Fórnarlamb Castro í dramatísku viðtali hjá Dr. Phil Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. nóvember 2013 14:58 Michelle í réttarhöldunum yfir Ariel Castro vegna mannránanna. Í vikunni lýsti hún vistinni hjá Castro í viðtali hjá Dr. Phil. mynd/afp Ariel Castro lokkaði Michelle Knight inn á heimili sitt með því að segja henni frá hvolpum sem hann ætti þar. Hann lofaði henni að hún gæti tekið einn með sér heim handa syni sínum sem þá var tveggja ára. CNN greindi frá þessu en Michelle mætti í sjónvarpsviðtal hjá Dr. Phil í vikunni. Michelle var 21 árs árið 2002 þegar Ariel Castro læsti hana inni á heimili sínu þar sem hún var í ellefu ár þar til nágranni Ariels Castro bjargaði þeim úr vistinni. Hún segist hafa áttað sig á því fljótlega að það voru engir hvolpar á heimili mannsins. Það hafi ekki liðið langur tími þar til hann hafi farið með hana í herbergi á efri hæð hússins þar sem hann batt hana niður. Michelle segir að vonin um að hitta son sinn aftur hafi haldið í henni lífinu. Hún vill að sonur sinn viti að hún sé sigurvegari en ekki fórnarlamb. „Ég vildi líka hann vissi að ég elska hann og það var sú ást sem kom mér í gegnum þetta.“ Michelle var fyrsta konan af þremur sem hann lokaði inni. Hann beitti konurnar grófu ofbeldi og nauðgaði þeim meðal annars með hrottalegum hætti. Michelle og hinar konurnar tvær, Amanda Berry og Gina DeJesus, hafa reynt að eignast eðlilegt líf eftir að þær fengu frelsið á ný. Michelle lýsir því í viðtalinu þegar Ariel Castro setti keðjur um háls hennar og festi hana við stálgrindur í kjallara heimili síns. Þá sagði hann við hana: „Ef ég bind of fast og þú deyrð, þá þýðir það að þér hafi ekki verið ætla að lifa og að Guð hafi viljað fá þig til sín.“ Hún segir að hún hafi stundum verið látin vera föst í keðjum við stöngina í marga daga í röð. Hún hafi ekki getað lagst niður. Ariel Castro hafi sett mótóhjólahjálm á höfuð hennar sem gerði henni erfitt að anda. Hún segir að það hafi oft liðið yfir hana og hún vissi ekki hvað fór fram í kringum hana. Hún segir að hún hafi ekki alltaf reynt að berjast á móti, að minnsta kosti ekki til þess að byrja með. Í fyrstu hafi hún verið í áfalli yfir þessu öllu og hún hafi stanslaust grátið og beðið hann um að sleppa sér. Þegar hún hafi reynt að flýja hafi henni verið refsað harkalega. Hann hafi tekið rör og haldið því yfir hausnum hennar og sagst ætla að troða rörinu niður um háls hennar og drepa hana. Hún hafi ekki öskrað eða gefið frá sér nein hljóð við þetta, hún hafi bara legið kyrr.Hvarf Michelle fékk minni athygli en hvarf hinna tveggja Hvarf Michelle fékk minni athygli en mál hinna stúlknanna tveggja í fjölmiðlum. Fjölskyldur þeirra héldu málum þeirra við og auglýstu eftir þeim með veggspjöldum og héldu minningarathafnir. Amma Michelle lýsti því yfir þegar Michelle hvarf að fjölskyldan héldi hún hefði látið sig hverfa því hún hafi verið reið vegna þess að hún missti forsjá yfir syni sínum. Lögreglan studdi þessar staðhæfingar fjölskyldunnar. Í viðtalinu hjá Dr. Phil sagði Michelle að sonur hennar hafi verið tekinn af henni vegna þess að móðir kærasta hennar beitti drenginn ofbeldi. Hún segir barnaverndaryfirvöld hafa sagt að hún hafi ekkert gert til þess að vernda son sinn en það sé ekki rétt. Hún hafi gert allt sem hún gat til þess að vernda hann og halda honum og það mál hafi enn verið til meðferðar þegar hún hvarf. Í viðtalinu lýsir Michelle barnæsku sinni sem hún segir að hafi verið erfið. Þess vegna hafi hún ekki viljað hitta móður sína eftir að hún öðlaðist fresli á ný. „Ég vildi óska þess að mamma mín væri ekki mamma mína. Ég mátti aldrei fara út og ekki eiga vini,“ segir hún. Móðirin, Barbara Knight, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem hún segir að hið áralanga ofbeldi sem Michelle varð fyrir af hálfu Ariel Castro hafi skekkt sýn hennar á hvernig æska hennar raunverulega var. Henni þykir miður að heyra dóttur sína tala um sig með þessum hætti. Hún elski dóttur sína og hafi alltaf gert og muni alltaf gera. Hún biður til Guðs að einn daginn verði dóttir hennar búin að jafna sig þannig og átta sig á því að lífið hennar var ekki alltaf erfitt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Michelle hjá Dr. Phil. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Ariel Castro lokkaði Michelle Knight inn á heimili sitt með því að segja henni frá hvolpum sem hann ætti þar. Hann lofaði henni að hún gæti tekið einn með sér heim handa syni sínum sem þá var tveggja ára. CNN greindi frá þessu en Michelle mætti í sjónvarpsviðtal hjá Dr. Phil í vikunni. Michelle var 21 árs árið 2002 þegar Ariel Castro læsti hana inni á heimili sínu þar sem hún var í ellefu ár þar til nágranni Ariels Castro bjargaði þeim úr vistinni. Hún segist hafa áttað sig á því fljótlega að það voru engir hvolpar á heimili mannsins. Það hafi ekki liðið langur tími þar til hann hafi farið með hana í herbergi á efri hæð hússins þar sem hann batt hana niður. Michelle segir að vonin um að hitta son sinn aftur hafi haldið í henni lífinu. Hún vill að sonur sinn viti að hún sé sigurvegari en ekki fórnarlamb. „Ég vildi líka hann vissi að ég elska hann og það var sú ást sem kom mér í gegnum þetta.“ Michelle var fyrsta konan af þremur sem hann lokaði inni. Hann beitti konurnar grófu ofbeldi og nauðgaði þeim meðal annars með hrottalegum hætti. Michelle og hinar konurnar tvær, Amanda Berry og Gina DeJesus, hafa reynt að eignast eðlilegt líf eftir að þær fengu frelsið á ný. Michelle lýsir því í viðtalinu þegar Ariel Castro setti keðjur um háls hennar og festi hana við stálgrindur í kjallara heimili síns. Þá sagði hann við hana: „Ef ég bind of fast og þú deyrð, þá þýðir það að þér hafi ekki verið ætla að lifa og að Guð hafi viljað fá þig til sín.“ Hún segir að hún hafi stundum verið látin vera föst í keðjum við stöngina í marga daga í röð. Hún hafi ekki getað lagst niður. Ariel Castro hafi sett mótóhjólahjálm á höfuð hennar sem gerði henni erfitt að anda. Hún segir að það hafi oft liðið yfir hana og hún vissi ekki hvað fór fram í kringum hana. Hún segir að hún hafi ekki alltaf reynt að berjast á móti, að minnsta kosti ekki til þess að byrja með. Í fyrstu hafi hún verið í áfalli yfir þessu öllu og hún hafi stanslaust grátið og beðið hann um að sleppa sér. Þegar hún hafi reynt að flýja hafi henni verið refsað harkalega. Hann hafi tekið rör og haldið því yfir hausnum hennar og sagst ætla að troða rörinu niður um háls hennar og drepa hana. Hún hafi ekki öskrað eða gefið frá sér nein hljóð við þetta, hún hafi bara legið kyrr.Hvarf Michelle fékk minni athygli en hvarf hinna tveggja Hvarf Michelle fékk minni athygli en mál hinna stúlknanna tveggja í fjölmiðlum. Fjölskyldur þeirra héldu málum þeirra við og auglýstu eftir þeim með veggspjöldum og héldu minningarathafnir. Amma Michelle lýsti því yfir þegar Michelle hvarf að fjölskyldan héldi hún hefði látið sig hverfa því hún hafi verið reið vegna þess að hún missti forsjá yfir syni sínum. Lögreglan studdi þessar staðhæfingar fjölskyldunnar. Í viðtalinu hjá Dr. Phil sagði Michelle að sonur hennar hafi verið tekinn af henni vegna þess að móðir kærasta hennar beitti drenginn ofbeldi. Hún segir barnaverndaryfirvöld hafa sagt að hún hafi ekkert gert til þess að vernda son sinn en það sé ekki rétt. Hún hafi gert allt sem hún gat til þess að vernda hann og halda honum og það mál hafi enn verið til meðferðar þegar hún hvarf. Í viðtalinu lýsir Michelle barnæsku sinni sem hún segir að hafi verið erfið. Þess vegna hafi hún ekki viljað hitta móður sína eftir að hún öðlaðist fresli á ný. „Ég vildi óska þess að mamma mín væri ekki mamma mína. Ég mátti aldrei fara út og ekki eiga vini,“ segir hún. Móðirin, Barbara Knight, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem hún segir að hið áralanga ofbeldi sem Michelle varð fyrir af hálfu Ariel Castro hafi skekkt sýn hennar á hvernig æska hennar raunverulega var. Henni þykir miður að heyra dóttur sína tala um sig með þessum hætti. Hún elski dóttur sína og hafi alltaf gert og muni alltaf gera. Hún biður til Guðs að einn daginn verði dóttir hennar búin að jafna sig þannig og átta sig á því að lífið hennar var ekki alltaf erfitt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Michelle hjá Dr. Phil.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira