Vilja kanna hvort FME sé vanhæft til að fjalla um Dróma Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2013 14:37 Hagsmunasamtök heimilanna munu fara fram á að kannað verði hvort Fjármálaeftirlitið sé vanhæft til að fjalla um málefni Dróma ehf., með tilliti til þess að fyrirtækið var stofnað af FME í mars 2009. Þann 12. nóvember birti FME tilkynningu um niðurstöðu athugunar á innheimtustarfsemi Dróma hf. Niðurstaðan var sáttargerð þar sem Dróma var gert að greiða 2.800.000 krónur í sekt fyrir að hafa stundað ólögmæta innheimtustarfsemi. „Hagsmunasamtök heimilanna fagna því í sjálfu sér að Fjármálaeftirlitið skuli loks viðurkenna að Drómi hafi stundað ólögmæta innheimtu, en samtökin og einstakir stjórnarmenn þeirra hafa ítrekað sent ábendingar til FME þess efnis og óskað eftir rannsókn,“ segir í tilkynningu sem Vilhjálmur Bjarnason formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna sendi fyrir hönd samtakanna. „Þau rýru svör sem FME hefur veitt um málið hafa öll verið á sama veg fram til þessa: „stofnunin neitar að tjá sig”. Eftir athugun sem hófst fyrir tæpu ári síðan kemst Fjármálaeftirlitið loks að þeirri niðurstöðu að Drómi hf. hafi stundað frum- og milliinnheimtu á lánum í eigu ESÍ/Hildu og Frjálsa hf. í andstöðu við 3. gr. innheimtulaga.“ Einnig vekja samtökin athygli á því að í reglum um heimild FME til að ljúka máli með sátt kemur fram að slíkt sé einungis mögulegt í minniháttar málum. „Það er algerlega óviðunandi niðurstaða fyrir neytendur að gerð sé sáttargerð við fyrirtæki sem stundað hefur lögbrot gegn „viðskiptavinum” sínum síðastliðin fjögur og hálft ár. Fjöldi manns hefur misst heimili sín á nauðungarsölum á grundvelli krafna sem innheimtar voru á ólögmætan hátt af Dróma. Slíkt getur einfaldlega ekki flokkast sem minniháttar brot.“ Samtökin munu senda erindi, byggt á rannsóknarskýrslu um starfsemi Dróma, til Umboðsmanns Alþingis, efnahags- og viðskiptanefnd Alþings og rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna. Í erindinu verður krafist þess að kannað verði hvort FME sé vanhæft til að fjalla um málefni Dróma, því FME hafi stofnað fyrirtækið. „Verði niðurstaðan sú að FME sé (þrátt fyrir að hafa stofnað Dróma) hæft til að fjalla um málefni fyrirtækisins er þess krafist að málið verði tekið upp að nýju innan stofnunarinnar með það að leiðarljósi að viðunandi niðurstaða fáist fyrir neytendur sem margir hverjir hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni vegna lögbrota Dróma.“ Endingu segir í tilkynningu samtakanna: „Það ber að nefna að niðurstaða Fjármálaeftirlitsins er einkar athyglisverð í ljósi umfjöllunar Hagsmunasamtaka heimilanna í fjölmiðlum að undanförnu um nauðungarsölur. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hlýtur að vera uggandi vegna starfa undirmanna sinna, þ.e. sýslumanna landsins, sem sýnt er að hafa um nú um árabil brotið gegn lántakendum með því að bjóða upp heimili þeirra á grundvelli krafna frá Dróma sem aldrei hafði innheimtuleyfi. Sýslumönnum ber (samkvæmt 13. grein nauðungarsölulaga) að vísa tafarlaust frá nauðungarsölubeiðnum ef grundvöllur þeirra er ekki í lögmætu formi.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Hagsmunasamtök heimilanna munu fara fram á að kannað verði hvort Fjármálaeftirlitið sé vanhæft til að fjalla um málefni Dróma ehf., með tilliti til þess að fyrirtækið var stofnað af FME í mars 2009. Þann 12. nóvember birti FME tilkynningu um niðurstöðu athugunar á innheimtustarfsemi Dróma hf. Niðurstaðan var sáttargerð þar sem Dróma var gert að greiða 2.800.000 krónur í sekt fyrir að hafa stundað ólögmæta innheimtustarfsemi. „Hagsmunasamtök heimilanna fagna því í sjálfu sér að Fjármálaeftirlitið skuli loks viðurkenna að Drómi hafi stundað ólögmæta innheimtu, en samtökin og einstakir stjórnarmenn þeirra hafa ítrekað sent ábendingar til FME þess efnis og óskað eftir rannsókn,“ segir í tilkynningu sem Vilhjálmur Bjarnason formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna sendi fyrir hönd samtakanna. „Þau rýru svör sem FME hefur veitt um málið hafa öll verið á sama veg fram til þessa: „stofnunin neitar að tjá sig”. Eftir athugun sem hófst fyrir tæpu ári síðan kemst Fjármálaeftirlitið loks að þeirri niðurstöðu að Drómi hf. hafi stundað frum- og milliinnheimtu á lánum í eigu ESÍ/Hildu og Frjálsa hf. í andstöðu við 3. gr. innheimtulaga.“ Einnig vekja samtökin athygli á því að í reglum um heimild FME til að ljúka máli með sátt kemur fram að slíkt sé einungis mögulegt í minniháttar málum. „Það er algerlega óviðunandi niðurstaða fyrir neytendur að gerð sé sáttargerð við fyrirtæki sem stundað hefur lögbrot gegn „viðskiptavinum” sínum síðastliðin fjögur og hálft ár. Fjöldi manns hefur misst heimili sín á nauðungarsölum á grundvelli krafna sem innheimtar voru á ólögmætan hátt af Dróma. Slíkt getur einfaldlega ekki flokkast sem minniháttar brot.“ Samtökin munu senda erindi, byggt á rannsóknarskýrslu um starfsemi Dróma, til Umboðsmanns Alþingis, efnahags- og viðskiptanefnd Alþings og rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna. Í erindinu verður krafist þess að kannað verði hvort FME sé vanhæft til að fjalla um málefni Dróma, því FME hafi stofnað fyrirtækið. „Verði niðurstaðan sú að FME sé (þrátt fyrir að hafa stofnað Dróma) hæft til að fjalla um málefni fyrirtækisins er þess krafist að málið verði tekið upp að nýju innan stofnunarinnar með það að leiðarljósi að viðunandi niðurstaða fáist fyrir neytendur sem margir hverjir hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni vegna lögbrota Dróma.“ Endingu segir í tilkynningu samtakanna: „Það ber að nefna að niðurstaða Fjármálaeftirlitsins er einkar athyglisverð í ljósi umfjöllunar Hagsmunasamtaka heimilanna í fjölmiðlum að undanförnu um nauðungarsölur. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hlýtur að vera uggandi vegna starfa undirmanna sinna, þ.e. sýslumanna landsins, sem sýnt er að hafa um nú um árabil brotið gegn lántakendum með því að bjóða upp heimili þeirra á grundvelli krafna frá Dróma sem aldrei hafði innheimtuleyfi. Sýslumönnum ber (samkvæmt 13. grein nauðungarsölulaga) að vísa tafarlaust frá nauðungarsölubeiðnum ef grundvöllur þeirra er ekki í lögmætu formi.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira