100 ára afmæli fyrstu bensínstöðvarinnar Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2013 10:30 Nýtískuleg bensínstöð í Bandaríkjunum. Þann 1. desember árið 1913 opnaði Gulf fyrirtækið fyrstu bensínstöð heims í Pittsburg í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum. Þá kostaði Gallonið af bensíni 27 bandarísk sent, sem uppreiknað til dagsins í dag samsvarar 6,37 dollurum. Það er talsvert dýrara en í dag en nú kostar gallon af bensíni undir 4 dollurum, eða um 125 krónur. Því hefur bensínverðið fyrir hundrað árum samsvarað um 200 krónum á hvern lítra. Gulf fyrirtækið minnist þessa merka dags með áminningu til bíleigenda um kosti þess að nota etanól, en verð þess er einum dollara ódýrara á hvert gallon. Gallon samsvarar 3,8 lítrum. Auk þess er etanól umhverfisvænt eldsneyti. Um 15,5 milljón bílar í Bandaríkjunum geta brennt etanóli og 3.200 eldsneytisstöðvar selja það. Alls eru um 120.000 bensínstöðvar í Bandaríkjunum í dag. Margar þeirra selja einnig eldsneytisblöndu sem samanstendur af 85% hluta bensíns og 15% hluta etanóls. Sumir benda þó á að notkun etanólblandaðs bensíns geti skaðað bílvélar, sérstaklega ef að hlutfall etanóls fer yfir 10%. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent
Þann 1. desember árið 1913 opnaði Gulf fyrirtækið fyrstu bensínstöð heims í Pittsburg í Pennsilvaníu í Bandaríkjunum. Þá kostaði Gallonið af bensíni 27 bandarísk sent, sem uppreiknað til dagsins í dag samsvarar 6,37 dollurum. Það er talsvert dýrara en í dag en nú kostar gallon af bensíni undir 4 dollurum, eða um 125 krónur. Því hefur bensínverðið fyrir hundrað árum samsvarað um 200 krónum á hvern lítra. Gulf fyrirtækið minnist þessa merka dags með áminningu til bíleigenda um kosti þess að nota etanól, en verð þess er einum dollara ódýrara á hvert gallon. Gallon samsvarar 3,8 lítrum. Auk þess er etanól umhverfisvænt eldsneyti. Um 15,5 milljón bílar í Bandaríkjunum geta brennt etanóli og 3.200 eldsneytisstöðvar selja það. Alls eru um 120.000 bensínstöðvar í Bandaríkjunum í dag. Margar þeirra selja einnig eldsneytisblöndu sem samanstendur af 85% hluta bensíns og 15% hluta etanóls. Sumir benda þó á að notkun etanólblandaðs bensíns geti skaðað bílvélar, sérstaklega ef að hlutfall etanóls fer yfir 10%.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent