Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 30-25 | Eyjamenn á toppinn Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 26. október 2013 00:01 ÍBV komst í dag í toppsæti Olís-deildar karla er liðið vann sannfærandi sigur á Fram í Vestmannaeyjum. Framan af var leikurinn gríðarlega jafn en liðin skipust á að hafa forystuna. Á 12. mínútu hafði nánast verið jafnt á öllum tölum en þá skoraði Elías Bóasson jöfnunarmark fyrir gestina. Sindri Haraldsson virðist hafa farið of harkalega í örvhentu skyttuna en hann fékk að líta rautt spjald við litla hrifningu þjálfara og varamanna Eyjamanna. Þetta virtist kveikja í Frömurum sem tóku forystuna og komust þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru búnar. Eyjamenn gáfust samt ekki upp en þeir voru komnir tveimur mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var alveg ljóst í upphafi seinni hálfleiks hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi en Eyjamenn skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Stephen Nielsen, markmaður Framara, var ekki heill heilsu í dag en Svavar Már Ólafsson stóð milli stanganna. Markvarslan í leiknum var nánast engin en markmenn Eyjamanna vörðu sjö skot á móti átta skotum Svavars. Mestur varð munurinn níu mörk en það var þegar að Guðni Ingvarsson stökk inn af línunni. Þá skoruðu Framarar þó fimm mörk í röð en það dugði skammt því að Eyjamenn skoruðu síðasta markið og 30-25 sigur þá staðreynd. Eyjamenn lyftu sér með þessum sigri á topp deildarinnar eins og áður segir en þeir leika næst gegn Völsurum í Vodafone-höllinni á meðan að Framarar taka á móti Akureyringum í Safamýrinni.Guðlaugur: Vörn og markvarsla ekki góð „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag, við gerðum alltof mikið af sóknarfeilum og einföldum mistökum í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, en hann var ekki sáttur með leik sinna manna. „Við lögðum upp með að vinna þennan leik, en við náðum ekki að fylgja því plani eftir. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki góð í dag,“ sagði Guðlaugur en Framarar sigla lygnan sjó um miðja deild. Sindri Haraldsson leikmaður Eyjamanna fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasa Bóassyni en við spurðum Guðlaug út í atvikið. „Ef að hann fer í andlitið Elíasi þegar hann er að fara í gegn þá er það rautt spjald, en ég sá þetta atvik ekki nægilega vel.“Gunnar: Ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp „Ég er sáttur og það er gott að brjóta ísinn með því að vinna fyrsta heimaleikinn. Frábær leikur af okkar hálfu, það reyndi á breiddina og það er ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, í leikslok en hann var mjög sáttur við leik sinna manna. „Góður sóknarleikur í dag á móti Fram sem eru búnir að vera að spila góðan varnarleik í vetur og ég er ánægður með hvernig við leystum það. Sóknarleikurinn var góður í dag og eins hraðaupphlaupin.“ Við spurðum Gunna einnig út í rauða spjaldið. „Ég veit það bara ekki, við verðum að sjá þetta betur á myndbandi, þeir sem hafa séð þetta á myndbandi segja þetta ekki hafa verið rautt. „Ef einhver hefði boðið okkur þessi átta stig eftir fyrstu sex leikina þá hefðum við tekið þau, þannig að við erum sáttir,“ sagði Gunnar í lokin en Eyjamenn tróna á toppi deildarinnar með átta sig. Olís-deild karla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Sjá meira
ÍBV komst í dag í toppsæti Olís-deildar karla er liðið vann sannfærandi sigur á Fram í Vestmannaeyjum. Framan af var leikurinn gríðarlega jafn en liðin skipust á að hafa forystuna. Á 12. mínútu hafði nánast verið jafnt á öllum tölum en þá skoraði Elías Bóasson jöfnunarmark fyrir gestina. Sindri Haraldsson virðist hafa farið of harkalega í örvhentu skyttuna en hann fékk að líta rautt spjald við litla hrifningu þjálfara og varamanna Eyjamanna. Þetta virtist kveikja í Frömurum sem tóku forystuna og komust þremur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru búnar. Eyjamenn gáfust samt ekki upp en þeir voru komnir tveimur mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var alveg ljóst í upphafi seinni hálfleiks hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi en Eyjamenn skoruðu fyrstu þrjú mörkin. Stephen Nielsen, markmaður Framara, var ekki heill heilsu í dag en Svavar Már Ólafsson stóð milli stanganna. Markvarslan í leiknum var nánast engin en markmenn Eyjamanna vörðu sjö skot á móti átta skotum Svavars. Mestur varð munurinn níu mörk en það var þegar að Guðni Ingvarsson stökk inn af línunni. Þá skoruðu Framarar þó fimm mörk í röð en það dugði skammt því að Eyjamenn skoruðu síðasta markið og 30-25 sigur þá staðreynd. Eyjamenn lyftu sér með þessum sigri á topp deildarinnar eins og áður segir en þeir leika næst gegn Völsurum í Vodafone-höllinni á meðan að Framarar taka á móti Akureyringum í Safamýrinni.Guðlaugur: Vörn og markvarsla ekki góð „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur í dag, við gerðum alltof mikið af sóknarfeilum og einföldum mistökum í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, en hann var ekki sáttur með leik sinna manna. „Við lögðum upp með að vinna þennan leik, en við náðum ekki að fylgja því plani eftir. Varnarleikurinn og markvarslan var ekki góð í dag,“ sagði Guðlaugur en Framarar sigla lygnan sjó um miðja deild. Sindri Haraldsson leikmaður Eyjamanna fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasa Bóassyni en við spurðum Guðlaug út í atvikið. „Ef að hann fer í andlitið Elíasi þegar hann er að fara í gegn þá er það rautt spjald, en ég sá þetta atvik ekki nægilega vel.“Gunnar: Ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp „Ég er sáttur og það er gott að brjóta ísinn með því að vinna fyrsta heimaleikinn. Frábær leikur af okkar hálfu, það reyndi á breiddina og það er ánægjulegt að sjá aðra koma inn og stíga upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, í leikslok en hann var mjög sáttur við leik sinna manna. „Góður sóknarleikur í dag á móti Fram sem eru búnir að vera að spila góðan varnarleik í vetur og ég er ánægður með hvernig við leystum það. Sóknarleikurinn var góður í dag og eins hraðaupphlaupin.“ Við spurðum Gunna einnig út í rauða spjaldið. „Ég veit það bara ekki, við verðum að sjá þetta betur á myndbandi, þeir sem hafa séð þetta á myndbandi segja þetta ekki hafa verið rautt. „Ef einhver hefði boðið okkur þessi átta stig eftir fyrstu sex leikina þá hefðum við tekið þau, þannig að við erum sáttir,“ sagði Gunnar í lokin en Eyjamenn tróna á toppi deildarinnar með átta sig.
Olís-deild karla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Sjá meira