Náði McLaren P1 ekki tíma Porsche 918 á Nürburgring? Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2013 11:15 Porsche 918 í loftköstum á Nürburgring brautinni. on Dennis hjá McLaren fullyrti á dögunum að nýjasti bíll þeirra, P1, myndi slá við öllum tímum á Nürburgring brautinni þýsku. Svo var farið með P1 á brautina og fréttir herma að hann hafi náð tímanum 7:03 mínútum, sem var þá met löglegra götubíla. Ekki löngu síðar fór Porsche með nýjasta bíl sinn, Porsche 918 Spyder á brautina og náði fyrstur allra bíla undir 7 mínútum, eða 6:57. Getur verið að ástæðan fyrir því að McLaren hefur ekki enn tilkynnt um tíma P1, sem er þó með öflugri vél en Porsche bíllinn, hafi einfaldlega ekki náð tíma hans? McLaren P1 er með 903 hestafla vél en Porsche 918 með 887 hestöfl, auk þess að vera örlítið þyngri en McLaren P1. Aftur fór McLaren með bíl sinn á Nürburgring, en ekkert hefur heyrst af tíma hans og bendar það einfaldlega til þess að honum hafi ekki tekist að slá út tíma Porsche 918. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
on Dennis hjá McLaren fullyrti á dögunum að nýjasti bíll þeirra, P1, myndi slá við öllum tímum á Nürburgring brautinni þýsku. Svo var farið með P1 á brautina og fréttir herma að hann hafi náð tímanum 7:03 mínútum, sem var þá met löglegra götubíla. Ekki löngu síðar fór Porsche með nýjasta bíl sinn, Porsche 918 Spyder á brautina og náði fyrstur allra bíla undir 7 mínútum, eða 6:57. Getur verið að ástæðan fyrir því að McLaren hefur ekki enn tilkynnt um tíma P1, sem er þó með öflugri vél en Porsche bíllinn, hafi einfaldlega ekki náð tíma hans? McLaren P1 er með 903 hestafla vél en Porsche 918 með 887 hestöfl, auk þess að vera örlítið þyngri en McLaren P1. Aftur fór McLaren með bíl sinn á Nürburgring, en ekkert hefur heyrst af tíma hans og bendar það einfaldlega til þess að honum hafi ekki tekist að slá út tíma Porsche 918.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent