Körfubolti

Jamarco Warren leystur undan samningi hjá Snæfellingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jamarco Warren í leik með Snæfellingum.
Jamarco Warren í leik með Snæfellingum. mynd/daníel
Jamarco Warren mun ekki leik með Snæfellingum á tímabilinu og hefur félagið leyst leikmanninn undan samningi.

Bandaríkjamaðurinn stóð ekki undir væntingum fyrir vestan og leitar nú Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, að nýjum leikmanni í hans stað. Þetta kemur fram á vefsíðunni Karfan.is í dag.

Snæfell mætir Þór Þorlákshöfn á heimavelli á föstudagskvöldið og ekki orðið ljóst hvort nýr leikmaður verði kominn fyrir fyrsta leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×