Orðspor Íslands versnar Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2013 13:50 Steingrímur J. Sigfússon: Mat umheimsins á Íslandi fer versnandi. Skuldatryggingarálag Íslands hefur hækkað um 11 prósent frá því fyrir síðustu helgi. Þetta er samkvæmt IFS greiningu og greinir Viðskiptablaðið frá þessu. Er ástæðan rakin bent til tillagna ríkisstjórnarinnar um niðurfærslu á skuldum heimilanna. Segir IFS að skuldatryggingaálagið hafi ekki verið hærra það sem af er þessu ári. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra situr nú í efnahags- og viðskiptanefnd. Hann segir þetta uggvænleg tíðindi: „Jú, þetta er auðvitað slæmt þó það hafi ekki bein áhrif á okkur í augnablikinu; við erum jú ekki að taka lán eða þvíumlíkt. En, mér þykir líklegt að þetta séu líka vond tíðindi fyrir stöðu ríkisskuldabréfanna á eftirmarkaði; þær útgáfur sem farið var í 2011 og 2012, það má búast við óhagstæðri þróun með þær líka. Ekki hægt að segja að þetta komi á óvart því að erlend umfjöllun um Ísland hefur verið þessu marki brennd: Framganga nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum og stórfelld kosningaloforð varpi skugga og óvissu á framhaldið í okkar ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það virðist vera að sýna sig að umheimurinn metur þetta svona.“ En, skuldatryggingaálag... hvað er það? Þetta felst í orðanna hljóðan. Þannig er að þeir sem lána banka geta keypt tryggingu fyrir því að fá skuldina greidda, það er tryggt sig fyrir greiðslufalli bankans. Álagið ræðst af því hversu líklegt viðkomandi tryggingafélag telur að bankinn fari á hausinn. Með öðru orðum, menn meta ástandi ótryggt á Íslandi, ótryggara en verið hefur. En, telur Steingrímur hættu á að Ísland stefni í ruslflokk; sem þýðir þá að vextir á lánum sem ríkissjóður tekur hækkar uppúr öllu valdi? „Nei, nú vil ég alls ekki, náttúrlega, vera með neinar getgátur um það. Vona svo sannarlega ekki. En ég held að þetta sýni þörfina fyrir það að koma þá á framfæri rökstuðningi og upplýsingum og reyna að halda uppi orðspori landsins. Við lögðum mikla vinnu í það á síðasta kjörtímabili að reyna að rétta Ísland af í alþjóðlegri umræðu. Og, náðum ágætis árangri í því. En, mér sýnist þróunin hafa snúist við og mat umheimsins á okkur fara versnandi.“ Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haft uppi fróm orð um að þessar tillögu um skuldaniðurfellingar myndu ekki hafa nein áhrif á stöðu ríkissjóðs í þessu samhengi. Það virðist ekki vera samkvæmt þessu? „Hvort þær einar eru þarna á ferðinni eða mat á fleiri þáttum. Það er erfitt að fullyrða um. En þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi varðandi framhaldið, hvort sem það væri ríkið eða stórir aðilar svo sem orkufyrirtæki, sem ætluðu að sækja sér fjármagn á almennum fjármálamarkaði – þá er auðvitað svona þróun mjög neikvæð.“ Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Skuldatryggingarálag Íslands hefur hækkað um 11 prósent frá því fyrir síðustu helgi. Þetta er samkvæmt IFS greiningu og greinir Viðskiptablaðið frá þessu. Er ástæðan rakin bent til tillagna ríkisstjórnarinnar um niðurfærslu á skuldum heimilanna. Segir IFS að skuldatryggingaálagið hafi ekki verið hærra það sem af er þessu ári. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra situr nú í efnahags- og viðskiptanefnd. Hann segir þetta uggvænleg tíðindi: „Jú, þetta er auðvitað slæmt þó það hafi ekki bein áhrif á okkur í augnablikinu; við erum jú ekki að taka lán eða þvíumlíkt. En, mér þykir líklegt að þetta séu líka vond tíðindi fyrir stöðu ríkisskuldabréfanna á eftirmarkaði; þær útgáfur sem farið var í 2011 og 2012, það má búast við óhagstæðri þróun með þær líka. Ekki hægt að segja að þetta komi á óvart því að erlend umfjöllun um Ísland hefur verið þessu marki brennd: Framganga nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum og stórfelld kosningaloforð varpi skugga og óvissu á framhaldið í okkar ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það virðist vera að sýna sig að umheimurinn metur þetta svona.“ En, skuldatryggingaálag... hvað er það? Þetta felst í orðanna hljóðan. Þannig er að þeir sem lána banka geta keypt tryggingu fyrir því að fá skuldina greidda, það er tryggt sig fyrir greiðslufalli bankans. Álagið ræðst af því hversu líklegt viðkomandi tryggingafélag telur að bankinn fari á hausinn. Með öðru orðum, menn meta ástandi ótryggt á Íslandi, ótryggara en verið hefur. En, telur Steingrímur hættu á að Ísland stefni í ruslflokk; sem þýðir þá að vextir á lánum sem ríkissjóður tekur hækkar uppúr öllu valdi? „Nei, nú vil ég alls ekki, náttúrlega, vera með neinar getgátur um það. Vona svo sannarlega ekki. En ég held að þetta sýni þörfina fyrir það að koma þá á framfæri rökstuðningi og upplýsingum og reyna að halda uppi orðspori landsins. Við lögðum mikla vinnu í það á síðasta kjörtímabili að reyna að rétta Ísland af í alþjóðlegri umræðu. Og, náðum ágætis árangri í því. En, mér sýnist þróunin hafa snúist við og mat umheimsins á okkur fara versnandi.“ Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haft uppi fróm orð um að þessar tillögu um skuldaniðurfellingar myndu ekki hafa nein áhrif á stöðu ríkissjóðs í þessu samhengi. Það virðist ekki vera samkvæmt þessu? „Hvort þær einar eru þarna á ferðinni eða mat á fleiri þáttum. Það er erfitt að fullyrða um. En þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi varðandi framhaldið, hvort sem það væri ríkið eða stórir aðilar svo sem orkufyrirtæki, sem ætluðu að sækja sér fjármagn á almennum fjármálamarkaði – þá er auðvitað svona þróun mjög neikvæð.“
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent