldsneytisblöndu sem samanstendur af 85% hluta bensíns og 15% hluta etanóls. Sumir benda þó á að notkun etanólblandaðs bensíns geti skaðað bílvélar, sérstaklega ef að hlutfall etanóls fer yfir 10%.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent