Erlent

Táknmálstúlkurinn: „Ég sá engla“

Samúel Karl Ólason skrifar
Thamsanqa Dyantyi kennir geðklofakasti um slaka frammistöðu sína við túlkun á minningarathöfn Nelson Mandela.
Thamsanqa Dyantyi kennir geðklofakasti um slaka frammistöðu sína við túlkun á minningarathöfn Nelson Mandela. Mynd/AP
Thamsanqa Dyantyi, táknmálstúlkurinn á minningarathöfn Nelson Mandelda sem hefur hlotið heimsfrægð undanfarna daga, kennir geðklofakasti  um slaka frammistöðu sína á athöfninni.

„Hvað gerðist þann dag? Ég veit ekki  hvað ég á að kalla það,“ segir Dyantyi í viðtali við BBC. „Ég sá engla koma inn á leikvanginn og um leið og ég sá englana áttaði ég mig á því að það væri vandamál. Ég veit aldrei hvernig ég bregst við þegar slíkt kemur fyrir. Stundum bregst ég við með ofbeldi og stundum sé ég eitthvað elta mig. Ég var í mjög erfiðri stöðu.“

„Svo ég segi öllum, að ef ég hef móðgað einhvern, vinsamlegast fyrirgefið mér. Ég var að gera það sem ég trúi að sé köllun mín í lífinu og ég var að gera það sem ég tel skipta sköpum í landinu.“

Viðtalið á BBC má sjá hér að neðan:


Tengdar fréttir

Táknmálstúlkurinn bullaði bara

Samband heyrnarlausra í Suður-Afríku segir táknmálstúlk á minningarathöfn Nelson Mandela í gær vera loddara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×