Um erfðabreytt matvæli - Svar við grein sex fræðimanna Davíð Östergaard og Sölvi Jónsson skrifar 17. desember 2013 08:13 5. október sl. birtist grein í Fréttablaðinu undirrituð af sex fræðimönnum. Greinarhöfundar fullyrða að engar vísbendingar hafi komið fram sem benda til þess að erfðabreyttar nytjaplöntur í landbúnaði séu skaðlegar heilsu fólks umfram hefðbundin matvæli og segja að í kjölfar rannsókna síðustu 25 árin sé vísindasamfélagið á þeirri skoðun að erfðatækni sé örugg. Greinarhöfundar fullyrða einnig að milljónir bænda um allan heim nýti erfðabreyttar nytjaplöntur með góðum árangri og að erfðabreyttar plöntur hafi ekki neikvæð áhrif á náttúruna. Greinarhöfundar, sem flestir eru með doktorspróf, vísa hvorki í rannsóknir né fræðigreinar máli sínu til stuðnings.(1) Þetta eru stór orð í ljósi þess að því fer fjarri að einhugur sé í vísindasamfélaginu um öryggi erfðabreyttra lífvera. 230 fræðimenn hafa þegar þetta er skrifað sett nafn sitt við yfirlýsingu: „Statement: No scientific consensus on GMO safety”, dagsett 10. október á þessu ári (yfirlýsingin er enn opin til undirritunar). Í yfirlýsingunni mótmæla fræðimennirnir þeirri fullyrðingu að vísindaleg samstaða sé um öryggi erfðabreyttra lífvera, segja að hún sé byggð á veikum vísindalegum grunni og lýsa yfir þungum áhyggjum af áhrifum erfðabreyttra lífvera á umhverfið og heilsu manna og dýra. Fræðimennirnir vitna í fjölda rannsókna og fræðigreinar máli sínu til stuðnings.(2) Í opnu bréfi frá síðasta ári sem 21 fræðimaður er skrifaður fyrir: „Yes: Food labels would let consumers make informed choices”, mótmæla undirritaðir, sem margir eru meðlimir í American Association for Advancement of Science, þeirri fullyrðingu AAAS að erfðabreytt matvæli séu örugg og þess vegna óþarfi að merkja þau.(3) Það fer sáralítið fyrir ræktun erfðabreyttra plantna í Evrópu og raunar er lagt blátt bann við ræktun erfðabreytts maís Monsanto fyrirtækisins í mörgum Evrópulöndum. Á heimasíðu Evrópusambandsins má sjá að sex Evrópulönd hafa nýtt sér svokallaða „varúðarreglu” um ræktun erfðabreyttra plantna. Löndin eru Austurríki, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland, Þýskaland og Lúxembúrg sem öll banna ræktun á erfðabreyttum maís.(4) Eitthvað er nú viðhaldinu á síðu Evrópusambandsins hins vegar ábótavant vegna þess að síðan þetta var skrifað hafa þrjú lönd bæst við hópinn sem banna ræktun á erfðabreyttum maís; Búlgaría, Pólland og Ítalía.(5) Ef fullkomin vissa er um það innan vísindasamfélagsins að erfðatækni sé örugg af hverju hefur ræktun erfðabreyttra plantna þá ekki verið tekið opnum örmum alls staðar innan Evrópusambandsins? Evrópusambandið er með strangar reglur um merkingar erfðabreyttra matvara þar sem krafist er fullkomins rekjanleika vörunnar.(6) Í dag er einungis ræktuð ein gerð af erfðabreyttum plöntum innan Evrópusambandsins, erfðabreyttur maís Monsanto fyrirtækisins.(7) Hljómar þetta eins og það sé fullkomin vissa um öryggi erfðabreyttrar ræktunar? Erfðabreytt matvæli hafa aldrei verið rannsökuð á mönnum. Öryggi erfðabreyttra matvæla á heilsu manna er reist á 90 daga rannsóknum líftæknifyrirtækjanna þar sem þau rannsaka eigin vöru á rottum. Hversu traustvekjandi er það? Það er vitað að það hefur áhrif á niðurstöðu rannsóknar hver kostunaraðilinn er. Gott dæmi um þetta er t.d. aspartam. Af 166 ritrýndum rannsóknum þar sem 74 voru kostaðar af matvælaframleiðendum eða tengdum aðilum var niðurstaðan í öllum rannsóknunum að aspartam væri ekki skaðlegt efni. 92 rannsóknir voru kostaðar af óháðum aðilum og var niðurstaða lang flestra þessara rannsókna (92%) að aspartam hefði skaðleg áhrif á heilsu tilraunadýrsins.(8) Sárafáar langtímarannsóknir eru til á erfðabreyttu fóðri á tilraunadýr (og auðvitað engar á mönnum). Það væri hægt að benda á fjölda óháðra rannsókna (og m.a.s. líka sumar rannsóknir Monsanto fyrirtækisins) sem benda til skaðlegra áhrifa erfðabreytts fóðurs á tilraunadýr. Svo er á móti hægt að benda á mun fleiri rannsóknir og líka hægt að taka þar inn í eitthvað af óháðum rannsóknum sem benda til þess að erfðabreytt fóður hafi ekki skaðleg áhrif á tilraunadýr. Okkar skoðun er sú að það sé einfaldlega á litlu að byggja þegar rannsóknir á erfðabreyttu fóðri ná aðeins til 90 daga og erfðabreytt matvæli hafa ALDREI verið rannsökuð á mönnum. Ef erfðabreytt matvæli geta t.d. valdið krabbameini þá er ljóst að krabbamein getur verið lengi að búa um sig. Við vísum á það sem fræðimennirnir 230 segja í yfirlýsingu sinni en ætlum að öðru leyti ekki að fara út í hártoganir um þetta efni við greinarhöfundana sex. Frekar viljum við benda á það að málið er mun stærra en þetta, þ.e. hvort erfðabreytt matvæli séu skaðleg heilsu manna eða ekki. Í grein sinni töluðu höfundarnir sex um illgresiseyðinn Glyphosate: „Ræktun plantna sem þola sjúkdóma og meindýr fylgir minni notkun eiturefna. Illgresiseyðirinn Glyphosate, sem notaður er samfara ræktun „RoundUp Ready“ plantna, er mun minna eitraður en flest sambærileg efni sem standa bændum til boða.” Glyphosate er innihaldsefni, „virka efnið” í illgresiseyði á borð við Roundup. Það er m.ö.o. ekki rétt að kalla glyphosate (skrifað með litlum staf) illgresiseyði. Einkaleyfi Monsanto á glyphosate rann út árið 2000 þannig að í dag er glyphosate notað í fleiri illgresiseyða en Roundup. Sala á Roundup er um 10% af veltu Monsanto fyrirtækisins.(9) Plöntur Monsanto eru hannaðar til að þola Roundup (glyphosate) en vegna svokallaðs „ofurillgresis” (illgresi þolið gegn illgresiseyði) hafa mörkin fyrir leyfilegri notkun glyphosate verið hækkuð í Bandaríkjunum um helming.(10) Samkvæmt rannsókn á áhrifum erfðabreyttra plantna á notkun eiturefna í Bandaríkjunum, sem var birt á síðasta ári og náði til sextán ára, hefur notkun eiturefna aukist umtalsvert (um 183 milljón kíló eða 7%).(11) Þar fór goðsögnin um að minna af eiturefni þurfi á erfðabreyttar plöntur. Og það er ljóst að glyphosate getur verið skaðlegt heilsu manna (hefur líka skaðleg áhrif á umhverfið) og ljóst að því minna sem notað er af glyphosate því betra. Samkvæmt nýlegri rannsókn þá eykur glyphosate t.d. líkur á brjóstakrabbameini.(12) Í grein sinni sögðu höfundar: „Svo kallað „ofurillgresi“ (illgresi þolið gegn illgresiseyði) er oft notað sem dæmi um neikvæð áhrif en rétt er að benda á að slík áhrif komu fram löngu fyrir tíma EB-lífvera í landbúnaði. Hér er því ekki reynt að greina milli áhrifa nútíma landbúnaðar þar sem nýtt eru ýmiss konar varnarefni og nýtingar EB-nytjaplantna.” Semsagt vegna þess að myndun ofurillgresis í hefðbundnum landbúnaði er þekkt fyrirbæri þá er myndun ofurillgresis í lagi samfara landbúnaði með erfðabreyttar plöntur. Kannski líka í lagi að þetta ofurillgresi virðist mun þolnara gagnvart eiturefnum heldur en nokkurt annað illgresi í sögu landbúnaðar? Á svæðum þar sem erfðabreyttar plöntur hafa verið ræktaðar árum saman er illgresi, sem hefur myndað þol fyrir glyphosate, víða orðið að stóru vandamáli.(13) Sumir spá því að það komi að því að RoundUp illgresiseyðirinn hætti að virka á ofurillgresið og menn þurfi þá að fara að nota eldri og skaðlegri illgresiseyða. En hér vantar heimild þannig að þetta hljómar þá kannsi eins og kjaftasaga. Svosem rétt eins og margt ef ekki flest hljómaði eins og kjaftasaga í grein fræðimannanna sex. Greinarhöfundar sögðu: „Nýleg athugun sýnir að ræktun á EB-bómull eykur uppskeru bænda á Indlandi um 24%, ágóða um 50% og lífskjör um 18%. Ávinningurinn er augljós.” Látum liggja á milli hluta að okkur finnst hálf furðulegt að lífskjör séu reiknuð til prósenta en það hefði nú verið áhugavert að skoða þessa athugun (semsagt ekki rannsókn) og vita hver kostaði hana. Kannski Monsanto? En það er ekki hægt vegna þess að höfundar gátu ekki heimilda. Tökum þá í staðinn umræðuna um háa sjálfsvígtíðni meðal indverskra bænda sem rækta erfðabreyttan bómull. Dr. Vandana Shiva, indversk kona sem hefur helgað líf sitt baráttunni gegn erfðabreyttum matvælum og var eitt sinn gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils, segir að hátt verð á útsæði og eiturefnum (vegna vaxandi notkunar) hafi hneppt bændur í skuldafjötra. Margir þeirra hafi séð sjálfsvíg sem einu leiðina út úr ógöngum sínum.(14) Sjálfsvígstíðni er há á Indlandi og sjálfsvíg bænda hefur alltaf verið vandamál. Það hefur verið umdeilt hvort sjálfsvígstíðni hafi vaxið á meðal bænda eftir að þeir fóru að rækta erfðabreytta bómull. International Food Policy Research Institute birti skýrslu árið 2008 þar sem niðurstaðan var að ekki væri tenging á milli sjálfsvíga bænda og erfðabreyttrar bómullar. (15) Í þessa skýrslu er síðan vitnað aftur og aftur þó svo að nú sé árið 2013. Árið 2012 lýsti Indian Council of Agricultural Research (ICAR) því hins vegar yfir að tenging væri á milli sjálfsvíga indverskra bómullarbænda og aukins kostnaðar vegna vaxandi eiturefnisnotkunar samfara minnkandi uppskeru.(16) Vegna einokunarstöðu Monsanto stórfyrirtækisins hafa bændur ekki getað farið yfir í ræktun á hefðbundnu bómullarútsæði aftur.(17) Það er því erfitt að sjá 18% lífskjaraaukninguna í þessu. Það er óhætt að segja að líftæknifyrirtækið Monsanto sé eitt fyrirlitnasta stórfyrirtæki jarðar. Það er okkar skoðun að með því að verja erfðabreytt matvæli þá séu greinarhöfundar um leið að verja glæpi stórfyrirtækis eins og Monsanto. Þetta tvennt verður ekki slitið í sundur. Upptalning á nokkrum af öðrum „afrekum” Monsanto fyrirtækisins: Monsanto framleiddi og seldi bandaríska varnarmálaráðuneytinu Agent Orange eiturefnið sem Bandaríkjamenn notuðu í Víetnamstríðinu til að eyðileggja ræktarland og svipta „skæruliðahermenn” skjóli. Víetnömsk stjórnvöld áætla að um 400 þúsund manns hafi látist eða beðið alvarlegan skaða vegna þessa og að hálf milljón barna hafi fæðst með alvarlega fæðingargalla auk mikils umhverfisskaða. Víetnamska þjóðin er enn að bíta úr nálinni með þetta enda ummerkja um eitrið enn að finna í lífkeðjunni.(18) Monsanto setti DDT eiturefnið á markað árið 1944. Það var síðan bannað árið 1972 eftir að hafa valdið hrikalegum umhverfisspjöllum. Monsanto á einkaleyfið á hinu mjög svo umdeilda aspartam. Monsanto hefur marg oft verið lögsótt og þurft að semja um bætur til starfsmanna sinna eða almennings vegna mengunar og eitrunar sem fyrirtækið hefur valdið. Monsanto er höfundur mjög svo umdeilds hormóns sem hefur verið sprautað í kýr til að auka mjólkurframleiðslu þeirra. Monsanto beitti sér á sínum tíma gegn merkingum á mjólk þar sem kom fram að mjólkin væri laus við þetta hormón á þeirri forsendu að merkingin gæfi til kynna að mjólk kúa meðhöndlaðar með rBST hormóninu væri „óæðri”. Bændur mega ekki geyma erfðabreytt Monsanto útsæði og hefur fyrirtækið staðið fyrir fjölda lögsókna gegn bændum sem hafa geymt útsæði. Monsanto hefur sömuleiðs lögsótt bændur, þar sem akrarnir hafa smitast af erfðabreyttum plöntum fyrirtækisins, fyrir brot á „höfundarrétti”.(19) Við sjáum ekki samsæriskenninguna um yfirgang stórfyrirtækja. Við sjáum staðreyndina um yfirgang stórfyrirtækja! Greinarhöfundar sögðu: „Andstæðingar EB-nytjaplantna grípa gjarnan til þess ráðs að skýra vaxandi ræktun hjá bændum með samsæriskenningum um yfirgang stórfyrirtækja en niðurstöðurnar tala sínu máli.” Á árinu hafa verið farnar tvær mótmælagöngur í fjölda borga á vesturlöndum gegn Monsanto.(20) Er skrítið að fólk efist um öryggi erfðabreyttra lífvera þegar saga stórfyrirtækis eins og Monsanto er skoðuð? Erfðabreytt matvæli voru búin til á tilraunastofu til að græða peninga. Ekki til að auka fæðuframleiðslu eða hjálpa sveltandi heimi. Sjálf grundvallarforsendan fyrir framleiðslu erfðabreyttra matvæla er brostin þegar búið er að sýna fram á það að þau auka ekki uppskeru heldur þvert á móti minnka hana og kalla á meiri eiturefnanotkun en í hefðbundnum landbúnaði auk fleiri óæskilegra umhverfisþátta. Margir spá því að erfðabreytt matvæli munu í framtíðinni verða valdurinn að hungursneyðum í þriðja heiminum. Tveir af greinarhöfundunum sex, Jón Hallsteinn og Áslaug Helgadóttir hafa gengt stöðu verkefnisstjóra vegna styrkveitingar til líftæknifyrirtækisins ORF.(21) Heimildir:(1) Áslaug Helgadóttir, Eiríkur Steingrímsson, Erna Magnúsdóttir, Jón Hallsteinn Hallsson, Magnús Karl Magnússon, Oddur Vilhelmsson (2013, 5. okt.). Erfðabreyttar lífverur - hættulegar eða hættulausar? Fréttablaðið. Sótt 10. október 2013 af /g/2013710059971 (2) Antoniou, M., Apoteker, A., Avarez-Buylla, E., Avila-Bello, C.H., Bardócz, S., Belpoggi, F. … Zivian, A.M (2013, 10. okt.) Statement: No scientific consensus on GMO safety. European Network of Scientists. Sótt 9. nóv. af http://www.ensser.org/increasing-public-information/no-scientific-consensus-on-gmo-safety/Hér er að finna nöfn þeirra 230 fræðimanna sem höfðu undirritað yfirlýsinguna 30. okt.: http://www.ensser.org/fileadmin/user_upload/131030_signatories_as_of_131030_lv.pdf (3) Hunt, P., Blumberg, B., Bornehag, C-G., Clapp, R., Collins, T.J., DeFur P.T. … Zoeller, R.T. (2012). Yes: Food labels would let consumers make informed choices. Environmental Health News. Sótt 29. október af www.environmentalhealthnews.org/ehs/news/2012/yes-labels-on-gm-foods (4) Rules on GMOs in the EU - Ban on GMOs cultivation (2013). Evrópusambandið. Sótt 8. nóv. af http://ec.europa.eu/food/food/biotechnology/gmo_ban_cultivation_en.htm (5) Longo, Natasha (2013, 14. ágúst). Italy becomes the 9th EUnation to ban Monsanto´s GMO corn. True Activist. Sótt 8. nóv af http://www.trueactivist.com/italy-becomes-the-9th-eu-nation-to-ban-monsantos-gmo-corn/ (6) GM food and feed - Labelling (2013). Evrópusambandið. Sótt 8. nóv af http://ec.europa.eu/food/food/biotechnology/gmfood/labelling_en.htm (7) EU faces decision on GM crop cultivation: Commission (2013, 7. nóv.). EUbusiness. Sótt 8. nóv af http://www.eubusiness.com/news-eu/agriculture-food.rb9 (8) Walton, Ralp G. (ártal vantar). Survey of aspartame studies: Correlation of outcome and funding sources. The Center for Behavioral Medicine. Sótt 8. nóv af http://www.dorway.com/peerrev.html (9) Monsanto (2013). Wikipedia. Sótt 13. október af http://en.wikipedia.org/wiki/Monsanto (10) Another win for Monsanto: US raises allowable levels of company´s pesticide in crops. (2013, 23. júlí). Russia Today. Sótt 09.10.2013 á: http://rt.com/usa/monsanto-glyphosate-roundup-epa-483/ (11) Benbrook, Charles M. (2012, 28. sept.) Impacts of genetically engineered crops on pesticide use in the U.S. - the first sixteen years. Environmental Science Europe. Sótt 29. október af http://www.enveurope.com/content/24/1/24 (12) Thongprakaisang, S., Thiantanawat, A., Rangkadilok, N., Suriyo, T., Satayavivad, J. (2013, sept.). Glyphosate induces human breast cancer cells growth via estrogen receptors. Food Chem Toxicol 59:129-36. Sótt 9. nóv. af http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0278691513003633 (13) Powles, S. B. (2008). Evolved glyphosate-resistant weeds around the world: Lessons to be learnt. Pest Manag Sci64: 360-365. (14) Shiva, Vandana (2013, 24. júní). The seeds of suicide: How Monsanto destroys farming. GlobalResearch. Sótt 9. október 2013 af http://www.globalresearch.ca/the-seeds-of-suicide-how-monsanto-destroys-farming/5329947 (15) Gruere, G., Mehta-Bhatt, P., Sengupta, D. (2008). Bt Cotton and farmer suicides in India. International Food Policy Research Institute (IFPRI). Sótt 2. nóv af http://www.ifpri.org/publication/bt-cotton-and-farmer-suicides-india (16) Ministry blames Bt cotton for farmer suicides (2012, 26. mars). Hindustan Times. Sótt 30. október af http://www.hindustantimes.com/business-news/ministry-blames-bt-cotton-for-farmer-suicides/article1-830798.aspx (17) India: The suicide belt (ártal vantar). Combat Monsanto. Sótt 2. nóv. af http://www.combat-monsanto.co.uk/spip.php?article549 (18) Agent Orange (2013). Wikipedia. Sótt 13. október af http://en.wikipedia.org/wiki/Agent_Orange (19) Monsanto (2013). Wikipedia. Sótt 13. október af http://en.wikipedia.org/wiki/Monsanto (20) March against Monsanto (2013). Wikipedia. Sótt 9 október 2013 af http://en.wikipedia.org/wiki/March_Against_Monsanto (21) Ný tækni við byggkynbætur (ártal vantar). Rannís. Sótt 22. nóv. af http://rannis.rhi.hi.is/AllocatedFunds/meirasida.php?a=tthsj&b=041201006 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
5. október sl. birtist grein í Fréttablaðinu undirrituð af sex fræðimönnum. Greinarhöfundar fullyrða að engar vísbendingar hafi komið fram sem benda til þess að erfðabreyttar nytjaplöntur í landbúnaði séu skaðlegar heilsu fólks umfram hefðbundin matvæli og segja að í kjölfar rannsókna síðustu 25 árin sé vísindasamfélagið á þeirri skoðun að erfðatækni sé örugg. Greinarhöfundar fullyrða einnig að milljónir bænda um allan heim nýti erfðabreyttar nytjaplöntur með góðum árangri og að erfðabreyttar plöntur hafi ekki neikvæð áhrif á náttúruna. Greinarhöfundar, sem flestir eru með doktorspróf, vísa hvorki í rannsóknir né fræðigreinar máli sínu til stuðnings.(1) Þetta eru stór orð í ljósi þess að því fer fjarri að einhugur sé í vísindasamfélaginu um öryggi erfðabreyttra lífvera. 230 fræðimenn hafa þegar þetta er skrifað sett nafn sitt við yfirlýsingu: „Statement: No scientific consensus on GMO safety”, dagsett 10. október á þessu ári (yfirlýsingin er enn opin til undirritunar). Í yfirlýsingunni mótmæla fræðimennirnir þeirri fullyrðingu að vísindaleg samstaða sé um öryggi erfðabreyttra lífvera, segja að hún sé byggð á veikum vísindalegum grunni og lýsa yfir þungum áhyggjum af áhrifum erfðabreyttra lífvera á umhverfið og heilsu manna og dýra. Fræðimennirnir vitna í fjölda rannsókna og fræðigreinar máli sínu til stuðnings.(2) Í opnu bréfi frá síðasta ári sem 21 fræðimaður er skrifaður fyrir: „Yes: Food labels would let consumers make informed choices”, mótmæla undirritaðir, sem margir eru meðlimir í American Association for Advancement of Science, þeirri fullyrðingu AAAS að erfðabreytt matvæli séu örugg og þess vegna óþarfi að merkja þau.(3) Það fer sáralítið fyrir ræktun erfðabreyttra plantna í Evrópu og raunar er lagt blátt bann við ræktun erfðabreytts maís Monsanto fyrirtækisins í mörgum Evrópulöndum. Á heimasíðu Evrópusambandsins má sjá að sex Evrópulönd hafa nýtt sér svokallaða „varúðarreglu” um ræktun erfðabreyttra plantna. Löndin eru Austurríki, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland, Þýskaland og Lúxembúrg sem öll banna ræktun á erfðabreyttum maís.(4) Eitthvað er nú viðhaldinu á síðu Evrópusambandsins hins vegar ábótavant vegna þess að síðan þetta var skrifað hafa þrjú lönd bæst við hópinn sem banna ræktun á erfðabreyttum maís; Búlgaría, Pólland og Ítalía.(5) Ef fullkomin vissa er um það innan vísindasamfélagsins að erfðatækni sé örugg af hverju hefur ræktun erfðabreyttra plantna þá ekki verið tekið opnum örmum alls staðar innan Evrópusambandsins? Evrópusambandið er með strangar reglur um merkingar erfðabreyttra matvara þar sem krafist er fullkomins rekjanleika vörunnar.(6) Í dag er einungis ræktuð ein gerð af erfðabreyttum plöntum innan Evrópusambandsins, erfðabreyttur maís Monsanto fyrirtækisins.(7) Hljómar þetta eins og það sé fullkomin vissa um öryggi erfðabreyttrar ræktunar? Erfðabreytt matvæli hafa aldrei verið rannsökuð á mönnum. Öryggi erfðabreyttra matvæla á heilsu manna er reist á 90 daga rannsóknum líftæknifyrirtækjanna þar sem þau rannsaka eigin vöru á rottum. Hversu traustvekjandi er það? Það er vitað að það hefur áhrif á niðurstöðu rannsóknar hver kostunaraðilinn er. Gott dæmi um þetta er t.d. aspartam. Af 166 ritrýndum rannsóknum þar sem 74 voru kostaðar af matvælaframleiðendum eða tengdum aðilum var niðurstaðan í öllum rannsóknunum að aspartam væri ekki skaðlegt efni. 92 rannsóknir voru kostaðar af óháðum aðilum og var niðurstaða lang flestra þessara rannsókna (92%) að aspartam hefði skaðleg áhrif á heilsu tilraunadýrsins.(8) Sárafáar langtímarannsóknir eru til á erfðabreyttu fóðri á tilraunadýr (og auðvitað engar á mönnum). Það væri hægt að benda á fjölda óháðra rannsókna (og m.a.s. líka sumar rannsóknir Monsanto fyrirtækisins) sem benda til skaðlegra áhrifa erfðabreytts fóðurs á tilraunadýr. Svo er á móti hægt að benda á mun fleiri rannsóknir og líka hægt að taka þar inn í eitthvað af óháðum rannsóknum sem benda til þess að erfðabreytt fóður hafi ekki skaðleg áhrif á tilraunadýr. Okkar skoðun er sú að það sé einfaldlega á litlu að byggja þegar rannsóknir á erfðabreyttu fóðri ná aðeins til 90 daga og erfðabreytt matvæli hafa ALDREI verið rannsökuð á mönnum. Ef erfðabreytt matvæli geta t.d. valdið krabbameini þá er ljóst að krabbamein getur verið lengi að búa um sig. Við vísum á það sem fræðimennirnir 230 segja í yfirlýsingu sinni en ætlum að öðru leyti ekki að fara út í hártoganir um þetta efni við greinarhöfundana sex. Frekar viljum við benda á það að málið er mun stærra en þetta, þ.e. hvort erfðabreytt matvæli séu skaðleg heilsu manna eða ekki. Í grein sinni töluðu höfundarnir sex um illgresiseyðinn Glyphosate: „Ræktun plantna sem þola sjúkdóma og meindýr fylgir minni notkun eiturefna. Illgresiseyðirinn Glyphosate, sem notaður er samfara ræktun „RoundUp Ready“ plantna, er mun minna eitraður en flest sambærileg efni sem standa bændum til boða.” Glyphosate er innihaldsefni, „virka efnið” í illgresiseyði á borð við Roundup. Það er m.ö.o. ekki rétt að kalla glyphosate (skrifað með litlum staf) illgresiseyði. Einkaleyfi Monsanto á glyphosate rann út árið 2000 þannig að í dag er glyphosate notað í fleiri illgresiseyða en Roundup. Sala á Roundup er um 10% af veltu Monsanto fyrirtækisins.(9) Plöntur Monsanto eru hannaðar til að þola Roundup (glyphosate) en vegna svokallaðs „ofurillgresis” (illgresi þolið gegn illgresiseyði) hafa mörkin fyrir leyfilegri notkun glyphosate verið hækkuð í Bandaríkjunum um helming.(10) Samkvæmt rannsókn á áhrifum erfðabreyttra plantna á notkun eiturefna í Bandaríkjunum, sem var birt á síðasta ári og náði til sextán ára, hefur notkun eiturefna aukist umtalsvert (um 183 milljón kíló eða 7%).(11) Þar fór goðsögnin um að minna af eiturefni þurfi á erfðabreyttar plöntur. Og það er ljóst að glyphosate getur verið skaðlegt heilsu manna (hefur líka skaðleg áhrif á umhverfið) og ljóst að því minna sem notað er af glyphosate því betra. Samkvæmt nýlegri rannsókn þá eykur glyphosate t.d. líkur á brjóstakrabbameini.(12) Í grein sinni sögðu höfundar: „Svo kallað „ofurillgresi“ (illgresi þolið gegn illgresiseyði) er oft notað sem dæmi um neikvæð áhrif en rétt er að benda á að slík áhrif komu fram löngu fyrir tíma EB-lífvera í landbúnaði. Hér er því ekki reynt að greina milli áhrifa nútíma landbúnaðar þar sem nýtt eru ýmiss konar varnarefni og nýtingar EB-nytjaplantna.” Semsagt vegna þess að myndun ofurillgresis í hefðbundnum landbúnaði er þekkt fyrirbæri þá er myndun ofurillgresis í lagi samfara landbúnaði með erfðabreyttar plöntur. Kannski líka í lagi að þetta ofurillgresi virðist mun þolnara gagnvart eiturefnum heldur en nokkurt annað illgresi í sögu landbúnaðar? Á svæðum þar sem erfðabreyttar plöntur hafa verið ræktaðar árum saman er illgresi, sem hefur myndað þol fyrir glyphosate, víða orðið að stóru vandamáli.(13) Sumir spá því að það komi að því að RoundUp illgresiseyðirinn hætti að virka á ofurillgresið og menn þurfi þá að fara að nota eldri og skaðlegri illgresiseyða. En hér vantar heimild þannig að þetta hljómar þá kannsi eins og kjaftasaga. Svosem rétt eins og margt ef ekki flest hljómaði eins og kjaftasaga í grein fræðimannanna sex. Greinarhöfundar sögðu: „Nýleg athugun sýnir að ræktun á EB-bómull eykur uppskeru bænda á Indlandi um 24%, ágóða um 50% og lífskjör um 18%. Ávinningurinn er augljós.” Látum liggja á milli hluta að okkur finnst hálf furðulegt að lífskjör séu reiknuð til prósenta en það hefði nú verið áhugavert að skoða þessa athugun (semsagt ekki rannsókn) og vita hver kostaði hana. Kannski Monsanto? En það er ekki hægt vegna þess að höfundar gátu ekki heimilda. Tökum þá í staðinn umræðuna um háa sjálfsvígtíðni meðal indverskra bænda sem rækta erfðabreyttan bómull. Dr. Vandana Shiva, indversk kona sem hefur helgað líf sitt baráttunni gegn erfðabreyttum matvælum og var eitt sinn gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils, segir að hátt verð á útsæði og eiturefnum (vegna vaxandi notkunar) hafi hneppt bændur í skuldafjötra. Margir þeirra hafi séð sjálfsvíg sem einu leiðina út úr ógöngum sínum.