Nissan með stefnumarkandi rafbíl Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2013 09:15 Á bílasýningunni í Tokyo hefur Nissan nú kynnt rafmagnsbíl sem er engum líkur í laginu. Þar fer bíll sem er einkar mjór að framan en breiður að aftan til að auka stöðugleika hans á vegi og kljúfa loftið betur. Hann hefur fengið nafnið Nissan Bladeglider. Þetta er í raun keppnisbíll sem þó gæti ratað á göturnar fyrir almenning. Bíllinn er gerður fyrir 3 farþega, einn að framan og tvo að aftan. Bíllinn er smíðaður úr koltrefjum og botninn er alveg sléttur, til að minnka loftmótsstöðu hans sem mest. Rafmótorarnir eru í hjólunum, sem er eitthvað sem ekki hefur sést mikið af áður. Það gerir hönnuðum bílsins kleift að nýta rými yfirbyggingar bílsins betur. Hann er með vængjahurðum og þyngdardreifing milli öxla er 30/70, framan/aftan. Ekki er alveg víst að framleiðslubíllinn, ef af honum verður, muni líta nákvæmlega svona út eins og á myndinni sést, en þessi bíll á þó að gefa tóninn fyrir framtíðarþróun Nissan á rafmagnsbílum. Óvenjulegur í laginu og afar straumlínulagaður. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent
Á bílasýningunni í Tokyo hefur Nissan nú kynnt rafmagnsbíl sem er engum líkur í laginu. Þar fer bíll sem er einkar mjór að framan en breiður að aftan til að auka stöðugleika hans á vegi og kljúfa loftið betur. Hann hefur fengið nafnið Nissan Bladeglider. Þetta er í raun keppnisbíll sem þó gæti ratað á göturnar fyrir almenning. Bíllinn er gerður fyrir 3 farþega, einn að framan og tvo að aftan. Bíllinn er smíðaður úr koltrefjum og botninn er alveg sléttur, til að minnka loftmótsstöðu hans sem mest. Rafmótorarnir eru í hjólunum, sem er eitthvað sem ekki hefur sést mikið af áður. Það gerir hönnuðum bílsins kleift að nýta rými yfirbyggingar bílsins betur. Hann er með vængjahurðum og þyngdardreifing milli öxla er 30/70, framan/aftan. Ekki er alveg víst að framleiðslubíllinn, ef af honum verður, muni líta nákvæmlega svona út eins og á myndinni sést, en þessi bíll á þó að gefa tóninn fyrir framtíðarþróun Nissan á rafmagnsbílum. Óvenjulegur í laginu og afar straumlínulagaður.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent