Lífið

Bónorð Kanye á myndbandi

Kanye West bað Kim Kardashian með 360 milljóna króna demantshring
Kanye West bað Kim Kardashian með 360 milljóna króna demantshring
Myndband náðist af því þegar tónlistarmaðurinn Kanye West bað Kim Kardashian síðastliðinn mánudag og fer það nú sem eldur í sinu um netið.

Kanye bað Kim á þrjátíu og þriggja ára afmælisdegi hennar með 15 karata demantshring sem er 360 milljóna króna virði.

Kim tjáði sig um bónorðið á dögunum á E! News og sagði að kvöldið hafi verið svo sannarlega töfrum líkast og að hún væri heppnasta stúlkan í heiminum.

Parið á saman fjögurra mánaða dótturina North West en skömmu eftir fæðingu hennar tjáði Kanye sig um að hann myndi ekki biðja Kim um að giftast sér.

En rapparinn hefur greinilega skipt um skoðun því í myndbandinu hér að neðan sést hann  á öðru hnéi í miðjum AT&T garðinum í San Francisco og fjölskyldu og vini fagna með parinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.