Nissan með stefnumarkandi rafbíl Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2013 09:15 Á bílasýningunni í Tokyo hefur Nissan nú kynnt rafmagnsbíl sem er engum líkur í laginu. Þar fer bíll sem er einkar mjór að framan en breiður að aftan til að auka stöðugleika hans á vegi og kljúfa loftið betur. Hann hefur fengið nafnið Nissan Bladeglider. Þetta er í raun keppnisbíll sem þó gæti ratað á göturnar fyrir almenning. Bíllinn er gerður fyrir 3 farþega, einn að framan og tvo að aftan. Bíllinn er smíðaður úr koltrefjum og botninn er alveg sléttur, til að minnka loftmótsstöðu hans sem mest. Rafmótorarnir eru í hjólunum, sem er eitthvað sem ekki hefur sést mikið af áður. Það gerir hönnuðum bílsins kleift að nýta rými yfirbyggingar bílsins betur. Hann er með vængjahurðum og þyngdardreifing milli öxla er 30/70, framan/aftan. Ekki er alveg víst að framleiðslubíllinn, ef af honum verður, muni líta nákvæmlega svona út eins og á myndinni sést, en þessi bíll á þó að gefa tóninn fyrir framtíðarþróun Nissan á rafmagnsbílum. Óvenjulegur í laginu og afar straumlínulagaður. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent
Á bílasýningunni í Tokyo hefur Nissan nú kynnt rafmagnsbíl sem er engum líkur í laginu. Þar fer bíll sem er einkar mjór að framan en breiður að aftan til að auka stöðugleika hans á vegi og kljúfa loftið betur. Hann hefur fengið nafnið Nissan Bladeglider. Þetta er í raun keppnisbíll sem þó gæti ratað á göturnar fyrir almenning. Bíllinn er gerður fyrir 3 farþega, einn að framan og tvo að aftan. Bíllinn er smíðaður úr koltrefjum og botninn er alveg sléttur, til að minnka loftmótsstöðu hans sem mest. Rafmótorarnir eru í hjólunum, sem er eitthvað sem ekki hefur sést mikið af áður. Það gerir hönnuðum bílsins kleift að nýta rými yfirbyggingar bílsins betur. Hann er með vængjahurðum og þyngdardreifing milli öxla er 30/70, framan/aftan. Ekki er alveg víst að framleiðslubíllinn, ef af honum verður, muni líta nákvæmlega svona út eins og á myndinni sést, en þessi bíll á þó að gefa tóninn fyrir framtíðarþróun Nissan á rafmagnsbílum. Óvenjulegur í laginu og afar straumlínulagaður.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent