Iceland Airwaves: Mammút – Breyttu gólfklappi í dynjandi lófatak Orri Freyr Rúnarsson skrifar 31. október 2013 14:46 Frá Iceland Airwaves í Hörpu í gær. Mynd/Arnþór Fullt var útúr dyrum þegar að Mammút steig á svið í Norðurljósasal Hörpu. Hljómsveitin hefur verið reglulegur gestur á hátíðinni allt frá því að hún sigraði Músíktilraunir árið 2004. Í kvöld höfðu meðlimir Mammút ríka ástæðu til að fagna en fyrir tæpri viku síðan leit platan Komdu til mín svarta systir dagsins ljós en platan er þeirra fyrsta í heil fimm ár. Af spilamennskunni að dæma var þó ekki að sjá að þetta væru aðeins aðrir tónleikar Mammút eftir að platan kom út. Hljómsveitin er orðin að einhverju miklu meira en vel smurðri vél en eflaust mætti líkja tengslum hljómsveitarmeðlima við óvenju hæfileikaríkan systkinahóp. Sérstakt hrós verður að gefa söngkonu sveitarinnar, Kötu Mogensen, en sviðsframkoma hennar og söngur var í hæsta gæðaflokki. Einungis nýtt efni var flutt á tónleikunum en nýju lögin eru gríðarsterk og virtust leggjast vel í áhorfendur en þegar þarna var komið við sögu hafði kurteisislega gólfklappið sem einkennt hafði salinn fyrr um kvöldið breyst í dynjandi lófatak, hróp og skræki. Þekktustu lög nýju plötunnar, Salt og Blóðberg, voru á meðal fyrstu laga sveitarinnar að þessu sinni og varð það mögulega til þess að ákveðin stíganda vantaði í tónleikana, en ljóst er að hljómsveitin er prufa sig áfram með uppruðun laga á tónleikum.Hljómsveitin Mammút.Mynd/Stefán Gagnrýni Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Fullt var útúr dyrum þegar að Mammút steig á svið í Norðurljósasal Hörpu. Hljómsveitin hefur verið reglulegur gestur á hátíðinni allt frá því að hún sigraði Músíktilraunir árið 2004. Í kvöld höfðu meðlimir Mammút ríka ástæðu til að fagna en fyrir tæpri viku síðan leit platan Komdu til mín svarta systir dagsins ljós en platan er þeirra fyrsta í heil fimm ár. Af spilamennskunni að dæma var þó ekki að sjá að þetta væru aðeins aðrir tónleikar Mammút eftir að platan kom út. Hljómsveitin er orðin að einhverju miklu meira en vel smurðri vél en eflaust mætti líkja tengslum hljómsveitarmeðlima við óvenju hæfileikaríkan systkinahóp. Sérstakt hrós verður að gefa söngkonu sveitarinnar, Kötu Mogensen, en sviðsframkoma hennar og söngur var í hæsta gæðaflokki. Einungis nýtt efni var flutt á tónleikunum en nýju lögin eru gríðarsterk og virtust leggjast vel í áhorfendur en þegar þarna var komið við sögu hafði kurteisislega gólfklappið sem einkennt hafði salinn fyrr um kvöldið breyst í dynjandi lófatak, hróp og skræki. Þekktustu lög nýju plötunnar, Salt og Blóðberg, voru á meðal fyrstu laga sveitarinnar að þessu sinni og varð það mögulega til þess að ákveðin stíganda vantaði í tónleikana, en ljóst er að hljómsveitin er prufa sig áfram með uppruðun laga á tónleikum.Hljómsveitin Mammút.Mynd/Stefán
Gagnrýni Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira