TPP, TAFTA og Wikileaks Kristín A. Atladóttir skrifar 16. desember 2013 08:19 Fyrir skömmu birtist á uppljóstrunarsíðu Wikileaks kafli úr drögum að fríverslunarsamningi, svokölluðum TPP samningi (Trans Pacific Partnership), sem 12 Kyrrahafslönd standa að. Mikill áhugi er á TPP samningnum og stafar sá áhugi meðal annars af því að þar má greina áherslur sem þjóðirnar leggja til grundvallar í alþjóðaviðskiptum og atvinnuuppbyggingu á 21 öldinni. Önnur ástæða er að sambærilegur fríverslunarsamningur á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins er nú í burðarliðnum (ýmist kallaður Transatlantic Trade and Investment Partnership (TTIP) eða Transatlantic Free Trade Agreement (TAFTA)). Gert er ráð fyrir að sá samningur verði í eðli sínu svipaður TPP samningnum og úr verði stærsta fríverslunarsvæði heims. Tilgangurinn er að greiða fyrir auknum viðskiptum á sviði fjárfestinga, hráefna- og orku, lyfja- og líftækniþróunar og þjónustu, og aflétta höftum tendgum fjármagnsviðskiptum, erfðabreyttum matvælum og líftækni, orkunýtingu og lyfjaframleiðslu og fl. Gríðarleg leynd hefur hvílt yfir innihaldi TPP samningsins en framkvæmd samningaviðræðnanna hefur sætt umtalsverðri gagnrýni. Auk leyndarinnar þykir ámælisvert að einu aðilarnir sem lagt hafa til ráðgjöf og álit við samningsgerðina eru fulltrúar stórfyrirtækja sem eiga hagsmuna að gæta. Samkomulag er um að samningsdrögin, sem sýna tillögur og tilslakanir þátttökuþjóðanna á samningsferlinu, verði ekki gerð aðgengileg fyrr en fjórum árum eftir gildistöku samningsins. Loks sætir undrun að krafist er flýtimeðferðar á afgreiðslu samningsins, sem einungis er hægt að samþykkja í heild sinni eða hafna, í bandaríska þinginu en stefnt var að undirritaðun hans fyrir lok þessa árs. TPP er umfangsmikill samningur sem kallar á laga- og reglugerðabreytingar á fjölmörgum sviðum þjóðréttar og vekur furðu að Bandaríkjaþing fái svo skamman tíma til að kynna sér efni hans og íhuga þau víðtæku áhrif sem af honum leiða. Með svipuðum hætti hefur ríkisstjórn Ástralíu ákveðið að ástralska þingið fái að kynna sér samninginn og taka afstöðu til hans einungis eftir að ríkisstjórnin hefur undirritað hann. Kafli samningsins sem Wikileaks komst yfir og birti á Netinu fjallar um hugverkaréttindi. Það er ekki ofsögum sagt að dagana á eftir hafi mikið verið rætt um skjalið og þær breytingar á hugverkaréttindalöggjöfinni sem það felur í sér á þeim fjölmörgu vefsíðum sem sérfræðingar í hugverkaréttindalögum, áhugafólk um lögin og þeir sem láta sig rafrænt frelsi varða, halda úti. 80 prófessorar í hugverkaréttindalögum við nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna sendu Obama forseta og þingmönnum Bandaríkjaþings bréf og óskuðu eftir að leyndinni af samningagerðinni og samningsdrögum yrði tafarlaust létt. Í bréfinu er staðhæft að samningaferlið gangi í bága við ríkjandi lýðræðisgildi. En hvers vegna er samningurinn, og ekki síst hugverkaréttindakafli hans, fólki svo hugleikinn? Hugverkaréttindalöggjöfin hefur afar víðtæk áhrif. Allt frá því að vera helsta forsenda verðmyndunar á lyfjamarkaði til þess að hafa bein áhrif á miðlun upplýsinga og uppbyggingu þekkingar. Hún getur stutt við eða hamlað nýsköpun eftir því hvernig henni er beitt og haft áhrif á tjáningafrelsi einstaklinga. Í raun má segja að með hugverkaréttindalöggjöfinni og ákvæðum hennar um tæknilegar takmarkanir og ráðstafanir sé hægt að hafa áhrif á lýðræðisþróun og koma á upplýsingastýringu auk þess sem sterkur eignaréttur á sviði hugverkaréttinda, einkaleyfa, höfundaréttar og vörumerkja eykur einokunaráhrif á markaði með hugverkaréttindavarða vöru. Því er mikið í húfi og afar brýnt að tryggt sé nauðsynlegt jafnvægi á milli almanna- og einkahagsmuna, jafnvægi sem tryggir aðgengi að og miðlun á hugverkum og þekkingu á sama tíma og eigendum hugverkanna er boðin vernd sem tryggir þeim hagrænar nytjar af framleiðslu sinni. Kaflinn sem birtur var felur í sér ákvæði um alla flokka hugverkaréttinda. Undantekningalítið er réttur rétthafa styrktur en hafa ber í huga að langstærstur hluti hagnýtanlegra hugverkaréttinda er í eigu fyrirtækja. Það á líka við um höfundarétt. Lágmarksverndartími er lengdur í allflestum tilfellum og verndunarsviðið er útvíkkað þannig að nýjir flokkar verndaðs efnis verða til. Þar má nefna einkarétt á rannsóknargögnum og rannsóknarniðurstöðum t.d. í lyfjaprófunum sem og ákvæði sem tryggir aðgengi almennings að lyfjum við tilteknum sjúkdómum. Einnig er gert ráð fyrir að einkaleyfi verði veitt á ákveðnum lækningaaðferðum. Á sviði höfundaréttar er lagður til verndarflokkur fyrir sameiginlegan þekkingar- og menningararf þjóða að frumkvæði fulltrúa Perú og Nýja Sjálands en enn er tekist á um hvort veita eigi vernd afurðum sem nýta þennan menningararf beint. Þrengt er að undantekningum frá einkaréttinum, slíkar undantekningar heimila frjálsa en takmarkaða notkun efnis t.d. í kennsluskyni, tilvitnanir og til fréttaflutnings, og eiga að tryggja flæði þekkingar. Ráðstafanir sem hamla eiga afritun eða meðferð höfundarréttarvarins efnis á stafrænu formi eru afar víðtækar sem og refsi- og skaðabótaákvæði við brotum á þeim, og fleiri, brotum. Víðtækastir eru þeir hlutar sem fjalla um fullnustu- og bótarétt og fela þeir í sér hert ákvæði á báðum sviðum. Ýmsir sérfræðingar telja að þessi ákvæði séu jafnvel víðtækari en þau sem fólust í hinum bandarísku SOPA (Stop Online Piracy Act) lögunum svokölluðu sem fallið var frá að afgreiða í bandaríska þinginu vegna almennrar andstöðu. Ef í ljós kemur að hugverkaréttindakaflinn í fríverslunarsamningnum á milli Bandaríkjanna og ESB verður svipaður, eða sambærilegur, þeim sem nú var lekið kann það hafa í för með sér allnokkrar breytingar á evrópskri hugverkaréttindalöggjöf. Ekki síst á höfundarétti. Bandarískur höfundaréttur er að öllu leyti efnahagslegur, svokallaður nytjaréttur, og hvílir réttmæti laganna á þeirri velferð sem hagræn nýting þeirra skapar samfélaginu. Evrópskur höfundaréttur er hins vegar tvískiptur í þeim skilningi að hann hefur tvö réttindasvið, nytjarétt og sæmdarrétt og er ætlað að tryggja ýmis persónuleg réttindi höfunda auk efnahagslegra réttinda þeirra. Persónuréttindin geta hamlað viðskiptum með hugverkaréttindavarið efni en fækkun slíkra tálmana er einmitt tilgangurinn með samningum á borð við TPP. Nú er orðið ljóst að samkomulag um TPP næst ekki á þessu ári og hefur verið gefin út formleg tilkynning þar að lútandi. Svo virðist sem gögnin sem Wikileaks birti hafi gert samingsaðilum erfiðara fyrir að ná samkomulagi og komið hefur fram að umræða heimafyrir veldur því að fulltrúar nokkurra landa, þar á meðal Ástralíu, Nýja Sjálands og Chile, veita nú einbeittari mótspyrnu gegn þrýstingi sem Bandaríkjamenn hafa beitt. Líkt og kemur fram í viðbótargögnum sem Wikileaks birti nú í upphafi þessarar viku er sá þrýstingur mikill. Hvort sem hinni miklu leynd verður aflétt áður en áfram er haldið eða ekki, er þess óskandi að undirbúningurinn að fríverslunarsamning Bandaríkjanna og Evrópu verði gagnsærri og bjóði uppá víðtækari þátttöku hagsmunaaðila en reyndin hefur verið með TPP. Ekki er ljóst er á hvaða stigi þær samingaviðræður eru né hvaða þjóðir eiga aðild að þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtist á uppljóstrunarsíðu Wikileaks kafli úr drögum að fríverslunarsamningi, svokölluðum TPP samningi (Trans Pacific Partnership), sem 12 Kyrrahafslönd standa að. Mikill áhugi er á TPP samningnum og stafar sá áhugi meðal annars af því að þar má greina áherslur sem þjóðirnar leggja til grundvallar í alþjóðaviðskiptum og atvinnuuppbyggingu á 21 öldinni. Önnur ástæða er að sambærilegur fríverslunarsamningur á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins er nú í burðarliðnum (ýmist kallaður Transatlantic Trade and Investment Partnership (TTIP) eða Transatlantic Free Trade Agreement (TAFTA)). Gert er ráð fyrir að sá samningur verði í eðli sínu svipaður TPP samningnum og úr verði stærsta fríverslunarsvæði heims. Tilgangurinn er að greiða fyrir auknum viðskiptum á sviði fjárfestinga, hráefna- og orku, lyfja- og líftækniþróunar og þjónustu, og aflétta höftum tendgum fjármagnsviðskiptum, erfðabreyttum matvælum og líftækni, orkunýtingu og lyfjaframleiðslu og fl. Gríðarleg leynd hefur hvílt yfir innihaldi TPP samningsins en framkvæmd samningaviðræðnanna hefur sætt umtalsverðri gagnrýni. Auk leyndarinnar þykir ámælisvert að einu aðilarnir sem lagt hafa til ráðgjöf og álit við samningsgerðina eru fulltrúar stórfyrirtækja sem eiga hagsmuna að gæta. Samkomulag er um að samningsdrögin, sem sýna tillögur og tilslakanir þátttökuþjóðanna á samningsferlinu, verði ekki gerð aðgengileg fyrr en fjórum árum eftir gildistöku samningsins. Loks sætir undrun að krafist er flýtimeðferðar á afgreiðslu samningsins, sem einungis er hægt að samþykkja í heild sinni eða hafna, í bandaríska þinginu en stefnt var að undirritaðun hans fyrir lok þessa árs. TPP er umfangsmikill samningur sem kallar á laga- og reglugerðabreytingar á fjölmörgum sviðum þjóðréttar og vekur furðu að Bandaríkjaþing fái svo skamman tíma til að kynna sér efni hans og íhuga þau víðtæku áhrif sem af honum leiða. Með svipuðum hætti hefur ríkisstjórn Ástralíu ákveðið að ástralska þingið fái að kynna sér samninginn og taka afstöðu til hans einungis eftir að ríkisstjórnin hefur undirritað hann. Kafli samningsins sem Wikileaks komst yfir og birti á Netinu fjallar um hugverkaréttindi. Það er ekki ofsögum sagt að dagana á eftir hafi mikið verið rætt um skjalið og þær breytingar á hugverkaréttindalöggjöfinni sem það felur í sér á þeim fjölmörgu vefsíðum sem sérfræðingar í hugverkaréttindalögum, áhugafólk um lögin og þeir sem láta sig rafrænt frelsi varða, halda úti. 80 prófessorar í hugverkaréttindalögum við nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna sendu Obama forseta og þingmönnum Bandaríkjaþings bréf og óskuðu eftir að leyndinni af samningagerðinni og samningsdrögum yrði tafarlaust létt. Í bréfinu er staðhæft að samningaferlið gangi í bága við ríkjandi lýðræðisgildi. En hvers vegna er samningurinn, og ekki síst hugverkaréttindakafli hans, fólki svo hugleikinn? Hugverkaréttindalöggjöfin hefur afar víðtæk áhrif. Allt frá því að vera helsta forsenda verðmyndunar á lyfjamarkaði til þess að hafa bein áhrif á miðlun upplýsinga og uppbyggingu þekkingar. Hún getur stutt við eða hamlað nýsköpun eftir því hvernig henni er beitt og haft áhrif á tjáningafrelsi einstaklinga. Í raun má segja að með hugverkaréttindalöggjöfinni og ákvæðum hennar um tæknilegar takmarkanir og ráðstafanir sé hægt að hafa áhrif á lýðræðisþróun og koma á upplýsingastýringu auk þess sem sterkur eignaréttur á sviði hugverkaréttinda, einkaleyfa, höfundaréttar og vörumerkja eykur einokunaráhrif á markaði með hugverkaréttindavarða vöru. Því er mikið í húfi