Haukur Helgi Pálsson skoraði þrettán stig og var næststigahæstur í sínu liði þegar CB Breogán vann öruggan 19 stiga sigur á Club Melilla Baloncesto, 82-63.
Haukur Helgi hitti úr 5 af 10 skotum sínum og var auk stigann 13 með 6 fráköst á þeim 27 mínútum sem hann spilaði. Senegal-maðurinn Michel Diogoye Diouf var stigahæstur með 21 stig.
Þetta er einn besti leikur Hauks fyrir Breogán í vetur en hann er með 6,1 stig og 3,0 fráköst að meðaltali í leik.
Breogán er í þriðja sæti deildarinnar með 7 sigra í 10 leikjum en efstu liðin hafa unnið átta leiki af tíu. Breogan hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld.
Haukur með flottan leik í öruggum sigri
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Gott silfur gulli betra en hvað nú?
Enski boltinn


„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“
Íslenski boltinn

„Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“
Enski boltinn

Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu
Fótbolti

Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina
Enski boltinn

Hato mættur á Brúnna
Enski boltinn


Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“
Íslenski boltinn