Innlent

Sóttu slasaðan mann á fjallið Melhól

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Vel gekk að bjarga manninum.
Vel gekk að bjarga manninum.
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út rétt eftir klukkan fjögur í dag til að sækja slasaðan mann á fjallið Melhól. Maðurinn hafði velt yfir sig fjórhjóli og slasast við það á fæti.

Björgunarsveitin fór upp á fjallið á jeppa og sexhjóli og flutti manninn niður á veg þar sem sjúkrabíll beið hans. Var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

„Þetta gekk hratt og vel fyrir sig.  Enda er veðrið ágætt, það leið aðeins tæp klukkustund frá því að tilkynningin barst björgunarsveitinni og þar til maðurinn var kominn á slysadeild,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×