Lífið

Hljómsveitin Keane hætt

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hljómsveitin Keane er hætt störfum.
Hljómsveitin Keane er hætt störfum. Mynd/Getty Images
Breska hljómsveitin Keane er hætt. Söngvari sveitarinnar, Tom Chaplin, ætlar að einbeita sér að sólóferli og því hefur bandið lagt upp laupana. Sveitin hefur verið starfandi í 16 ár og gefið út fjórar plötur sem hafa selst vel.

Sögusagnir voru um að samstarf meðlima sveitarinnar væri orðið mjög stirrt. Talsmaður sveitarinnar segir þær sögusagnir ekki rétt. Auk Chaplin þá mynduðu þeir Tim Rice-Oxley, Richard Huges og Jesse Quin sveitina. Quin kom inn í sveitina árið 2007.

Keane mun gefa út safnplötu með bestu lögum sveitarinnar síðar á þessu ári. Einn af fyrstu smellum sveitarinnar, Somewhere Only We Know, verður notað í árlegri jólaauglýsinu hjá bresku versluninni John Lewis og mun Lily Allen flytja lagið.

Keane kom til Íslands árið 2004 og lék á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Sveitin var þá við það að slá í gegn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.