og afar brýnt að tryggt sé nauðsynlegt jafnvægi á milli almanna- og einkahagsmuna, jafnvægi sem tryggir aðgengi að og miðlun á hugverkum og þekkingu á sama tíma og eigendum hugverkanna er boðin vernd sem tryggir þeim hagrænar nytjar af framleiðslu sinni. Kaflinn sem birtur var felur í sér ákvæði um alla flokka hugverkaréttinda. Undantekningalítið er réttur rétthafa styrktur en hafa ber í huga að langstærstur hluti hagnýtanlegra hugverkaréttinda er í eigu fyrirtækja. Það á líka við um höfundarétt. Lágmarksverndartími er lengdur í allflestum tilfellum og verndunarsviðið er útvíkkað þannig að nýjir flokkar verndaðs efnis verða til. Þar má nefna einkarétt á rannsóknargögnum og rannsóknarniðurstöðum t.d. í lyfjaprófunum sem og ákvæði sem tryggir aðgengi almennings að lyfjum við tilteknum sjúkdómum. Einnig er gert ráð fyrir að einkaleyfi verði veitt á ákveðnum lækningaaðferðum. Á sviði höfundaréttar er lagður til verndarflokkur fyrir sameiginlegan þekkingar- og menningararf þjóða að frumkvæði fulltrúa Perú og Nýja Sjálands en enn er tekist á um hvort veita eigi vernd afurðum sem nýta þennan menningararf beint. Þrengt er að undantekningum frá einkaréttinum, slíkar undantekningar heimila frjálsa en takmarkaða notkun efnis t.d. í kennsluskyni, tilvitnanir og til fréttaflutnings, og eiga að tryggja flæði þekkingar. Ráðstafanir sem hamla eiga afritun eða meðferð höfundarréttarvarins efnis á stafrænu formi eru afar víðtækar sem og refsi- og skaðabótaákvæði við brotum á þeim, og fleiri, brotum. Víðtækastir eru þeir hlutar sem fjalla um fullnustu- og bótarétt og fela þeir í sér hert ákvæði á báðum sviðum. Ýmsir sérfræðingar telja að þessi ákvæði séu jafnvel víðtækari en þau sem fólust í hinum bandarísku SOPA (Stop Online Piracy Act) lögunum svokölluðu sem fallið var frá að afgreiða í bandaríska þinginu vegna almennrar andstöðu. Ef í ljós kemur að hugverkaréttindakaflinn í fríverslunarsamningnum á milli Bandaríkjanna og ESB verður svipaður, eða sambærilegur, þeim sem nú var lekið kann það hafa í för með sér allnokkrar breytingar á evrópskri hugverkaréttindalöggjöf. Ekki síst á höfundarétti. Bandarískur höfundaréttur er að öllu leyti efnahagslegur, svokallaður nytjaréttur, og hvílir réttmæti laganna á þeirri velferð sem hagræn nýting þeirra skapar samfélaginu. Evrópskur höfundaréttur er hins vegar tvískiptur í þeim skilningi að hann hefur tvö réttindasvið, nytjarétt og sæmdarrétt og er ætlað að tryggja ýmis persónuleg réttindi höfunda auk efnahagslegra réttinda þeirra. Persónuréttindin geta hamlað viðskiptum með hugverkaréttindavarið efni en fækkun slíkra tálmana er einmitt tilgangurinn með samningum á borð við TPP. Nú er orðið ljóst að samkomulag um TPP næst ekki á þessu ári og hefur verið gefin út formleg tilkynning þar að lútandi. Svo virðist sem gögnin sem Wikileaks birti hafi gert samingsaðilum erfiðara fyrir að ná samkomulagi og komið hefur fram að umræða heimafyrir veldur því að fulltrúar nokkurra landa, þar á meðal Ástralíu, Nýja Sjálands og Chile, veita nú einbeittari mótspyrnu gegn þrýstingi sem Bandaríkjamenn hafa beitt. Líkt og kemur fram í viðbótargögnum sem Wikileaks birti nú í upphafi þessarar viku er sá þrýstingur mikill. Hvort sem hinni miklu leynd verður aflétt áður en áfram er haldið eða ekki, er þess óskandi að undirbúningurinn að fríverslunarsamning Bandaríkjanna og Evrópu verði gagnsærri og bjóði uppá víðtækari þátttöku hagsmunaaðila en reyndin hefur verið með TPP. Ekki er ljóst er á hvaða stigi þær samingaviðræður eru né hvaða þjóðir eiga aðild að þeim.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar