Lífið

Ósætti í hljómsveitinni The Jonas Brothers

The Jonas Brothers
The Jonas Brothers AFP/NordicPhotos
Fyrr í þessum mánuði, hætti hljómsveitin the Jonas Brothers við tónleikaferð sína tveimur dögum áður en hún átti að hefjast. Í kjölfarið varð til orðrómur um að hljómsveitin væri að hætta.

Talsmaður hljómsveitarinnar staðfesti að sveitin hefði hætt við tónleikaferðalagið og sagði ástæðuna vera ósætti á milli bræðranna, þeirra Nick, Joe og Kevins.

Orðrómurinn fékk svo byr undir báða vængi þegar Jonas Brothers Twitter-síðunni var eytt í síðustu viku.

Tveir meðlimir sveitarinnar hafa loksins rofið þögnina, í gegnum eigin Twitter síður. Joe Jonas bað aðdáendur um að bíða á meðan þeir tækju sig saman í andlitinu og yngsti bróðirinn bað aðdáendur um að sýna þolinmæði. Elsti bróðirinn, Kevin Jonas, hefur enn ekkert sagt opinberlega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.