Lífið

Tom Cruise kominn með nýja

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stórleikarinn og Íslandsvinurinn Tom Cruise, 51 árs, hefur sést á stefnumótum með leikkonunni Lauru Prepon, 33 ára, uppá síðkastið en hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í sjónvarpsþáttunum Orange is the New Black.

Tom og Laura fóru á deit í Los Angeles um daginn en þau kynntust í gegnum Vísindakirkjuna. 

Þá fullyrða fréttamiðlar vestan hafs að þau hafi líka sótt veislu hjá leikaranum John Travolta nokkrum dögum eftir stefnumótið.

Tom skildi við leikkonuna Katie Holmes í fyrra eftir dvöl á Íslandi við tökur á myndinni Oblivion.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.