Rannsókn sérstaks saksóknara gæti frestað skaðabótamáli Glitnis Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2013 11:52 Jón Ásgeir Jóhannesson, var forstjóri Baugs og einn stærsti hluthafi Glitnis þegar lánið var veitt. Sérstakur saksóknari hefur hafið rannsókn á 15 milljarða króna víkjandi láni frá Glitni til Baugs í desember 2007. Mbl greinir frá þessu. Skaðabótamáli slitastjórnar Glitnis gegn níu fyrrverandi stjórnendum og helstu eigendum bankans verður mögulega frestað en í morgun var fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins. Þar tók dómari sér umhugsunarfrest til að ákveða hvort verða skuli við beiðni slitastjórnarinnar um frestun vegna rannsóknarinnar. Um er að ræða sama lánið og slitastjórnin stefndi níumenningunum út af. Jón Ásgeir Jóhannesson var á þeim tíma forstjóri Baugs og einn stærsti hluthafi Glitnis. Níumenningarnir eru Lárus Welding, Haukur Guðjónsson, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Jón Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Björn Ingi Sveinsson, Pétur Guðmundarson, Þorsteinn M. Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Á Mbl kemur fram að lögmenn stefndu hafi heyrt af því um liðna helgi að sérstakur saksóknari hefði hafið rannsókn á málinu. Í skaðabótamálinu var tekist á um lánið þar sem slitastjórnin taldi lánveitinguna til Baugs hafa veirð ábótavant og að tjón Glitnis af henni sé um 6,5 milljarðar króna. Lögmaður slitastjórnarinnar lagði í dag fram beiðni um frestun málsins vegna rannsóknarinnar en með bréfi frá sérstökum saksóknara frá 14. nóvember síðastliðnum var staðfest að málið væri til rannsóknar en hún væri á byrjunarstigi. Fyrirhuguð aðalmeðferð í skaðabótamálinu var 4.-7. desember en dómarinn tók sér frest til ákvörðunar um frestunina. Í fyrirtökunni í morgun var upplýst um það að enginn níumenninganna hafi verið kvaddur til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknarinnar. Dómari frestaði málinu í bili til næstu fyrirtöku þar sem ákvörðun dómara ætti að liggja fyrir um hvort frekari frestur verði veittur. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur hafið rannsókn á 15 milljarða króna víkjandi láni frá Glitni til Baugs í desember 2007. Mbl greinir frá þessu. Skaðabótamáli slitastjórnar Glitnis gegn níu fyrrverandi stjórnendum og helstu eigendum bankans verður mögulega frestað en í morgun var fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins. Þar tók dómari sér umhugsunarfrest til að ákveða hvort verða skuli við beiðni slitastjórnarinnar um frestun vegna rannsóknarinnar. Um er að ræða sama lánið og slitastjórnin stefndi níumenningunum út af. Jón Ásgeir Jóhannesson var á þeim tíma forstjóri Baugs og einn stærsti hluthafi Glitnis. Níumenningarnir eru Lárus Welding, Haukur Guðjónsson, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Jón Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Björn Ingi Sveinsson, Pétur Guðmundarson, Þorsteinn M. Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Á Mbl kemur fram að lögmenn stefndu hafi heyrt af því um liðna helgi að sérstakur saksóknari hefði hafið rannsókn á málinu. Í skaðabótamálinu var tekist á um lánið þar sem slitastjórnin taldi lánveitinguna til Baugs hafa veirð ábótavant og að tjón Glitnis af henni sé um 6,5 milljarðar króna. Lögmaður slitastjórnarinnar lagði í dag fram beiðni um frestun málsins vegna rannsóknarinnar en með bréfi frá sérstökum saksóknara frá 14. nóvember síðastliðnum var staðfest að málið væri til rannsóknar en hún væri á byrjunarstigi. Fyrirhuguð aðalmeðferð í skaðabótamálinu var 4.-7. desember en dómarinn tók sér frest til ákvörðunar um frestunina. Í fyrirtökunni í morgun var upplýst um það að enginn níumenninganna hafi verið kvaddur til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknarinnar. Dómari frestaði málinu í bili til næstu fyrirtöku þar sem ákvörðun dómara ætti að liggja fyrir um hvort frekari frestur verði veittur.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira