Leikjavísir

QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store

Stefán Árni Pálsson skrifar
QuizUp hefur náð ótrúlegum árangri.
QuizUp hefur náð ótrúlegum árangri. MYND/ASTRSK PR
Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp.

Spurningarleikurinn hefur slegið rækilega í gegn og er örast vaxandi iPhone leikur í sögunni.

Hver einstaklingur spilar leikinn að meðaltali í 40 mínútur á dag sem eru tölur sem áður eru óþekktar.

Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdarstjóri Plain Vanilla, fer í gegnum leyndarmál  fyrirtækisins og hvernig það náði eins góðum árangri og raun ber vitni í viðtali við tímaritið New York - News & Politics.

„Maður verður að gera mistök og læra af þeim. Við fórum fyrst í gang með leik sem var ætlaður börnum á leikskólaaldri. Leikurinn hét The Moogies og átti hann erfitt uppdráttar,“ sagði Þorsteinn.

„Það var í raun mjög misheppnaður leikur hjá okkur og enginn féll fyrir honum. Við neituðum samt sem áður að gefast upp og fórum strax út í það að hugsa um næsta leik. Þá var markmiðið að vinna hugmynd sem enginn annar hafði áður gert. Fljótlega gerðum við okkur grein fyrir því að það vantaði farsímaleik í takt við Trivial Pursuit borðspilið.“

Hafðu leikinn einfaldan

„Það sem virðist vera heilla okkar spilara er einfaldleikinn á bakvið leikinn. Þú skráir þig í gegnum Facebook og velur strax þann flokk sem þér hugnast best. Megin formúlan á leiknum er sú að ef þú svarar fleiri spurningum en andstæðingur þinn þá ferðu með sigur af hólmi, flóknara er það ekki.“

Mikilvægt að uppfæra reglulega

Nú þegar eru til yfir 200.000 spurningar í leiknum og starfsmenn Plain Vanilla vinna hörðum höndum að því að bæta við spurningum á hverjum degi.

„Þú verður að uppfæra leikinn þinn reglulega svo spilarinn fái ekki leið á honum. Uppfærslan þarf að era auðveld í framkvæmd í símanum. Það eru í raun endalausir möguleikar þegar kemur að spurningaleikjum.“

„Við viljum að hægt sé að velja á milli mjög sérhæfðra flokka í leiknum svo fólk geti alltaf fundið eitthvað fyrir sitt hæfi. Spilarar fá ekki ástríðu fyrir mjög víðum spurningaflokkum en aftur á móti ef fólk fær að spreyta sig á uppáhalds kvikmynd þeirra eða spurningum varðandi síðari heimsstyrjöldina þá eru meiri líkur á því að viðkomandi finni sig í QuizUp."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×