(14) Sjálfsvígstíðni er há á Indlandi og sjálfsvíg bænda hefur alltaf verið vandamál. Það hefur verið umdeilt hvort sjálfsvígstíðni hafi vaxið á meðal bænda eftir að þeir fóru að rækta erfðabreytta bómull. International Food Policy Research Institute birti skýrslu árið 2008 þar sem niðurstaðan var að ekki væri tenging á milli sjálfsvíga bænda og erfðabreyttrar bómullar. (15) Í þessa skýrslu er síðan vitnað aftur og aftur þó svo að nú sé árið 2013. Árið 2012 lýsti Indian Council of Agricultural Research (ICAR) því hins vegar yfir að tenging væri á milli sjálfsvíga indverskra bómullarbænda og aukins kostnaðar vegna vaxandi eiturefnisnotkunar samfara minnkandi uppskeru.(16) Vegna einokunarstöðu Monsanto stórfyrirtækisins hafa bændur ekki getað farið yfir í ræktun á hefðbundnu bómullarútsæði aftur.(17) Það er því erfitt að sjá 18% lífskjaraaukninguna í þessu. Það er óhætt að segja að líftæknifyrirtækið Monsanto sé eitt fyrirlitnasta stórfyrirtæki jarðar. Það er okkar skoðun að með því að verja erfðabreytt matvæli þá séu greinarhöfundar um leið að verja glæpi stórfyrirtækis eins og Monsanto. Þetta tvennt verður ekki slitið í sundur. Upptalning á nokkrum af öðrum „afrekum” Monsanto fyrirtækisins: Monsanto framleiddi og seldi bandaríska varnarmálaráðuneytinu Agent Orange eiturefnið sem Bandaríkjamenn notuðu í Víetnamstríðinu til að eyðileggja ræktarland og svipta „skæruliðahermenn” skjóli. Víetnömsk stjórnvöld áætla að um 400 þúsund manns hafi látist eða beðið alvarlegan skaða vegna þessa og að hálf milljón barna hafi fæðst með alvarlega fæðingargalla auk mikils umhverfisskaða. Víetnamska þjóðin er enn að bíta úr nálinni með þetta enda ummerkja um eitrið enn að finna í lífkeðjunni.(18) Monsanto setti DDT eiturefnið á markað árið 1944. Það var síðan bannað árið 1972 eftir að hafa valdið hrikalegum umhverfisspjöllum. Monsanto á einkaleyfið á hinu mjög svo umdeilda aspartam. Monsanto hefur marg oft verið lögsótt og þurft að semja um bætur til starfsmanna sinna eða almennings vegna mengunar og eitrunar sem fyrirtækið hefur valdið. Monsanto er höfundur mjög svo umdeilds hormóns sem hefur verið sprautað í kýr til að auka mjólkurframleiðslu þeirra. Monsanto beitti sér á sínum tíma gegn merkingum á mjólk þar sem kom fram að mjólkin væri laus við þetta hormón á þeirri forsendu að merkingin gæfi til kynna að mjólk kúa meðhöndlaðar með rBST hormóninu væri „óæðri”. Bændur mega ekki geyma erfðabreytt Monsanto útsæði og hefur fyrirtækið staðið fyrir fjölda lögsókna gegn bændum sem hafa geymt útsæði. Monsanto hefur sömuleiðs lögsótt bændur, þar sem akrarnir hafa smitast af erfðabreyttum plöntum fyrirtækisins, fyrir brot á „höfundarrétti”.(19) Við sjáum ekki samsæriskenninguna um yfirgang stórfyrirtækja. Við sjáum staðreyndina um yfirgang stórfyrirtækja! Greinarhöfundar sögðu: „Andstæðingar EB-nytjaplantna grípa gjarnan til þess ráðs að skýra vaxandi ræktun hjá bændum með samsæriskenningum um yfirgang stórfyrirtækja en niðurstöðurnar tala sínu máli.” Á árinu hafa verið farnar tvær mótmælagöngur í fjölda borga á vesturlöndum gegn Monsanto.(20) Er skrítið að fólk efist um öryggi erfðabreyttra lífvera þegar saga stórfyrirtækis eins og Monsanto er skoðuð? Erfðabreytt matvæli voru búin til á tilraunastofu til að græða peninga. Ekki til að auka fæðuframleiðslu eða hjálpa sveltandi heimi. Sjálf grundvallarforsendan fyrir framleiðslu erfðabreyttra matvæla er brostin þegar búið er að sýna fram á það að þau auka ekki uppskeru heldur þvert á móti minnka hana og kalla á meiri eiturefnanotkun en í hefðbundnum landbúnaði auk fleiri óæskilegra umhverfisþátta. Margir spá því að erfðabreytt matvæli munu í framtíðinni verða valdurinn að hungursneyðum í þriðja heiminum. Tveir af greinarhöfundunum sex, Jón Hallsteinn og Áslaug Helgadóttir hafa gengt stöðu verkefnisstjóra vegna styrkveitingar til líftæknifyrirtækisins ORF.(21) Heimildir:(1) Áslaug Helgadóttir, Eiríkur Steingrímsson, Erna Magnúsdóttir, Jón Hallsteinn Hallsson, Magnús Karl Magnússon, Oddur Vilhelmsson (2013, 5. okt.). Erfðabreyttar lífverur - hættulegar eða hættulausar? Fréttablaðið. Sótt 10. október 2013 af /g/2013710059971 (2) Antoniou, M., Apoteker, A., Avarez-Buylla, E., Avila-Bello, C.H., Bardócz, S., Belpoggi, F. … Zivian, A.M (2013, 10. okt.) Statement: No scientific consensus on GMO safety. European Network of Scientists. Sótt 9. nóv. af http://www.ensser.org/increasing-public-information/no-scientific-consensus-on-gmo-safety/Hér er að finna nöfn þeirra 230 fræðimanna sem höfðu undirritað yfirlýsinguna 30. okt.: http://www.ensser.org/fileadmin/user_upload/131030_signatories_as_of_131030_lv.pdf (3) Hunt, P., Blumberg, B., Bornehag, C-G., Clapp, R., Collins, T.J., DeFur P.T. … Zoeller, R.T. (2012). Yes: Food labels would let consumers make informed choices. Environmental Health News. Sótt 29. október af www.environmentalhealthnews.org/ehs/news/2012/yes-labels-on-gm-foods (4) Rules on GMOs in the EU - Ban on GMOs cultivation (2013). Evrópusambandið. Sótt 8. nóv. af http://ec.europa.eu/food/food/biotechnology/gmo_ban_cultivation_en.htm (5) Longo, Natasha (2013, 14. ágúst). Italy becomes the 9th EUnation to ban Monsanto´s GMO corn. True Activist. Sótt 8. nóv af http://www.trueactivist.com/italy-becomes-the-9th-eu-nation-to-ban-monsantos-gmo-corn/ (6) GM food and feed - Labelling (2013). Evrópusambandið. Sótt 8. nóv af http://ec.europa.eu/food/food/biotechnology/gmfood/labelling_en.htm (7) EU faces decision on GM crop cultivation: Commission (2013, 7. nóv.). EUbusiness. Sótt 8. nóv af http://www.eubusiness.com/news-eu/agriculture-food.rb9 (8) Walton, Ralp G. (ártal vantar). Survey of aspartame studies: Correlation of outcome and funding sources. The Center for Behavioral Medicine. Sótt 8. nóv af http://www.dorway.com/peerrev.html (9) Monsanto (2013). Wikipedia. Sótt 13. október af http://en.wikipedia.org/wiki/Monsanto (10) Another win for Monsanto: US raises allowable levels of company´s pesticide in crops. (2013, 23. júlí). Russia Today. Sótt 09.10.2013 á: http://rt.com/usa/monsanto-glyphosate-roundup-epa-483/ (11) Benbrook, Charles M. (2012, 28. sept.) Impacts of genetically engineered crops on pesticide use in the U.S. - the first sixteen years. Environmental Science Europe. Sótt 29. október af http://www.enveurope.com/content/24/1/24 (12) Thongprakaisang, S., Thiantanawat, A., Rangkadilok, N., Suriyo, T., Satayavivad, J. (2013, sept.). Glyphosate induces human breast cancer cells growth via estrogen receptors. Food Chem Toxicol 59:129-36. Sótt 9. nóv. af http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0278691513003633 (13) Powles, S. B. (2008). Evolved glyphosate-resistant weeds around the world: Lessons to be learnt. Pest Manag Sci64: 360-365. (14) Shiva, Vandana (2013, 24. júní). The seeds of suicide: How Monsanto destroys farming. GlobalResearch. Sótt 9. október 2013 af http://www.globalresearch.ca/the-seeds-of-suicide-how-monsanto-destroys-farming/5329947 (15) Gruere, G., Mehta-Bhatt, P., Sengupta, D. (2008). Bt Cotton and farmer suicides in India. International Food Policy Research Institute (IFPRI). Sótt 2. nóv af http://www.ifpri.org/publication/bt-cotton-and-farmer-suicides-india (16) Ministry blames Bt cotton for farmer suicides (2012, 26. mars). Hindustan Times. Sótt 30. október af http://www.hindustantimes.com/business-news/ministry-blames-bt-cotton-for-farmer-suicides/article1-830798.aspx (17) India: The suicide belt (ártal vantar). Combat Monsanto. Sótt 2. nóv. af http://www.combat-monsanto.co.uk/spip.php?article549 (18) Agent Orange (2013). Wikipedia. Sótt 13. október af http://en.wikipedia.org/wiki/Agent_Orange (19) Monsanto (2013). Wikipedia. Sótt 13. október af http://en.wikipedia.org/wiki/Monsanto (20) March against Monsanto (2013). Wikipedia. Sótt 9 október 2013 af http://en.wikipedia.org/wiki/March_Against_Monsanto (21) Ný tækni við byggkynbætur (ártal vantar). Rannís. Sótt 22. nóv. af http://rannis.rhi.hi.is/AllocatedFunds/meirasida.php?a=tthsj&b=041201006
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar