Vilja kanna hvort FME sé vanhæft til að fjalla um Dróma Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2013 14:37 Hagsmunasamtök heimilanna munu fara fram á að kannað verði hvort Fjármálaeftirlitið sé vanhæft til að fjalla um málefni Dróma ehf., með tilliti til þess að fyrirtækið var stofnað af FME í mars 2009. Þann 12. nóvember birti FME tilkynningu um niðurstöðu athugunar á innheimtustarfsemi Dróma hf. Niðurstaðan var sáttargerð þar sem Dróma var gert að greiða 2.800.000 krónur í sekt fyrir að hafa stundað ólögmæta innheimtustarfsemi. „Hagsmunasamtök heimilanna fagna því í sjálfu sér að Fjármálaeftirlitið skuli loks viðurkenna að Drómi hafi stundað ólögmæta innheimtu, en samtökin og einstakir stjórnarmenn þeirra hafa ítrekað sent ábendingar til FME þess efnis og óskað eftir rannsókn,“ segir í tilkynningu sem Vilhjálmur Bjarnason formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna sendi fyrir hönd samtakanna. „Þau rýru svör sem FME hefur veitt um málið hafa öll verið á sama veg fram til þessa: „stofnunin neitar að tjá sig”. Eftir athugun sem hófst fyrir tæpu ári síðan kemst Fjármálaeftirlitið loks að þeirri niðurstöðu að Drómi hf. hafi stundað frum- og milliinnheimtu á lánum í eigu ESÍ/Hildu og Frjálsa hf. í andstöðu við 3. gr. innheimtulaga.“ Einnig vekja samtökin athygli á því að í reglum um heimild FME til að ljúka máli með sátt kemur fram að slíkt sé einungis mögulegt í minniháttar málum. „Það er algerlega óviðunandi niðurstaða fyrir neytendur að gerð sé sáttargerð við fyrirtæki sem stundað hefur lögbrot gegn „viðskiptavinum” sínum síðastliðin fjögur og hálft ár. Fjöldi manns hefur misst heimili sín á nauðungarsölum á grundvelli krafna sem innheimtar voru á ólögmætan hátt af Dróma. Slíkt getur einfaldlega ekki flokkast sem minniháttar brot.“ Samtökin munu senda erindi, byggt á rannsóknarskýrslu um starfsemi Dróma, til Umboðsmanns Alþingis, efnahags- og viðskiptanefnd Alþings og rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna. Í erindinu verður krafist þess að kannað verði hvort FME sé vanhæft til að fjalla um málefni Dróma, því FME hafi stofnað fyrirtækið. „Verði niðurstaðan sú að FME sé (þrátt fyrir að hafa stofnað Dróma) hæft til að fjalla um málefni fyrirtækisins er þess krafist að málið verði tekið upp að nýju innan stofnunarinnar með það að leiðarljósi að viðunandi niðurstaða fáist fyrir neytendur sem margir hverjir hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni vegna lögbrota Dróma.“ Endingu segir í tilkynningu samtakanna: „Það ber að nefna að niðurstaða Fjármálaeftirlitsins er einkar athyglisverð í ljósi umfjöllunar Hagsmunasamtaka heimilanna í fjölmiðlum að undanförnu um nauðungarsölur. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hlýtur að vera uggandi vegna starfa undirmanna sinna, þ.e. sýslumanna landsins, sem sýnt er að hafa um nú um árabil brotið gegn lántakendum með því að bjóða upp heimili þeirra á grundvelli krafna frá Dróma sem aldrei hafði innheimtuleyfi. Sýslumönnum ber (samkvæmt 13. grein nauðungarsölulaga) að vísa tafarlaust frá nauðungarsölubeiðnum ef grundvöllur þeirra er ekki í lögmætu formi.“ Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Hagsmunasamtök heimilanna munu fara fram á að kannað verði hvort Fjármálaeftirlitið sé vanhæft til að fjalla um málefni Dróma ehf., með tilliti til þess að fyrirtækið var stofnað af FME í mars 2009. Þann 12. nóvember birti FME tilkynningu um niðurstöðu athugunar á innheimtustarfsemi Dróma hf. Niðurstaðan var sáttargerð þar sem Dróma var gert að greiða 2.800.000 krónur í sekt fyrir að hafa stundað ólögmæta innheimtustarfsemi. „Hagsmunasamtök heimilanna fagna því í sjálfu sér að Fjármálaeftirlitið skuli loks viðurkenna að Drómi hafi stundað ólögmæta innheimtu, en samtökin og einstakir stjórnarmenn þeirra hafa ítrekað sent ábendingar til FME þess efnis og óskað eftir rannsókn,“ segir í tilkynningu sem Vilhjálmur Bjarnason formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna sendi fyrir hönd samtakanna. „Þau rýru svör sem FME hefur veitt um málið hafa öll verið á sama veg fram til þessa: „stofnunin neitar að tjá sig”. Eftir athugun sem hófst fyrir tæpu ári síðan kemst Fjármálaeftirlitið loks að þeirri niðurstöðu að Drómi hf. hafi stundað frum- og milliinnheimtu á lánum í eigu ESÍ/Hildu og Frjálsa hf. í andstöðu við 3. gr. innheimtulaga.“ Einnig vekja samtökin athygli á því að í reglum um heimild FME til að ljúka máli með sátt kemur fram að slíkt sé einungis mögulegt í minniháttar málum. „Það er algerlega óviðunandi niðurstaða fyrir neytendur að gerð sé sáttargerð við fyrirtæki sem stundað hefur lögbrot gegn „viðskiptavinum” sínum síðastliðin fjögur og hálft ár. Fjöldi manns hefur misst heimili sín á nauðungarsölum á grundvelli krafna sem innheimtar voru á ólögmætan hátt af Dróma. Slíkt getur einfaldlega ekki flokkast sem minniháttar brot.“ Samtökin munu senda erindi, byggt á rannsóknarskýrslu um starfsemi Dróma, til Umboðsmanns Alþingis, efnahags- og viðskiptanefnd Alþings og rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna. Í erindinu verður krafist þess að kannað verði hvort FME sé vanhæft til að fjalla um málefni Dróma, því FME hafi stofnað fyrirtækið. „Verði niðurstaðan sú að FME sé (þrátt fyrir að hafa stofnað Dróma) hæft til að fjalla um málefni fyrirtækisins er þess krafist að málið verði tekið upp að nýju innan stofnunarinnar með það að leiðarljósi að viðunandi niðurstaða fáist fyrir neytendur sem margir hverjir hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni vegna lögbrota Dróma.“ Endingu segir í tilkynningu samtakanna: „Það ber að nefna að niðurstaða Fjármálaeftirlitsins er einkar athyglisverð í ljósi umfjöllunar Hagsmunasamtaka heimilanna í fjölmiðlum að undanförnu um nauðungarsölur. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hlýtur að vera uggandi vegna starfa undirmanna sinna, þ.e. sýslumanna landsins, sem sýnt er að hafa um nú um árabil brotið gegn lántakendum með því að bjóða upp heimili þeirra á grundvelli krafna frá Dróma sem aldrei hafði innheimtuleyfi. Sýslumönnum ber (samkvæmt 13. grein nauðungarsölulaga) að vísa tafarlaust frá nauðungarsölubeiðnum ef grundvöllur þeirra er ekki í lögmætu formi.“
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira