Lífið

Tökur á Avatar 2 hefjast í október

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Framhaldsmyndarinnar er að öllum líkindum beðið með óþreyju enda fetar hún í fótspor tekjuhæstu myndar allra tíma.
Framhaldsmyndarinnar er að öllum líkindum beðið með óþreyju enda fetar hún í fótspor tekjuhæstu myndar allra tíma. Twentieth Century Fox
Nýverið ljóstraði stjarna kvikmyndarinnar Avatar, Sam Worthington, því upp að tökur á framhaldsmynd Avatar hæfist í október á næsta ári. Fyrsta Avatar myndin kom út árið 2009 en hennar hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda fyrsta myndin sem James Cameron leikstýrði síðan hann grætti heimsbyggðina með stórmyndinni Titanic. Avatar er tekjuhæsta mynd allra tíma. 

Worthington var í viðtali í morgunþætti á áströlsku útvarpsrásinni Nova 96.9 þegar talið barst að kvikmyndinni væntanlegu. Mikil leynd hefur verið yfir verkefninu og því kom á óvart hversu hreinskilnislega Worthington svaraði. Hann sagði jafnframt að mestallt handritið hefði þegar verið skrifað af leikstjóranum, James Cameron. „Við ætlum að byrja á sama tíma á næsta ári,“ sagði Worthington. „Og taka þá upp aðra, þriðju og fjórðu myndina.“ Hann sagði að til stæði að taka allar framhaldsmyndirnar þrjár á sama tíma og að hann yrði þakklátur þegar tökum myndi ljúka. Búist er við því að það taki minna en ár. Fox, framleiðsluver Avatar myndanna, tilkynnti nýlega að framhaldsmyndirnar yrðu ekki aðeins tvær eins og áður var talið.

Avatar 2 er væntanleg í kvikmyndahús í desember árið 2016. Hin þriðja ári síðar og lokamyndin verður sýnd í lok árs 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.