Vogunarsjóðir funda með Seðlabanka og Glitni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 07:00 Kröfuhafarnir búast við að tapa einhverju á endurheimtunum. Einn kröfuhafa föllnu íslensku bankanna segist hafa vonast eftir því að þeir byrjuðu að fá greitt inn á kröfur sínar á þessu en hægt hafi á ferlinu eftir Alþingiskosningarnar í vor. Bloomberg greinir frá þessu. Í frétt Bloomberg segir að þegar bankarnir féllu árið 2008 hafi vogunarsjóðir flykkst til landsins til að reyna að græða á því að kaupa upp kröfur. Fimm árum síðar séu þeir enn að bíða.* Andrew Jent, forseti Hayman Capital Management LP, sem er meðal erlendu kröfuhafanna sagði að þeir hefðu loksins fengið vilyrði fyrir fundi með Seðlabanka Íslands og slitastjórn Glitnis sem á að vera haldinn þann 18. nóvember nk. Hann segist þó ekki líta á fundinn sem upphaf formlegra samningaviðræðna. Vogunarsjóðirnir segja að íslenska ríkisstjórnin muni á endanum þurfa að sleppa tökunum ef hún vill komast inn á alþjóðlega markaði og laða til sín erlenda fjárfestinga. „Ríkisstjórnin skilur að ef hún framkvæmir eignarnám á kröfunum eða leggur skatta á endurgreiðslur verði það henni til vandræða,“ segir Jent í samtali við Bloomberg. „Hún getur ekki viljað enda í sömu stöðu og Argentína,“ bætir hún við, en Argentína gat ekki greitt erlendar skuldir sínar á árinu 2011 og neyddist til að setja hömlur á innflutning til landsins, gjaldeyrishöft og ríkisvæða ýmis einkafyrirtæki til að koma í veg fyrir stórfelldan fjármagnsflótta frá landinu. Þrátt fyrir það er gjaldeyrisforði landsins geysilega illa staddur þar sem þessar ráðstafanir fældu erlenda fjárfestingu frá landinu. Jent áætlar að um tuttugu vogunarsjóðir eigi nægilega mikið undir til að ferðast til Íslands til að sækja fundinn. Í fréttinni kemur fram að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, hafi sagt í Morgunblaðinu í síðasta mánuði að kröfuhafar Kaupþings og Glitnis ættu að gefa eftir 75% af krónueignum sínum. Þó nokkrir framkvæmdastjórar mismunandi vogunarsjóða hafa sagt að þeir búist við því að tapa einhverju á þessum viðskiptum en þeir sjái nefnda 75% eftirgjöf sem byrjunarreit í viðræðum við Íslendinga. Jent sagði að staða forsætisráðherra og fjármálaráðherra Íslands væri fyndin. Það liti út fyrir að þeir væru sitthvoru megin borðsins og sækjast eftir sitthvorri niðurstöðunni úr viðræðunum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að negla það niður nákvæmlega við hvern við eigum að semja,“ sagði Jent. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Einn kröfuhafa föllnu íslensku bankanna segist hafa vonast eftir því að þeir byrjuðu að fá greitt inn á kröfur sínar á þessu en hægt hafi á ferlinu eftir Alþingiskosningarnar í vor. Bloomberg greinir frá þessu. Í frétt Bloomberg segir að þegar bankarnir féllu árið 2008 hafi vogunarsjóðir flykkst til landsins til að reyna að græða á því að kaupa upp kröfur. Fimm árum síðar séu þeir enn að bíða.* Andrew Jent, forseti Hayman Capital Management LP, sem er meðal erlendu kröfuhafanna sagði að þeir hefðu loksins fengið vilyrði fyrir fundi með Seðlabanka Íslands og slitastjórn Glitnis sem á að vera haldinn þann 18. nóvember nk. Hann segist þó ekki líta á fundinn sem upphaf formlegra samningaviðræðna. Vogunarsjóðirnir segja að íslenska ríkisstjórnin muni á endanum þurfa að sleppa tökunum ef hún vill komast inn á alþjóðlega markaði og laða til sín erlenda fjárfestinga. „Ríkisstjórnin skilur að ef hún framkvæmir eignarnám á kröfunum eða leggur skatta á endurgreiðslur verði það henni til vandræða,“ segir Jent í samtali við Bloomberg. „Hún getur ekki viljað enda í sömu stöðu og Argentína,“ bætir hún við, en Argentína gat ekki greitt erlendar skuldir sínar á árinu 2011 og neyddist til að setja hömlur á innflutning til landsins, gjaldeyrishöft og ríkisvæða ýmis einkafyrirtæki til að koma í veg fyrir stórfelldan fjármagnsflótta frá landinu. Þrátt fyrir það er gjaldeyrisforði landsins geysilega illa staddur þar sem þessar ráðstafanir fældu erlenda fjárfestingu frá landinu. Jent áætlar að um tuttugu vogunarsjóðir eigi nægilega mikið undir til að ferðast til Íslands til að sækja fundinn. Í fréttinni kemur fram að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, hafi sagt í Morgunblaðinu í síðasta mánuði að kröfuhafar Kaupþings og Glitnis ættu að gefa eftir 75% af krónueignum sínum. Þó nokkrir framkvæmdastjórar mismunandi vogunarsjóða hafa sagt að þeir búist við því að tapa einhverju á þessum viðskiptum en þeir sjái nefnda 75% eftirgjöf sem byrjunarreit í viðræðum við Íslendinga. Jent sagði að staða forsætisráðherra og fjármálaráðherra Íslands væri fyndin. Það liti út fyrir að þeir væru sitthvoru megin borðsins og sækjast eftir sitthvorri niðurstöðunni úr viðræðunum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að negla það niður nákvæmlega við hvern við eigum að semja,“ sagði Jent.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira