Innlent

Kostnaður við nýja byggingu MS rúmlega milljarður

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu í gær samning ráðuneytisins og borgarinnar um viðbyggingu við Menntaskólann við Sund.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu í gær samning ráðuneytisins og borgarinnar um viðbyggingu við Menntaskólann við Sund. mynd/Menntamálaráðuneytið
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu í gær samning ráðuneytisins og borgarinnar um viðbyggingu við Menntaskólann við Sund.

Samningurinn kveður á um viðbyggingu og endurbætur á húsnæði skólans við Gnoðarvog. Ákveðið var að fara í brýnustu framkvæmdir við Menntaskólann við Sund. Þessar brýnustu  framkvæmdir fela í sér stækkun skólans í samræmi við nemendafjölda auk bætts aðgengis milli álma skólans, sem eru frá ýmsum tímum.

Aðgengi fyrir fatlaða verður bætt með  uppsetningu tveggja lyfta í húsið.

Eins og fram kom á Vísi þegar gamla byggingin við skólann var rifin hefur staðan í skólanum verið sú að það hefur í raun verið útilokað fyrir fatlaða og hreyfihamlaða að komast um skólann, engar lyftur hafa verið i skólanum hingað til og byggingin er á mörgum hæðum eða plönum.

„Þetta er búið að vera skelfilegt ástand í raun og veru og merkilegt að þetta hafi viðgengist svona lengi,“ sagði Már Vilhjálmsson, rektor við Menntaskólann við Sund. „Opinberar stofnanir eiga að hafa aðgengi fyrir fatlaða og við höfum lent í vandræðum vegna þessa og einnig þegar nemendur fótbrotna þá komast þeir ekki um skólann.“

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar eru um 1.1 milljarður króna.

Miðað er við að viðbyggingin verði tilbúin til innflutnings haustið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×